Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 26

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 26
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FOREST FELL A ANFIELD —Tapaði í fyrsta sinn í 43. leiknum í deildarkeppninni. Fyrsti sigur Liverpool á Nottingham Forest í sjö leikjum Þá kom aö þvi að Nottingham Forcst tapaði lcik i ensku deilda- keppninni — jafnvel snilid Peters Shilton i marki gat ekki bjargað liði hans frá tapi gegn Evrópumeisturum Liverpool á Anfield á laugardag. Fyrsti tapleikur Englandsmeistara Forest frá þvi 19. nóvember 1977, þeg- ar þeir töpuðu fyrir Leeds á Elland Road — eða i 44 vikur. 42 leikir án taps og Forest bætti þar með met Leeds um átta leiki. Það var 34 leikir. Það merkilega er að þetta er fyrsti sigurleikur Liverpool gegn Notting- ham Forest frá því Forest komst í fyrstu deild á ný i fyrrasumar. Sjöundi leikur liðanna og Forest hafði ekki tapað i þeim sex fyrri — tveimur i deildakeppninni, ' tveimur i enska deildabikarnum og tveimur i Evrópu- bikarnum. Glæsilegur árangur gegn bezta liði Evrópu siðustu árin. Það hefði jafnvel verið ósanngjarnt að krefjast þess, að meisturum Forest — án fjögurra lykilmanna, Ken Burns, Tony Woodcock, Martin O’Neil og Colin Barrett — tækist að standa í Liverpool á laugardag. Í fyrri leikjunum sex hafði Liverpool aðeins skorað eitt mark gegn Forest — Steve Heighway i deildaleiknum i fyrra í Nottingham — en á laugardag skoraði Liverpool tvívegis án svars frá Nottingham Forest, 2—0. Terry McDermott skoraði bæði mörk Liver- pool — hið fyrra úr vítaspyrnu. Leikurinn hafði verið jafn fram að þeim tima, sem McDermott skoraði úr vítinu á 30. mín. Greinilegt að leik menn Liverpool yrðu að taka á honum stóra sinum ef þeir ætluðu að skora hjá Shilton. En á 30 mín. lék Kenny Dalglish á tvo varnarmenn Forest — lék inn i vítateiginn og þegar hann var að komast í skotfæri brá Archie Gemmill honum. Viti og litlu munaði að Shilton tækist að verja frá McDermott. Fyrsta mark Liverpool eftir 9 klst. leik gegn Forest. Forustan virkaði sem vita- mínsprauta á Ieikmenn Liverpool og þeir urðu mjög sókndjarfir. Tvö mörk höfðu verið skoruð í leiknum fyrir þetta atvik. Fyrst miðherjinn ungi, Steve Elliott hjá Forest, sem lék í stað Woodcock en dómarinn dæmdi markið af, þar sem hann taldi að brotið hefði verið á Ray Clemence, markverði Liverpool. Hitt markið skoraði Ray Kennedy fyrir Liverpool, greinilega rangstæður, svo enginn vafi var, þegar dómarinn dæmdi þá ekki mark. Spenna mikil og á 4. mín. var miðvöröur Forest. Larry Lloyd, bókaður. Hann lék áður fyrr með Liverpool. Sóknarloturnar buldu lengstum á vörn Nottingham. Forest og á 50.mín. innsiglaði McDermott sigurinn. Eftir innkast fékk Alan Kennedy, bak- vörðurinn, knöttinn, lék inn í víta- teiginn og spyrnti á mark Forest af stuttu færi. Shilton varði en knötturinn barst til McDermott, sem sendi hann i netið. Þrátt fyrir þunga sókn urðu mörk Liverpool ekki fleiri — en Clemence hafði lítið að gera í marki Liverpool. 51.469 áhorfendur fögnuðu mjög í leikslok — loksins hafði Liverpool tekizt að brjóta þá fjötra, sem Forest hafði. „The Forest- hoodoo” var úr sögunni. Liðin voru þannig skipuð. Liverpool. Clemence, Neal, Alan Kennedy, Thompson, Hansen, McDermott, Case, Souness, Dalglish, Ray Kennedy og Heighway. Forest. Shilton, Anderson, Clark, Needham, Lloyd, Gemmill, McGovern, Bowyer, Elliott, Birtles og Robertson. Litum á úrslitin áður en lengra er haldið. 1. deild Birmingham-Everton 1-3 Bolton-Wolves 3-1 Chelsea-Aston Villa 0—1 Coventry-QPR 1-0 Derby-Man. Utd. 1-3 Leeds-BristolCity 1 — 1 Liverpool-Nottm. For. 2-0 Man. City-Southampton 1-2 Norwich-Arsenal 0-0 Tottenham-lpswich 1-0 WBA-Middlesbro 2-1 2. deild Blackburn-Brighton 1 — 1 Bristol Rov.-Millwall 0—3 Cambridge-Oldham 3-3 Cardiff-Sunderland 1 — 1 Charlton-Sheff. Utd. 3-1 Leicester-Fulham frestað Luton-Preston 1-2 Newcastle-Stoke 2-0 Nott. Co.-C. Palace 0-0 Orient-Burnley 2-1 Wrexham-West Ham 4-3 3. deild Blackpool-Petcrbro 0-0 Carlisle-Exeter 1—1 Colchester-Bury 0-0 Lincoln-Oxford 2-2 Mansfield-Brentford 2-1 Plymouth-Watford 1 —1 Rotherham-Chesterfield 1—0 Sheff. Wed.-Chester Shrewsbury-Gillingham Swindon-Hull Walsall-Tranmere Föstudag: Southend-Swansea 4. deild Aldershot-Doncaster Bournemouth-York Crewe-Bradford Darlington-Wigan Grimsby-Newport Halifax-Reading Hartlepool-Wimbledon Hereford-Northampton Portsmouth-Huddersf. Port Vale-Stockport Rochadale-Barnsley T orq uay-Scun thorpe 0-0 1—1 2-0 2-0 0-2 2-1 1-2 1-2 1 — 1 1-0 0-0 1—1 4-3 1—0 2-1 0-3 0-1 Everton heldur sínu striki og vann sanngjarnan sigur i Birmingham. í fyrri hálfleiknum var jafnræði með liðunum en Trevor Ross skoraði úr vítaspyrnu fyrir Everton á 28. mín. eftir að markvörður Birmingham, Freeman, hafði fellt Bob Latchford. Þá virtist Latchford rangstæður. Trevor Francis lék með Birmingham á ný eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla — og var þrisvar nærri að skora i leiknum. í síðari hálfleiknum hafði Liverpoolliðið yfirburði. Colin Todd lék upp með knöttinn frá sínum vallarhelmingi á 55. mín. Komst í færi eftir samleik við Ross og Latchford og skoraði. Fyrsta mark hans hjá Everton síðan hann var seldur frá Derby, Alan Buckely minnkaði muninn i 2—1 en á 73.mín. skoraði Latchford, fyrrum dýrlingur í Birmingham, þriðja mark liðs síns eftir fyrirgjöf Dave Thomas. WBA þurfti mjög að hafa fyrir sigri sínum gegn Middlesbrough. Cyrille Regis skoraði á 22. min. eftir mistök lan Bailey bakvarðar og á 51. mín kom Len Cantello WBA í 2—0 með hörkuskoti utan vítateigs. Leikmenn Boro gáfust ekki upp. Mills átti skot í þverslá og bjargað var á marklínu frá Mickey Burns. Arsenal komst I fjórða sæti eftir að hafa hlotið heppnisstig í Norwich. „Maður hefði getað sofið 87 mín. leiksins og ekkert misst,” sagði frétta maður BBC — en spenna var hinar þrjár. Pat Jennings, markvörður Arsenal varði vítaspyrnu frá John Ryan og rétt í lokin skoraði Reeves að þvi er virtist gott mark fyrir Norwich — innan á stöng — en dómarinn dæmdi markið af. Þá voru mikil læti i Norwich. Robson, sem engin áhrif hafði á leikinn, var talinn rangstæður. Man. City, sem lék svo snilldarlega fyrr i vikunni gegn AC Milanó,tapaði á Maine Road fyrir Southampton. Fyrsti sigur Dýrlinganna á útivelli. Colin Viljoen sendi knöttinn i eigið mark á 34. mín. og siðan kom Phil Boyer Southampton i 2—0 áður en Paul Power skoraði eina mark City undir lokin. Hitt Manchesterliðið vann góðan sigur i Derby eftir að Gerry Daly hafði skoraði fyrir Derby strax á 2. mín. Sammy Mcllroy jafnaði á 42. min. eftir glæsileik nýja leikmannsins frá Wrexham, Mike Thomas. í byrjun síðari hálfleiks kom Jimmy Greenhoff United i 1—2 og á 60. min. skoraði Andy Ritchie — fyrsta markið, sem hann skorar fyrir Man. Utd. Á 78. min. var bakvörður Derby, David Langan, rekinn af velli fyrir brot á Thomas — en welski landsliðsmaðurinn hafði leikið hann grátt í leiknum. Botnliðin, Chelsea og Ulfarnir, voru óheppin að tapa. Chelsea fyrir Aston Villa á mjög vafasömu marki, sem Alan Evans skoraði á 15. mín. Línuvörðurinn veifaði en Clive Thomas, frægasti dómari Breta nú, ræddi ekki einu sinni við hann. Dæmdi mark — og áhorfendur piptu mjög á hann eftir atvikið. Jimmy Rimmer varði stórkostlega í marki Villa — einkum frá Walker og Stanley — og Chelsea hefði átt stig skilið. Alec Cropley lék með Villa á ný eftir árs fjarveru vegna fótbrots — og þess má geta að Chelsea hætti við að selja Ken Swain til Villa fyrir 100 þúsund sterlingspund. Úlfarnir léku ekki eins og botnlið i Bolton—en óheppni botn- liðsins elti þá. Roy Greaves skoraði fyrir Bolton á 35. mín. og Paul Bradshaw varði víti Frank Worthing- ton. En Bolton fékk annað víti í s.h. og þá skoraði Worthington. George Berry skoraði fyrir Úlafana en Alan Gowling innsiglaði sigur Bolton. Um aðra leiki er það að segja, að Tottenham sigraði Ipswich með marki John Pratt — Coventry QPR með marki svertingjars Gary Thomp- son á 60. mín, en Leeds tapaði ó- vænt stigi á heimavelli gegn Bristol City. Joe Royle skoraði fyrir Bristol- liðið á 25. mín. en Brian Flynn jafnaði tveimur mín. síðar og fleiri urðu ekki mörkin. DECCfl Wi Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgeröareiningum og fleiru. Tækið sem sameinar myndgæði og fallegt útlit. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð. FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ® Utsölustaðir viða um land. SENDUM BÆKUNGA 1 2. deild voru leikmenn efsta liðsins C. Palace ánægðir að ná stigi í Nottingham gegn County — en Stoke tapaði í Newcastle. Kapparnir kunnu, Peter Withe og John Conolly, skoruðu mörk Newcastle. Wrexham þýtur upp töfluna. Vann West Ham I spennandi leik. Komst I 4—1 áður en West Ham minnkaði muninn í 4—3. John Lyons skoraði þrennu fyrir Wrexham og Alan Hill eitt mark. Mörk Lundúna- liðsins skoruðu Cross, Lampart og Pop Robson. Mjög óvænt var að Bristol Rovers tapaði i fyrsta sinn á heima- velli — steinlá fyrir neösta liðinu, Millwall. Chatterton, víti, Mitchell og Chambers, viti, skoruðu mörk Millwall. Hjá Brighton var Maybank settur úr liðinu í fyrsta skipti og Ryan, sem tók stöðu hans, skoraði á 2. mín. Gamli kappinn J. Radford jafnaði fyrir Blackburn. Lið Nobby Stiles, Preston, vann óvæntan sigur i Luton. Mikarnir, Robinson, víti og Baxter skoruðu mörk Preston en Price fyrir Luton. Flannagan skoraði tvö af mörkum Charlton gegn Sheff. Utd., sem er nú að komast í alvarlega fallhættu. 1 3. deild skauzt Swansea upp i efsta sætið á föstudagskvöld með sigri i Southend. Alan Curlis skoraði bæði mörkin en á laugardag náði Watford efsta sætinu á ný. Gerði jafntefli I Plymouth. Bæði lið hafa 28 stig. Shrewsbury í þriðja sæti með 27 stig. í 4. deild er Wimbledon efst með 30 stig. Reading í öðru sæti með 28 stig og Portsmouth þriðja með 27 stig. Óvænt var að Halifax, lið George Kirby, náði jafntefli við Reading. Er þó langneðst með aðeins sjö stig. -hsím. íþróttir 19 14 18 11 17 10 18 8 17 7 18 8 l.deild Liverpool Everton WBA Arsenal Nott. For. Coventry Man. Utd. 18 8 Tottenham 18 8 Leeds 19 A.Villa 18 BristolCity 19 South.ton 19 Derby 19 Man. City 17 Norwich 17 Ipswich 19 Bolton 19 Middlesbro 18 5 QPR 18 Wolves 18 Birminghaml9 Chelsea 18 2. deild C. Palace Stoke West Ham Sunderland Notts. Co. Wrexham Brighton Fulham Newcastle Charlton Burnley Bristol Rov. Luton Orient Cambridge Oldham Leicester Preston Sheff. Utd. Blackburn Cardiff Millwall 19 19 19 19 19 8 18 8 19 8 18 8 2 44- 0 27- 2 3 1 4 4 4 6 5 7 7 9 6 5 28- 11 20- 10 25- 10 21- 9 13- 13 14- 13 18- 12 19- 33- 28- 19- 25- 27- 22- 34- 23- 22- 21- 25- 25- -8 31 -11 29 -14 25 -17 23 -II 23 -23 22 -28 22 -26 22 -25 20 -16 20 -22 19 -28 17 -37 17 -22 16 -28 16 -28 14 -37 14 -25 13 -23 12 -35 -23 -36 30- 25- 38- 30- 5 25- 4 24- 7 30- 5 24- 18- 32- 30- 29- 8 34- 9 22- 29- 25- 15- 26- 10 22- 9 20- 8 22- 12 17- -15 26 -19 24 -21 23 -23 23 -30 22 -16 21 -23 21 -19 21 -18 21 -23 20 -28 20 -34 19 -23 17 -24 17 -24 17 -31 17 -17 16 -35 14 -29 12 -33 12 -40 12 -33 II

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.