Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978.
Frrnnkvmd—tjóri: Svsinn R. EyjóHssón. RKstjóri: Jónas KrtstJSnsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RKstjómarfultrúi: Haukur Hslgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó-
hannas RaykdaL iþróttín Halur Simonarson. Aðstoóarfréttastjóran AtU Stainarsson og ómar Vakli-
marsson. Marmingarmái: Aðabtainn IngóHsson. Handrit Ásgrimgr Pálsson.
Blaðamarm: Aitna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttfc, Eln Afcarts-
dóttfc, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaMsson, Haigi Pétursson, Jónas Haraldsson,
ólafur Gafcsson, óiafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pilsson.
Ljósmyncfir Ari Kristinsson, Ami Páll Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamleifsson, Hörður VUhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkari: Práinn Þoriaifsson.Gókistjóri: Ingvár Svainsson. uralfing-
arstjóri: Már E.M. Haldórsson.
Rhstjóm Siðumúia 12. Afgraiðsla, áskriftadafid, auglýslngar og skrifstofur Þvarholti 11. . _ _
ÁOabimi blaðains ar 27022 (10 #nurt. Aakrift 2400 kr. á mfcnuði inJphlMKh. ijatriatðlu 120 kr. akiuírtO.
Satning og umbrot Dagblaöið hf. Stðumúla 12. Mynda- og plötbgarð: Hlmfc hf. Siöumóla 12. Prantun:
^Árvakur hf. Skarfunni 10.
Uggvænleg framtíðarspá
Lífskjör íslendinga munu fara
versnandi hér eftir, ef hvorki tekst að
halda fiskstofnunum í lagi né byggja upp
orkufreka stóriðju í landinu.
Þetta er ein af niðurstöðum Ágústs
Valfells prófessors í skýrslu, sem hann
hefur samið um „ísland 2000”. Þar kemur fram, að
margvíslegar hættur verða á vegi þjóðarinnar á næstu
áratugum.
Ástandið verður nokkru skárra en ekki miklu skárrc
til lengdar, ef okkur tekst að vernda fiskstofnana. Þá má
búast við, að lífskjör haldi áfram að batna fram undir
árið 1990 og að þau verði þá orðin rúmlega 20% betri en'
nú.
Þar með verða líka fullnýttar allar orkulindir
íslendinga aðrar en vatns- og jarðvarmaorka. Með vax-
andi fólksfjölda eftir árið 1990 munu lífskjörin síðan fara
versnandi, nema ráð séu í tíma tekin.
Um leið þarf að fást við annað vandamál, sem er í
uppsiglingu. Búast má við olíuskorti í heiminum árið
1985 eða síðar. Þótt skorturinn komi síðar í ljós, er ljóst,
að á næsta áratug mun olía halda áfram að hækka í
verði.
Þessi þróun mun rýra lífskjör okkar, nema við förum
að búa okkur undir að framleiða sjálfir eldsneyti úr
vatnsorku. Nota má vetni, ef vélum skipa, flugvéla og
bíla verður breytt. En einnig er hægt að vinna venjulegt
bensin og gasolíu úr vetninu.
Ágúst Valfells telur, að framleiðslukostnaður íslenzks
bensíns verði um 56 krónur á lítra á núverandi verðlagi.
Það er heldur dýrara en það 40 króna bensín, sem við
flytjum nú inn. En samt kemur fyrr eða síðar að því, að
innlent bensín yrði ódýrara.
Það mun kosta þjóðina 15000 megavött af ónotaðri
vatnsorku að verða sjálfri sér nóg um eldsneyti. Þá verða
samt eftir 1500 megavött af ónotaðri vatnsorku og 4500
megavött af ónotuðum jarðvarma, sem Ágúst vill nota
til orkufreks efnaiðnaðar.
Hann telur heppilegt, að á næstu 20—30 árum verði
reistar hér á landi 15—22 stórar verksmiðjur af því tagi.
íslendingar geti sjálfir átt orkuverin og a.m.k. 20 af
verksmiðjunum. Með þessum hætti megi búa 70.000
— 100.000 manns til viðbótar góða lífsafkomu í landinu'.
Ágúst stingur upp á orkukeðju, þar sem fremst komi
stóriðja, en noti 200—250 stiga vatn, síðan hitaveita, er
noti 100 stiga vatn, þá ylrækt, er noti 40 stiga vatn og
loks fiskirækt er notið 15 stiga vatn. Þannig sé hægt að
nota sama vatnið aftur og aftur.
Með þessum hætti á að vera unnt að brauðfæða
300.000 manna þjóð um næstu aldamót og 340.000
manna þjóð árið 2010.
Með þessum hætti eiga lífskjörin árið 2010 að vera
orðin helmingi betri en þau eru nú. En þar með verður
líka hámarkinu náð. Eftir það munu lifskjörin versna,.
nema þjóðinni hafi hætt að fjölga um það leyti.
Auðlindirnar verða sem sagt fullnýttar.
„Lifsgæðiverðamest, þegar tiltölulega fáir einstakling-
ar nota háþróaða tækni til að framleiða mikið á hvern
einstakling, jafnframt því, sem þeir eru lausir við þau
vandamál, sem miklu þéttbýli fylgja, svo sem meiri nátt-
úruspjöll og mengun en ella,” sagði Ágúst í spá sinni.
Samkvæmt skýrslu hans þurfum við að halda fólks-
fjölgun í skefjum, hætta ofveiði, undirbúa eigin elds-
neytisvinnslu og efla orkufrekan efnaiðnað í sam-
vinnu við útlendinga, annars muni illa fara.
Ábendingar hans eru einkar umhugsunarverðar.
Rfna:
Miklar framfarir
við endurgræðslu
lima á líkamann
V-
r
Greint hefur verið frá þvi að tekizt
hafi í mörgum borgum og fylkjum
Kína að græða limi sem hafa verið frá
likamanum, aftur á likamann. Er sagt
að þetta hafi verið gert frá því árið
1963, þegar dr. Tsén Tsjúmgvei,
læknir við Alþýðusjúkrahús nr. 6 í
Sjanghæ og starfsfélagar hans græddu
á verkamann hægri framhandlegg
hans sem hafði alveg rifnað af.
Árangursríkar aðgerðir af þessu tagi
eru nú orðnar rúmlega tvö þúsund.
Nokkur sýslu- og námusjúkrahús
ásamt farandlækningahópum á af-
skekktum svæðum hafa grætt á limi
sem hafa rifnaðaf.
Læknar héldu áður fyrr að limur
sem hafði verið aðskilinn frá
líkamanum lengur en I sex
klukkustundir yrði ekki græddur á
aftur. Nokkrum skurðlæknum í
Sjanghæ tókst að græða fót á hund, en
fóturinn hafði verið tekinn af og
geymdur í frysti i 108 klukkustundir.
Hundurinn náði sömu færni og áður í
að hlaupa og stökkva. Að mati
.vísindamanna útvíkkar þetta fræðileg-
an grundvöll fyrir möguleikum á að
græða á lim á sjúkrastofum, þótt
hann hefði verið aðskilinn frá
líkamanum i langan tima. Þetta leiddi
til þess að skurðlæknum tókst að
græða á limi sem höfðu verið án
blóðaðflutninga i 29 til 36 klukku-
stundir.
Þá kom til sögunnar tækninýjung
— autoplastiskur flutningur lima sem
höfðu rifnað frá likamanum. Árið
1971 tókst vísindamönnum við lækna-
skólann í Tsékiang að græða vinstri
fót, sem hafði rifnað frá likamanum,
við stúfinn eftir hægri fótinn. Árið
1972 tókst skurðlæknum i Pekingborg
einnig að leysa af hendi svipaða
aðgerð. Sveitakonan Tsví Vöntsih
hafði orðið fyrir lest og misst báða
fætur. Vinstri fóturinn var algjörlega
ónýtur. Hægri fótleggurinn var einnig
nær ónýtur. Skurðlæknar græddu
hægri fótinn viðstúfinn af vinstra fæti
hennar, svo að hún hefði þó annan
fótinn heilan. Eftir nokkurra mánaða.
umönnun var settur á sjúklinginn
gervihægrifótur og hún varð fær um
að ganga upp og niður stiga.
í júní 1964 urðu læknar á sjúkra-
húsi læknaskólans í Hópeiborg fyrstir
til að græða á löngutöng sem hafði
rifnað af. Sjö mánuðum siðar græddu
læknar á Alþýðusjúkrahúsinu í Sjang-
hæborg fingur á mann.
Lykillinn að vel heppnaðri ágræðslu
fingra mun vera að sameina sundur-
skornar æðar, sem hver um sig er um
það bil fjórðungur af þvermáli eld-
BILABRASK
í viðskiptum sem öðrum sam-
skiptum mannanna verður stundum
vart óheiðarleika, enda freistingin
sumumsvostór aö samviskan þokar.
Það er hins vegar sorglegt, þegar
þjóðfélagsaðstæður verða til þess að
létta leik svindlaranna, en þær eiga
örugglega sinn þátt í hinum mikla
fjölda svindl- og svikamála, sem nú
verður uppvist um i viðskiptum með
notaða bíla.
Bilabrask er ekki nýtt af nálinni, en
hefur örugglega aukist síðustu ár með
auknum fjárráðum, meiri bilaeign
landsmanna og vegna verðlagsþróun-
arinnar — bandóðaverðbólgunnar.
Verðbólgan rugl-
ar verðskyn
Oft er gert að því gys, hversu
auðvelt sé að blekkja „sveita-
manninn”, og er þá átt við, að
ýmislegt úr „menningu” stórborg-
arinnar sé honum framandi. En menn
þurfa ekki að vera „sveitamenn” til
þess að missa allt verðskyn á bíla
frekar en aðra hluti. Hækkanir á þeim
eru sist minni en á öðrum hlutum, og á
það jafnt við um nýja og notaða bíla.
Er þvi næsta auðvelt fyrir óprúttna
menn að telja seljendum notaðra bíla
trú um, að hækkunin milli ára sé
minni en hún raunverulega er.
Seljendum finnst ef til vill bara gott
að geta selt fyrir fleiri krónur en keypt
hafði verið, og eru þar með orðnir
auðveld bráð bílabraskaranna. Á
svipaðan hátt eru svo kaupendur
blekktir, nema hvað þeir eru látnir
kaupa dýrt.
Hinar þjóðfélagslegu aðstæður —
verðbólgan og fylgifiskur hennar,
ruglað verðskyn — hafa hér lagt
drjúga hönd á plóg bílabraskaranna.
Skattasirkusinn
1 landinu gilda enn skattalög, sem
kveða á um að „hagnaður” af sölu bils
skuli skattlagður, ef billinn er seldur
innan tveggja ára frá þeim degi sem
hann var keyptur. Þessi „hagnaður” er
reiknaður i krónutölu og ekkert tillit
tekið til þess, að raunverð notaðs bíls
er lægra við endursöluna, enda þótt
Kjallarinn
LeóLLöve
krónurnar, sem fyrir hann fást séu
fleiri en var við kaupin á sínum tima.
Á hverju ári skipta þúsundir bíla
um eigendur. Drjúgur hluti þessara
bíla hefur ekki verið 2 ár í eigu seljand-
ans, og hvað skyldi það hafa þýtt?
Jú, til skatts var ekki gefið upp allt
söluverðið, sem þýðir að
krónutöluhækkunin var borguð
„undir borðið” til þess að forðast rang-
láta skattlagningu. Þetta finnst
mönnum sjálfsagt að gera, það er talið
sjálfsagt að brjóta lög sem eru svona
vitlaus. En það er ekki bara hinn
almenni seljandi sem notar þessa
aðferð. 1 skjóli almenningsálitsins á
skattalögunum felur bílabraskarinn
gróða sinn, og þar er um að ræða
raunverulegan gróða.
Þarna hefur þjóðfélagið aftur
brugðist almenningi, en veitt vatni á
myllu braskaranna. Vonandi setja
nýju skattalögin undir þennan leka —
verði þau ekki of flókin I framkvæmd.
„Opin afsöl"
Nefnd hafaverið tvö atriði, sem bílá-
bröskurunum koma að góðu gagni
við iðju sína, en „sköpunarverk” sitt
fullkomna þeir með hinum svonefndu
„opnu afsölum”.
Það er ekki víst, að allir viti hvað
„opið afsal” þýðir. Það þýðir, að
seljandinn hefur fært inn á afsalið
söluverð — það sem gefa á upp til
skatts — og undirritað söluskuld-
bindingar sinar, án þess að kaupandi
hafi ritað undir. Hvers vegna menn
gera slikt skal ég ekki um segja, en
skyldi sá maður, sem þegar hefur sett
falska tölu í afsalið, bera svo mikla
virðingu fyrir þeim pappír, að hann
geri lokun afsalsins að úrslitaatriði við
kaupin?
Kaupi bílabraskari bíl með þessum
hætti, ritar hann alls ekki sitt eigið
nafn sem kaupandi, heldur geymir
skjölin óútfyllt þar til hann selurbílinn
öðrum manni, og er sá látinn skrifa
undir. Allt lítur út eins og upphaflegi
seljandinn hafi selt nýja kaupandan-
um beint, og bilabraskarinn þar hvergi
komið nærri. Hann er eins og færasti
sjónhverfingamaður, sem hverfur
sporlaust með gróðann — og allt
virðist með felldu gagnvart yfir-
völdunum.
Líftrygging
braskaranna
Viðskiptamenn braskaranna eru
þeir einu sem hafa möguleika á að
koma upp um þá. En hver er þeirra
aðstaða? Að sanna nokkuð á
sjónhverfingamann er erfitt, en fleira
kemur til, sem aftrar þeim frá að kæra,
'"■,m ' 111 *
„Krónutöluhækkunin borguð undir borðið.”
„Sköpunarverkið fullkomnað með opnum af-
sölum.”
„Étur verðbólgan börnin sín?”
V
—
m