Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. G Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir I „ENGIN HÆTTA A AÐ KR FARI AÐ STINGA HIN UÐIN AP’ —sagði Ólaf ur Thorlacius, liðsstjóri Vals eftir sigur KR „Það cr langt því frá að við séum bún- ir að afskrifa sigurmö|>ulcika okkar í ís- landsmótinu þrátt fyrir þetta tap gegn KR,” sagði Ólafur Thorlacius liðsstjóri Vals eftir leik félaganna i úrvalsdeiidinni i körfuboltanum I gær, þar sem KR vann með 85 stigum gegn 79. „Valur vann fyrsta leikinn og liðin eiga eftir að leika tvo leiki innbyrðis, sem ómögulegt er að segja hvernig fara. Liðin eiga eftir að reyta stigin hvort af öðru i úrvalsdeildinni, og engin hætta á þvi að KR fari að stinga hin liðin af,” sagði Ólafur Thorlacius ennfremur. „Þeir hafa til dæmis tapað bæði fyrir Njarðvíkingum og okkur.” Leikurinn í gær hófst af miklum krafti af beggja hálfu. Sterkur varnarleikur var einkennandi þó betur tækist upp hjá KR-ingum, sem voru komnir með tiu stiga forskol er fyrri hálflcikur var hálfn aður. Þá skiptu þeir úr „maður á mann" vörn i svæðisvörn. Gafst það mjög illa, Valsmenn tvíefldust og náðu að jafna þegar fimrn minútur voru eftir af hálf- í úrvalsdeildinni leiknum 26 gegn 26. Þá óskuðu KR-ing- ar eftir leikhléi og að því loknu var vörn- in komin í sitt gamla horf. Leikurinn hélzt síðan nokkuð jafn fram á síðustu mínútu, þó KR hefði yfir- leitt alltaf heldur betur. Valsmönnum tókst þó aftur að jafna, og er aðeins voru fimmtiu sekúndur eftir til loka hálfleiks- ins var staðan 38 gegn 38. Þá hrundi allt hjá Völsurum. Þeir misstu knöttinn þrisvar á mjög klaufalegan hátt og er lúður tímavarðar hljómaði voru KR-ing- ar komnir í sjö stiga forustu, 46—39. Þessi stigamunur nægði KR-ingum út leikinn í síðari hálfleik, varð hann minnstur þrjú stig á áttundu og riíundu minútu. Mestur varð hann tiu stig skömmu eftir miðjan hálfleikinn. Loka- tölurnar urðu eins og áður sagði 85—79. 1 viðtali við Ólaf Thorlacius, sem vitn- að var til, í byrjun greinarinnar kom auk þess fram að hann telur ekki vera neinn styrkleikamun á liðum KR og eins og Gerið hagkvæm iólainnkaup Lampar og Ijósatæki Þetta er aöeins lítiö sýnishom Borð- lampi Vinnu lampi ,amP, I Vegg- lampi fyrir barna- herbergi Skraut- lampi Margar geröiraf jólatréseríum Ennfremur margargerðir afflúorlömpum í eldhús, ganga ogfl. Sjónersögu ríkari í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035. lokatölurnar beri með sér. „Það sem fór úrskeiðis hjá okkur var að baráttuand- inn féll of mikið niður hjá einstökum leikmönnum hluta leiksins þannig að liðssamvinnan eða baráttuandinn var ekki jafn mikill hjá öllum,” sagði hann. „KR-ingar náðu líka nokkrum stigum fyrir klaufaskap okkar og það voru þau stig sem nægðu þeim til sigurs i þessum leik. Mér fannst litill sem enginn munur á árangri í fráköstum en i þessum leik kom í Ijós að KR-ingar eiga nokkra unga leikmenn, sem gætu orðið mjög góðir,” sagði Ólafur Thorlacius að lokum. „Ég er mjög ánægður með þennan leik,” sagði Gunnar Gunnarsson liðs- stjóri KR. „Bæði liðin léku sterkan varn- arleik og ég tel til dæmis að okkur hafi tekizt að halda Völsurunum vel niðri þannig að þeir náðu sér aldrei almenni-. lega á strik í sókninni. Ég tel að leikir i úrvalsdeildinni finnist ekki nema með sterkri vörn. Á hana höfumvíðKR ingar lagt mikla áherzlu og megum við ve! við una i þeim efnum,”sagðiGunnarGunn- arsson að lokum. Tim Dwyer var stigahæstur Vals- manna með 20 stig, Kristján Agústsson gerði 19, Þórir Magnússon 12 og Torfi Magnússon 10. John Hudson var stiga- hæstur KR-inga með 27, Jón Sigurðsson gerði 20 og Einar Bollason 10. -ÓG Þæra-þýzku hrepptu HM-titilinn A-Þýzkaland varö heimsmeistari í handknattlcik kvenna, sem lauk i gær i Tékkóslóvakiu. A-þýzku stúlkurnar sigruðu þær tékknesku i síðasta leik sin- um, 16—12, og sá sigur dugði þeim. Þrátt fyrír stórsigur sovézku stúlknanna 1 síðasta lcik sinum, 17—5 gegn Pól- landi, þá dugði það ekki til — þær a- þýzku sigruðu á betra markahlutfalli. Úrslit síðustu leikja urðu: Ungverjaland — Júgóslavia 14—12 Sovétrikin — Pólland 17—5 A-Þýzkaland — Tékkóslóvakia 16—12 Lokastaða sex efstu þjóðanna varð: A-Þýzkaland 5 4 0 1 8 Sovétríkin 5 4 0 1 8 Ungverjaland 5 3 0 2 6 Tékkóslóvakia 5 2 12 5 Júgóslavía 5 113 3 Pólland 5 0 0 5 0 Örvæntingarsvipurinn leynir sér ekki i svip Lárusar Hólm, Val, eftir að Jón Sigurðs- son, KR, er kominn framhjá og i örugga skotstöðu enda brást honum ekki bogalistin og breytti stöðunni í 40 stig gegn 38 sinum mönnum i vil. DB-mynd Hörður. Ætlum að vinna Norðmenn og Dani —segir Gunnar Gunnarsson annar þjálfari unglingalandsliðsins „Cg tel að við séum með jafnsterkara lið en áður og við stefnum að því að ná þriðja sæti á Norðurlandamótinu,” sagði Gunnar Gunnarsson, annar þjálf- ara unglingalandsliðsins i körfubolta, en það mun taka þátt i Norðurlandamótinu sem haldið verður I Lahti i Finnlandi dagana 5. til 7. janúar næstkomandi. Verður þetta fjórða Norðurlanda- mótið en hið þriðja sem Islendingar taka þátt i. íslendingar urðu í fjórða sæti árið l975og 1977. Gunnar sagði að að vísu vissu þeir ekki mikið um styrkleika annarra Norðurlandaþjóða nema að Finnar og Svíar væru örugglega sterkastir en óvist um hve sterkum liðum Norðmenn og Danir gætu teflt fram. „Við stefnum aftur á móti að sigri gegn liðum þeirra beggja,” sagði Gunnar. Íslenzka liðið verður skipað þessum leikmönnum: Einar Ó. Steinsson ÍBK, Flosi Sigurðsson Fram, Guðbrandur Sigurðsson Fram, Guðjón M. Þorsteins- son UMFN, Jón H. Steingrimsson Ár- manni, Kristján Arason Haukum, Sigurður Bjarnason ÍR, Sigurður Sig urðsson ÍBK, Sigurjón Sigurðsson ÍR. Sveinn Sigurbergsson Haukum og Valdi- mar K. Guðlaugsson Ármanni. Þjálfarar liðsins eru Gunnar Gunnarsson og Ingvar S. Jónsson. Jón Otti Ólafsson verður dómari á mótinu. Unglingalandsliðið hefuræft vikulega frá þvi i september siðastliðnum. Auk þess hefur liðið leikið æfingaleiki við meistaraflokkslið. 28. desember næstkomandi verður haldið hraðmót til fjáröflunar fyrir ungl- ingalandsliðið. Þar taka þátt flest sterk- ustu meistaraflokkslið landsins. Leikið verður i 2x12 mínútur með útsláttar- fyrirkomulagi. Aðeins verða leyfðar þrjárvilluráhvernleikmann. -ÓG Fram af mesta hættu svæði 1. deildar —eftir 20-19 sigur gegn nýliðum HK Fram lagaði stöðu sina verulega i 1. deild íslandsmótsins með sigri gegn ný- liðum HK að Varmá i Mosfellssvcit, 20- 19. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna og raunar var siðasta mark HK með óvenjulegum hætti, að ekki sé meira sagt, að loknum vcnjuleg- um leiktima! Fram fékk aukakast við eigin vitatcig og timinn var runninn út. Hinn ungi varamarkvörður Fram, Gissur Ágústsson, fagnaði sigri, hélt leikinn búinn og kastaði knettinum aftur fyrir sig, og í eigið net! Ágætir dómarar, þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Krist- ján örn, bentu á miðju — dæmdu mark. Leikmenn Fram mótmæltu, en markið skipti ekki máli — sigur Fram var i höfn. En hvað hefði gerzt hefði aðeins eitt mark skilið, og HK jafnað með þessu marki? Sumir lcikmanna Fram mót- mæltu ákaft, en sennilega hefðu mótmæli. þeirra orðið mun háværari, að ekki sé meira sagt, hefði markið reynzt jöfn- unarmark! Fram fór þvi með tvö dýrmæt stig úr Mosfellssveit, hefur hlotið 6 stig en HK vermir nú botnsætið í I. deild ásamt hinum nýliðunum, Fylki. Fyrri hálfleik- ur viðureignar HK og Fram var ákaf- lega jafn, jafnt á öllum tölum frá 2-2 upp í 9-9 en Fram átti siðasta orðið í fyrri hálfleik, 10-9 i leikhléi Fram í vil. Það reyndist HK afdrifarikt að liðið misnot aði þrjú vítaköst í fyrri hálfleik. Fram gerði siðan raunverulega út um leikinn á fyrstu 15 mínútum siðari hálf- leiks. Á þeim tima skoraði HK aðeins eitt mark, sókn HK var ráðleysisleg, vantaði illa skyttur, lítil ógnun úr liorn- um, og linumenn nánast óvirkir. Á þess- um tima breytti Fram stöðunni úr 10-9 í 15-10 og sigurinn nánast í höfn. HK náði að minnka muninn i tvö mörk, 17- 15, 19-17 en Erlendur Davíðsson kom Fram enn yfir þrjú mörk með góðu gegnumbroti, 20-17. Síðasta orðið átti HK, Björn Blöndal minnkaöi muninn i 20-18 og Fram með knöttinn. Sekúnd- urnar tifuðu hver af annarri. Fram missti knöttinn, HK brunaði upp en hraðaupphlaupið fór út um þúfur, auka- kast dæmt á HK. Þá gall flauta tíma- varðar og Gissur varamarkvörður í gleði sinni og þar sem hann hélt leikinn búinn kastaði i eigið net — furðulegt mark! Sigur Fram engu að siður í höfn. Lið Fram og HK eru ýmislegt svipuð. Bæði félög eru að byggja upp ung lið, efnileg lið. En Fram er stórt félag á gömlum merg, og þeir Sigurbergur Sig- steinsson, Pétur Jóhannsson og Guðjón Erlendsson eru drjúgir með sína miklu leikreynslu. Annars er liðið skipað ung- um leikmönnum, efnilegum piltum, eins og Gústafi Björnssyni, Atla Hilmarssyni og Birgi Jóhannssyni. Framtiðin er björt — það þarf að halda rétt á spilunum. HK á hinn bóginri hefur ekki „tradisjón" á bak við sig. Þannig reyndist það HK ákaflega dýrkeypt að landsliðsmaður HK, Hilmar Sigurgisla- son, gat ekki leikið vegna meiðsla. Eng- inn til að taka stöðu hans, ekki nóg breidd fyrir hendi. Þeir Stefán Halldórs- son og Jón Einarsson eru athyglisverðir leikmenn, mjög efnilegir. HK hefur nú hlotið 3 stig úr 6 leikjum, og vermir botnsætið ásamt Fylki. Það cr erfiður vetur framundan hjá HK og reynir veru- lega á hina ungu leikmenn hvort þeir standasteldraun l.deildar. Mörk HK skoruðu: Stefán Halldórs- son 6, Jón Einarsson 4, Björn Blöndal og Ragnar Ólafsson 3, eitt víti hvor. Krist- inn Ólafsson, Friðjón Jónsson og svo sjálfsmarkið hans Gissurar — I mark hver. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 6, 3 víti, Atli Hilmarsson 6. Birgir Jóhanns’- son 3, Erlendur Daviðsson, Pétur Jóhannsson 2 hvor, Sigurbergur I mark. Kristján örn og Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdu. Þeir dæmdu 5 víti á Fram, 3 á HK. Ráku 3 leikmenn Fram útaf, engan frá HK. - H Halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.