Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978.
11
A A
áf
V
Pétur Gunnarsson
ÉG UM MlG FRÁMÉRTIIMÍN
í skáldsögunni Ég um mig frá mér til mín halda persónur og
leikendur úr Punktinum áfram feróalagi sínu gegnum lífiö, og
nýir farþegar slást í hópinn. í miöju atburóarásarinnar stendur
Andri, barmafullur af komplexum kynþroskaskeiósins —
búinn aö slíta barnsskónum án þess að passa í fullorðins-
skóna — eiginlega veit hann ekki í hvorn fótinn hann á að
stíga.
Þetta er sjálfstætt framhald af hinni frægu metsölubók
Péturs, Punktur punktur komma strik, sem kom út í þremur út-
gáfum á tæpum þremur mánuðum. Eignist nýju bókina áöur
en það verður um seinan.
ÉG UM MIG FRÁMÉRHL MÍN
PÉTUR GUNNARSSON
Bræóraborgarstíg 16 Síml 12923-19156
Ólafur Gunnarsson
MILLJÓN
PRÓSENT
MENN
Engilbert Ármannsson er stórkaupmaður,
peningafursti og milljón prósent maður
með dollaramerki í augunum og uppá-
tektasamur ýkjumaður. Kjartan er and-
stæða hans og á milli þeirra stendur
Ernir, sonur Kjartans. Hann langar til að
verða milljón prósent, en harin langar líka
til að verða skáld. Milljón prósent menn er
þroskasaga Ernis, en lýsir jafnframt heimi
peningamannsins á gráglettinn hátt og af
óbeislaðri gamansemi.
Þórarinn Eldjárn
VcakjQujumwl
„Disneyrímur eru stórviðburður, þær eru
spegill gerður úr orðum ...“
Ó.M.J. / Vísir
„Ég man ekki eftir bók sem ég hef haft
eins gaman af aö lesa upphátt...“
A.l. / Dagblaðið
„Samtíminn með róttækri félagslegri út-
tekt á fjölmiölum er viðfangsefni skálds-
ins, hiö nýja vín sem hellt er á gamla belgi
rímnakveöskapar... Þórarinn Eldjárn er
gamansamur í besta lagi... Disneyrímur
eru ortar af ærnum hagleik ..
Á.B. / Þjóðviljinn
Sálumessa 77
sk M l)S \C. \ l*( )KSTH\\
IDl W W'ION'SSC )\
Þorsteinn Antonsson
Sálumessa
Þau áttu allt til alls — einbýlishús og
nýjan bíl. Maður hennar rak eigið fyrir-
tæki sem gekk vel og þau áttu tvö' mann-
vænleg börn. Hvernig getur konu í þessari
aðstöðu dottið í hug að fyrirfara sér? Er
kannski hægt að krefjast einhvers meira
af lífinu?
Ung kona deyr um nótt í húsi í Reykjavík.
Lögreglan er kvödd á vettvang. Var þetta
slys? Óhappatilviljun? Morð? Daginn eftir
er handtékinn maður og hnepptur ígæslu-
varöhald. — En er hann sá seki?
Skátoaö i sköröin
Ási í Bæ segir frá aflakióm og
andans mönnum
Af sinni alkunnu frásagnargleöi og góð-
látlegu kímni bregðurÁsi upp hverri svip-
myndinni annarri fróölegri og skemmti-
legri af göldróttum forfeðrum, vinum,
kunningjum, furðufuglum, skáldum og
skipstjórum: Stefán Hörður Grímsson,
Steinn Steinarr, Sigurbjörn Sveinsson,
Baldvin Björnsson, Oddgeir Kristjánsson,
Árni úr Eyjum, Binni í Gröf, o.fl. o.fl. að
ógleymdum öilum yndislegu konunum
sem koma við sögu í þessari bráð-
skemmtilegu og fróðlegu bók.
Árni Elfar hefur myndskreytt bókina af
sannri virðingu fyrir efni hennar og anda.
ThorVilhjálmsson
KJARVAL
Þessi bók er ævintýri líkust, saga eins
mesta og einkennilegasta listamanns,
sem uppi hefur verið hér á landi, í með-
ferð höfundar, sem skrifar svipmestan og
hugmyndaríkastan stíl sinnar kynslóðar.
Thor rekur sögu Kjarvals, lýsir háttum
hans og list á afar persónulegan hátt,
gerir hvert smáatriði lifandi og sögulegt,
þó að stílNnn sé yfirleitt hraðari en oft
endranær í verkum hans. Að miklu leyti er
bókin sprottin af nánum kynnum þessara
manna, löngum samtölum þeirra og feröa-
lögumsaman.
Bókina prýða margar af hinum listrænu
Ijósmyndum, sem Jón Kaldal tók af
Kjarval.
BroddiJóhannesson
Q&li/ur
Fjölbreytt safn persónulegra hugleiðinga
og frásagna. í öguðu, listrænu ritformi
lýkur höfundur upp hug sínum fyrir les-
anda, iðulega með því að hnita saman
veigamikil sjónarmið og dýrmæta reynslu
eða minnileg atvik. Náin tengsl viö
náttúru landsins og líf þjóðarinnar, m.a.
starfshætti hennar, birtast hér með af-
brigóum vel. Öll er bókin mikilsvert fram-
lag til íslenskrar ritmenntar af skyldum
toga.
Broddi Jóhannesson
O‘blitur
Iðunn