Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Iþróttif Iþróttir Iþróttir Axel meiddur Iþróttir Iþróttir „Ég cr talsvert smeykur 1 sambandi við þessi meiðsli mín I ökklanum. Ég gat ekki leikið með Dankersen á laug- ardag — kom aðeins inn á til að taka tvö víti. Ég fer til læknis núna á eftir til að láta athuga beinið. f fyrstu var talið að ökklinn væri aðeins bölginn eftir meiðsli, sem ég hlaut I leiknum gegn Hofweier, en sú bólga hefði þá átt að vera farín. Þetta er ekki nögu gott. Stórleikur við Gumm- ersbach nk. laugardag og svo landsleikirnir við Dani. Vona að ég geti verið með í þeim,” sagði Axel Axelsson, þegar DB ræddi við hann i morgun. Dankersen sigraði Jahn Gensungen á laugardag 20-14. öruggur sigur. Busch skoraði flest mörk eða sex. Van Open 3, Ólafur, Axel og Waltke 2 hver. Grambke komst I 4-0 á heimavelli gegn Grosswallstadt en tapaði samt 15- 17. „Ég sá leikinn i sjónvarpi og Björgvin átti mjög góðan leik. Var hælt í lýsingunni, svo og markverði Grambke. Björgvin skoraði fjögur mörk í leiknum,” sagði Axel enn- fremur. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau, að Hofweier vann Göppingen 24-16, Kiel vann Milbertshofen 19-16, Rint- heim vann Hiittenberg 18-14 enLeverkusen tapaði heima fyrir Nettelsted 14-16. Stórsigur Dundee Utd. á Rangers Efsta liðið á Skotlandi, Dundce Utd. sigraöi Skotlands- meistara Glasgow Rangers i fyrsta skipti, síðan úrvals- deildin var stofnuð á laugardag. Þá var um stórsigur að ræða, 3—0 i Dundee. Dodds skoraði strax á 2. mín. fyrir United og Flemming kom heimaliðinu i 2—0 á 21. min. f síðari hálfleik skoraði nýi skozki landsliðsmaöurinn Narey þriðja mark Dundec-liðsins úr vitaspyrnu, sem dæmd var á Tom Forsyth. Þá urðu leikmenn Rangers reiðir — tveir bókaðir. Axel MacDonald og fyrirliðinn Dcrck Johnstone. Fimm voru bókaðir í leik Celtic og Aberdeen á Park- head i Glasgow, Sullivan, Miller og Jarvie hjá Aberdeen, Lynch og Alfie Conn hjá Celtic. Conn hafði komið inn sem varamaður og varð vondur, þegar augljósri víta- spyrnu á Berdeen var sleppt. Það urðu líka 24 þúsund áhorfendur á Parkhead. Ekkert mark var skorað i leikn- um. Úrslit á laugardag í úrvalsdeildinni urðu þessi: Celtic — Aberdeen 0—0 Dundee Utd. — Rangers 3—0 Hibernian — Motherwell 2—2 Partick — Morton 2—1 St. Mirren — Hearts 4—0 Partick Thistle skauzt upp í annað sæti með sigri á Morton. Houston og Alec Scott skoruðu — en Hibernian tapaði stigi gegn neðsta liðinu, Motherwell, í Edinborg. Pettigrew skoraði bæði mörk Motherwell — hið fyrra eftir 70 sek. en Hutchinson og Higgins skoruðu fyrir Hibernian. St. Mirren vann stórsigur á hinu Edinborgar- liðinu Hearts. Stark skoraði tvö af mörkum St. Mirren. Staðan er nú þannig: Dundee Utd. 16 7 6 3 22-14 20 Partick 16 8 3 5 17-14 19 Aberdeen 16 6 6 4 28-16 18 Celtic 16 7 4 5 25-19 18 St. Mirren 16 7 3 6 19-16 17 Rangers 16 4 8 4 16-15 16 Morton 16 5 5 6 20-24 15 Hibernian 16 4 7 5 18-21 15 Hearts 16 5 4 7 19-29 14 Motherwell 16 3 2 II 16-33 8 Valur sigraði KRstórt Valur vann öruggan sigur á KR I 1. deild kvenna I gær- kvöld, 17-8. Það leit ekki út fyrír jafn mörg mörk og raun varð á, þvi i leikhléi var staðan jöfn, 4-4. En Valsstúlkurn- ar tóku öll völd I siðarí hálfleik og skoruðu hvert markið á fætur öðru, öruggur sigur, 17-8. Mörk Vals: Harpa Guðmundsdóttir 6, 2 víti, Björg Guðmundsdóttir 4, 1 viti, Oddný Sigurðardóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir og Ágústa Dúa Jónsdóttir 2 hvor. Mörk KR: Arna Garðarsdóttir 3, Hansina Melsted 2, Olga Garðarsdóttir, Margrét Krístmannsdóttir og Karólina Jónsdóttir 1 mark hver. - HJ Haukar og Breiðablik skildu jöf n Brciðablik og Haukar skildu jöfn i 1. deild fslandsmöts- ins i handknattleik kvenna um helgina, 10-10. Haukar höfðu náð yflrburðastöðu i leikhléi, 7-3, en Blikarnir mættu ákveðnir til leiks og tókst að jafna metin. Mörk Hauka skoruðu: Margrét Thcódórsdóttir, Svan- hildur Guðlaugsdóttir 3, Halldóra Mathiesen 2, Kolbrún Jónsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir 1 mark hvor. Mörk BreiðabUks: Hrefna Snæhólm 4, Hulda HaUdórsdóttir og Alda Helgadóttir 2, Sigurborg Davfðsdóttir og Ása Al- freðsdóttir 1 mark hvor. -HJ reception UPPLÝSINGAR Samningafundir voru á Hótel Loftleiðum í gær — framkvæmdastjóri La Louviere ræddi þá við Keflvlkinga. Talið frá vinstri: Heiman, La Louviere, Guðgeir Leifsson, Bjarni Albertsson, faðir Þorsteins, Árni Þorgrímsson, Þorsteinn Bjarnason og Hafsteinn Guðmundsson. DB-myndir Bjarnleifur Janus skoraði með varaliði Standard —og miklar líkur á aft hann gerist atvinnumaður hjá félaginu. Standard keypti í síftustu viku vestur-þýzka landsliftsmanmnn Kostedde „Ég hef trú á þvi að Janus Guðlaugs- son geti náð góðum árangri I atvinnu- mennsku hvort sem það verður hjá Standard, La Louviere eða einhverju öðru félagi I Belglu. Hann er ákveðinn að fara út I atvinnumennsku en ég veit ekki hvernig máUn standa hjá honum og Petit, framkvæmdastjóra Standard,” sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar DB ræddi við hann i gær. Þórvann ÍR á Akureyri Þór vann ÍR með eins stigs mun I æsi- spennandi leik I úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á Akureyri á laugardag 76—75 eftir að ÍR hafði haft tvö stig yfir i hálf- leik, 38—36. Mark Stewart, Banda- ríkjamaðurinn i liði ÍR, meiddist í upp- hitun fyrir leikinn og gat ekki leikið. Greinilegt að hann ætlaði sér oft inn á en gat það ekki. Það munaði miklu fyrir ÍR. í fyrri hálfleiknum var aðeins einu sinni jafnt, fyrir utan byrjunina, en ann ars hafði lR alltaf yfir. Mest 10 stig. 1 byrjun s.h. komst Þór yfir, 42—40 á 3ju mín. en ÍR komst fljótt yfir aftur. Mest í sjö stig. En Þór seig framúr undir lokin. Komst i 74—71 og þá voru 37 sek. eftir. Þór var með knöttinn — missti hann og ÍR minnkaði muninn i 74—73. 11 sek. eftir og Þór fékk tvö víti. Jón Indriðason skoraöi úr báðum — en þegar 2—3 sek. voru eftir fékk ÍR tvö viti og Kolbeinn Kristinsson skoraði úr þeim. Lokatölur 76-75. Flest stig Þórs skoraði Mark Christ- iensen 32. Birgir Rafnsson 16, Eiríkur Sigurðsson 12, Jón Indriðason 10, Karl Ólafsson 4 og Þröstur Guðjónsson 2. Stig lR skoruðu Kristinn Jörundsson 26, Kolbeinn, bezti maður liðsins 25, Jón Jörundsson 16, Erlendur 6 og Stefán Kristjánsson 2. -StA. ,Ég sá Janus leika með varaliði Stand- ard hér i Liege á laugardag gegn Molen- beek. Hann stóðsig ágætlega. Lék tengi-, lið og skoraði annað mark Standard í leiknum og liðið sigraði Molenbeek 2— I. Ég er ekki í vafa um að Janus getur unnið sér sæti í aðalliði Standard. Hann er það sterkur leikmaður og komst prýði- lega frá þessum leik þó hann hafi ekki æft knattspymu síðustu mánuðina — og það þó völlurinn væri mjög erfiður. Ég veit að hann á að tala við Petit nánar á morgun — mánudag — og þá kemur væntanlega niðurstaða í málið. Mér er kunnugt um að Petit vildi hafa Janus áfram þessa viku í Liege en Janus verður að fara heim til íslands fyrr — sennilega á þriðjudag,” sagði Ásgeir ennfremur. Eins og kemur fram hér á öðrum stað í opnunni bauð La Louviere Janusi samning fyrir nokkrum dögum úti í Belgíu. Janus hafnaði þeim samningi á þeirri forsendu, að því er DB hefur frétt, að hann hefði fengið betra tilboð frá Standard Liege. Það mál átti hins vegar að skýrast betur í morgun en ekki tókst að ná sambandi við Petit eða Janus til að fá nánari fréttir af málinu. Þess má geta — eins og reyndar hefur komið fram hér í blaðinu — að Janus leitaði til Alberts Guðmundssonar, sem siðan kom honum á framfæri við Standard. Þegar DB ræddi við Albert í morgun hafði hann heldur ekki náð símasambandi við Petit, framkvæmdastjóra og eiganda Standard — en bjóst við að ná sambandi við hann siðar I dag. „Það var ágætt stig sem við hjá Stand- ard náðum í Brússel gegn Molenbeek — lékum upp á jafntefli og það var lítið um tækifæri í leiknum,” sagði-Ásgeir, þegar DB spurði hann um leik Molenbéek og Standard i 1. deildinni i Belgiu I gær. „Annars snérist allt um úrslitin óvæntu í Liege, þar sem FC Liege vann stórsigur á meisturum Anderlecht, 4—0. Það var óvænt eftir hinn góða sigur Anderlecht fyrr i vikunni á Liverpool I stórbikar Evrópu. Hins vegar veit ég lítið hvað skeði I leiknum. Honum var ekki sjón- varpað. Lokeren gerði jafntefli á útivelli. Arnór Guðjohnsen hefur staðið sig ágætlega í leikjum sinum með Lokeren og fengið lof í belgisku blöðunum. Hann er bráðefnilegur leikmaður,” sagði Ás- geir ennfremur. „Spenna er mikil í 1. deildinni hér i Belgíu og um næstu helgi verður stór- leikur hér í Liege. Þá kemur efsta liðið i 1. deild, Beveren, í heimsókn. Það verður áreiðanlega troðfullur völlur áhorfenda. Með Standard leikur þá í fyrsta sinn vestur-þýzki landsliðsmaður- inn Erwin Kostedde. Hann var keyptur frá Borussia Dortmund í síðustu viku. Kostedde er svertingi, 32ja ára að aldri, og er fyrsti og eini svertinginn, sem val- inn hefur verið í vestur-þýzka landsliðið í knattspyrnu. Snjall leikmaður að sögn, sem Standard bindur miklar vonir við — enda þörf á því að hressa upp á framlín- una. Auk þess eru tveir aðrir útlending- ar á bókum Standard en ég telst ekki lengur til útlendinga, þar sem ég hef verið lengur en fimm ár í Belgíu. Hinir tveir eru Dematos frá Portúgal, sem er fastur maður I liði Standard, og Onal, vestur-þýzkur leikmaður, sem Standard fékk frá Bayern MUnchen. Hann hefur litið leikið I aðalliðinu vegna meiðsla. Þrír útlendingar mega lejka í liðum í Belgíu,” sagði Ásgeir að lokum. Staðan Staðani l.deild er nú: Valur Vikingur FH Haukar Fram ÍR Fylkir HK 99-84 9 133-122 9 120-102 8 146-145 6 119-126 6 105- 117 4 107-116 3 106- 122 3 Anderlecht steinlá Það var talsvert um óvænt úrslit 11. deildinni belgísku I gær en ekkert þó á Beveren 16 20-11 23 við stórsigur FC Liege gegn Anderlecht Antwerpen 16 20—13 20 4—0. Standard gerði jafntefli I Brussel Anderlecht 16 39-22 19 við Molenbeek — og Lokeren gerði FC Brugge 16 22-16 19 einnig jafntefli á útivelli. Ekkert mark Beringen 16 20-17 19 skorað I þessum leikjum. La Louviere Standard 16 22-16 18 vann sigur á heimavelli og fékk ekki á sig Waterschei 16 19-13 18 mark, sem þykir tiðindum sæta. Molenbeek 16 22-18 18 Úrslit urðu þessi: Lokeren 16 19-17 18 Antwerpen—Beerschot 2-2 Beerschot 16 22-21 16 Beveren—Courtrai 5-0 Lierse 16 21-23 14 Molenbeek—Standard 0-0 Winterslag 16 20—22 14 FC Brugge — Lierse 2-1 Waregem 16 13-21 14 FC Liege—Anderlecht 4-0 Charleroi 16 16-24 13 Waregem—Lokeren 0-0 La Louviere 16 23—36 12 Beringen—Berchem 3-0 Beerschem 16 11-24 11 Waterschei—Charleroi 0-0 FC Liege 16 19-28 11 La Louviere—Winterslag 2-0 Coutrai 15 7-24 8 Staðan er nú þannig: DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. 25 Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir i Framkvæmdastjóri La Lou- viere kominn til samninga - Ræddi við Karl Þórðarson og Þorstein Bjarnason um helgina—og heldur áf ram viðræðum í dag. Hins vegar stendur tilboð La Louviere í Janus Guðlaugsson ekki lengur. Janus f ékk betra tilboð f rá Standard „Það hefur gengið taistvert saman og málinu miðar vel áfram. t dag verða aftur fundir með Heiman, framkvæmda- stjóra La Louviere en ég get ekki alveg fullyrt að það verði gengið frá samningi minum við belgiska félagið,” sagði Þor- steinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður i knattspyrnunni, þegar DB ræddi við hann í gær. Heiman kom til íslands á laugardag ásamt Guðgciri Leifssyni en eins og kunnugt er hefur belgíska félagið boðið þremur íslenzkum knattspyrnu- mönnum atvinnumannasamning hjá félaginu — þeim Þorsteini, Karli Þórðar- syni og Janusi Guðlaugssyni. „Ég er ákaflega spenntur vegna þess- ara mála — en mun ekki gera neitt í sambandi við La Louviere fyrr en Gylfi Þórðarson, formaður knattspyrnuráðs Akraness, kemur aftur frá Hollandi. Það verður væntanlega á þriðjudag en Gylfi fór til Hollands á föstudag til viðræðna við Stephan, framkvæmdastjóra Feyen- oord,” sagði Karl Þórðarson, þegar DB ræddi við hann í gær. Karl kom til Reykjavíkur á laugardag og ræddi þá við Heiman, framkvæmdastjóra La Louvi- ere, sem bauð Karli samning. Heiman skyldi vel aðstöðu Karls — og ekkert verður því frekar gert í málinu fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Það var talsvert gert úr því i hol- lenzku blöðunum á föstudag að Feyen- oord hefði fengið atvinnuleyfi fyrir Karl I Hollandi og þvi slegið upp að hann myndi koma til Feyenoord," sagði Pétur Pétursson, þegar DB ræddi við hann í sima i Rotterdam í morgun. Að öðru leyti sagðist Pétur ekkert vita um málið — og Karl sagðist ekki vita annað um málið en að Feyenoord hefði unnið að því að útvega honum atvinnuleyfi í Hol- landi. Hins vegar kæmi væntanlega í Ijós hvað er að ske í sambandi við Feyenoord, þegar Gylfi kemur heim. Hann fór frá Hollandi í gær til Lundúna. Eftir þvi sem DB hefur frétt fór Gylfi til Rotterdam til að ræða um þjálfara- mál í A við Feyenoord — og fréttin um að Karl væri væntanlegur til Hollands birtist í hollenzku blöðunum áður en Gylfi kom þangað. Það er greinilegt að Stephan, framkvæmdastjóri Feyenoord, hefur haft sama hátt á og þegar hann réð Pétur til sín. Fréttin hafði birzt í hol- lenzku blöðunum um að Pétur hefði skrifað undir samning áður en til þess kom í Reykjavík. Það var þó i samráði við forustumenn á Akranesi — en nú lætur hann birta frétt um Karl án þess að hafa nokkuð rætt málið við Akurnes- inga. Hins vegar gengur honum áreiðan- legaekki nema gott til. Eins og áður segir kom Heiman til Reykjavíkur á laugardag — eða sex dög- um fyrr en hann ætlaði sér — og hóf strax viðræður við Karl og Þorstein. 1 fyrstu hafði verið ákveðið að Þorsteinn og jafnvel Karl — færu næstkomandi miðvikudag til La Louviere og kæmu aftur til Islands á föstudag ásamt fram- kvæmdastjóranum til samninga Ýmis- legt hefur skeð í sambandi við þessi mál og Heiman hraðaði þvi för sinni til Is- lands. Hann ræddi við forustumenn Armann vann Ármann sigraði Fram 99—93 í 1. deildinni I körfuknattleiknum á laugar- dag. Steve Johnson, svertinginn 1 liði Ár- manns, var stigahæstur Ármenninga I leiknum með 36 stig — en John Johnson skoraði mest fyrir Fram, eða 41 stig. Fram hefur kært úrsUt leiksins, þar sem Framarar telja að Steve Johnson sé ekki löglegur leikmaður hjá Ármanni. Óvænt úrsUt urðu i 1. deildinni i blaki á laugardag, þegar LaugdæUr sigruðu ÍS — stúdenta — með 3—0. Einstakar hrínur fóru þannig 15—8,15—7 og 15— 6. Þá sigraði Þróttur Mimi i blakinu 3— 0,15—10,15—8 og 15—2. Keflvikinga og Þorstein í gær — en þeir höfðu haft samráð við Albert Guð- mundsson um samning Þorsteins. í morgun hófust viðræður að nýju. Eins og DB skýrði frá í síðustu viku lagði La Louviere tilboð fyrir Janus Guðlaugsson i Belgíu en hann er sem kunnugt er staddur í Liege hjá Standard. La Louviere vildi fá ákveðið svar frá Janusi og samkvæmt áreiðanlegum fréttum, sem DB hefur fengið, hafnaði Janus tilboði La Louviere. Hann hafði þá fengið betra tilboð frá Standard, sem nú er í frekari athugun. La Louviere dró sig þá til baka I málinu og tilboð þess til Janusar stendur nú ekki lengur. Væntanlega getur DB skýrt betur frá gangi þessara mála á morgun og næstu daga — og þá hvort fleiri íslenzkir leik- menn koma inn I myndina hjá La Louviere. . þsim Guðgeir Leifsson, Þorsteinn Bjarnason og Heiman á Loftleiðahótelinu i gærkvöld. DB-mynd Bjarnleifur. Njarðvíkingar léku af kappi og forsjá —og sigruðu stúdenta með miklum mun, 117-95 Körfuknatttaikur, Úrvatadoild, UMFN - IS, 117- 95(48-441 „ÚrsUt leiksins sanna að UMFN hefur sterkasta Uðinu á að skipa i Úr- valsdeildinni nái það saman,” sagði Þor- steinn Bjarnason, sem nú sat á áhorf- endabekkjunum og horfði á félaga sina blátt áfram mala tS-liðið mélinu smærra I Njarðvfk á laugardaginn og UMFN hefur svo sterkum einstaklingum á að skipa að ekkert munar um þótt einn vanti.” Vonandi verða þessi orð Þor- steins, sem verið hefur einn af máttar- stólpum liðsins, Njarðvikingum til hug- hreystingar, en hann segir að öllum Uk- indum skilið við körfuknattleikinn að fullu þar sem hann er á förum til Belgíu sem atvinnumaður í knattspyrnu. í kveðjuskyni og sem þakklætisvott af- henti form. UMFN, Bogi Þorsteinsson, Þorsteini fagra styttu, körfuknattleiks- mann úr bronsi. Hvort sú stemmning sem afhendingin vakti örvaði UMFN til dáða skal ósagt látið, en liðið hefur sjaldan leikið af meira kappi og einnig með meiri forsjá. Áður en ÍS-leikmenn áttuðu sig, voru Njarðvíkingar komnir með tuttugu stiga forustu í fyrri hálfleik, 40-20, þegar mest var. Jónas Jóhannesson réði lögum og lofum í fráköstunum, sem hann gómaði 16 áður en hálfleik lauk og sex bætti hann við í þeim seinni, en alls urðu stig hans 19 í leiknum, svo að hann var maður dagsins I UMFN-Iiðinu. Hilmar Hafsteinsson lét reyndustu mennina hefja leikinn, Ted Bee, Gunnar Þorvarð- arson, Geir Þorsteinsson og Guðstein Ingimarsson. Þegar munurinn var orð- inn tveir tugir stiga setti hann yngri pilt- ana i eldlínuna, um miðjan fyrri hálfleik, en þá náðu ÍS-ingar mjög góðum leik- kafla og söxuðu óðum á forskotið. Skor- uðu þeir 24 stig, gegn 8 heimamanna, á seinustu mínútum fyrri hálfleiks. Dun- bar og Bjarni Gunnar voru þar drýgstir, en sá fyrrnefndi sýndi frábæra hittni all- an leikinn út og var langstigahæstur með 40 stig, þó svo að hann væri eigin- lega á öðrum fætinum, vegna meiðsla. Njarðvíkingar hófu seinni hálfleikinn með sömu og byrjuðu í hinum fyrri, og sagan endurtók sig. Innan stundar var bilið orðið 20 stig að nýju, mest fyrir at- beina Ted Bee, Jónasar og Gunnars Þor- varðarsonar, sem átti mjög góðan leik. Aftur var yngri mönnum UMFN gefinn kostur á að sýna getuna og nú tókst þeim að halda i horfinu og örlítið betur, gegn þreyttum IS-ingum sem greinilega þoldu ekki hraða UMFN-liðsins. Stiga- munurinn varð því orðinn 22 þegar yfir lauk, 117-95. Ted Bee var að vanda sá sem drýgstur var hjá UMFN, bæði í spili og skori, en Jónas er að verða betri en nokkru sinni fyrr. Gunnar Þorvarðarson lék oft snilldarlega í sókninni, gegnumbrotun- um. Geir var drjúgur í vörninni, en mis- hittinn. Guðsteinn bætir sig með hverj- um leik, en Július Valgeirsson, Jón Viðar og Guðjón Þorsteinsson, yngri liðsmennirnir, stóðu vel fyrir sínu I leiknum. ÍS-ingum gengur yfirleitt illa í Njarð- vík og þessi leikur var engin undantekn- ing í þeim efnum. Annars er breiddin ekki nægileg hjá þeim. Dunbarog Bjarni Gunnar báru liðið uppi, en Jón Odds- son, sem er mjög fljótur og snöggur leik- maður, gerði UMFN marga skráveif- una. Ingi Stefánsson kom einnig vel frá leiknum. Dómarar voru þeir Erlendur Eysteins- son og Helgi Hólm. Dæmdu þeir prýði- lega — en Helgi mun hafa hlaupið í skarðið, vegna forfalla en hann hefur lítið eða ekkert dæmt á þessum vett- vangi, — en ekki var hægt að greina það á úrskurðum hans. Stig UMFN: Ted Bee 28, Jónas 19, Gunnar Þorv. 18, Guðsteinn 13, Geir 10, Július V. 10, Guðjón Þorst. 6, Stefán Bjarkason 5, Jón Viðar 4, Brynjar Sig- munds. 4. ÍS: Dunbar 40, Bjarni Gunnar 20, Jón Oddsson 13, Ingi Stefáns 9, Steinn Sveinsson 6, Ólafur Bragason 2, Þórður Óskarsson 2. . GM Geir hættur með íslenzka landsliðinu Geir Hallsteinsson, einn snjall- asti handknattleiksmaður íslands í gegnum árin hefur nú endanlega dregið sig i hié frá islenzka lands- liðinu. Hann hefur tilkynnt Jó- hanni Inga Gunnarssyni, einvaldi islenzka landsliðsins, að hann leiki ekki framar með islenzka landslið- inu. Þar er skarð fyrír skildi, þar sem Geir hverfur nú af sjónarsvið- inu. ísland leikur tvo landsleiki við Dani um næstu helgi, og Ijóst er að Víkingarnir i landsliðinu munu ekki leika fyrri leikinn vegna Evrópuleiks Vikings og Ystad. Hins vegar munu þeir leika síðari leikinn gegn Dönum, á mánudags- kvöldið. Staðan í úr- valsdeildinni Eftir lciki helgarinnar er staðan þannig i úrvalsdeildinni i körfuknattleik. KR 8 6 2 726-636 12 UMFN 9 6 3 888-843 12 Valur 8 5 3 674-604 10 ÍR 8 4 4 679-670 8 ÍS 8 2 6 682-738 4 Þór 9 2 7 710-812 4 Stefán bjargvættur Hauka gegn Fylki —Haukar misstu niður forskot en kraftur Stefáns Jónssonar kom sigri í höfn Haukar forðuðu sér af hættusvæði 1. deildar með sigri á nýliðum Fylkis i Laugardalshöll I gærkvöld, 23—19. En Haukar geta þakkað Stefáni Jónssyni sigurinn gegn Fylki. Þegar 15. minútur voru eftir kom Stefán inn á, og Fylkir hafði yfir tvö mörk, 16—14. Stefán skor- aði þrjú mörk I röð, breytti stöðunni í 17—16 og hann fylgdi þessu eftir með tveimur mörkiim á lokakaflanum, — alls 5 mörk á 15 mínútum og sigurinn var Hauka. Haukar geta þakkað Stefáni bæði stig- in, með ósérhlífni sinni og leikreynslu beinlínis dró Stefán aðra leikmenn með sér, einmitt þegar Haukar virtust vera að missa leikinn úr höndum sér. Haukar byrjuðu stórvel — skoruðu hvert markið á fætur öðru og eftir 15 minútur höfðu Haukar náð yfirburðastöðu, 7— 1. Síðan 11—4, og engum blandaðist hugur um að Haukar myndu fara með öruggan sig- uraf hólmi. En eins og oft áður í vetur féll allur leikur Hauka saman, mistök á mistök ofan. Fylkir náði að minnka muninn í 4 mörk fyrir leikhlé, 12—8. Og leikmenn Fylkis létu ekki staðar numið — þeir komust yfir og á sjöttu mínútu siðari hálfleiks skildu tvö mörk Árbæjarliðinu í vil, 14—12! Fylkir hafði þá skorað átta mörk gegn engu Hauka! Haukar virtust vera að falla saman, eftir 15 minútna leik skildu enn tvö mörk Fylki í vil, 16—14. En þá hófst Stefáns þáttur Jónssonar. Hann kom þá inn á og reyndist sú driffjöður er Hauk- ana hafði vantað. Á siðustu 15 minútun- um skoraði Stefán 5 mörk af 8 mörkum Hauka. Með þremur mörkum sínum kom hann Haukum yfir, 17— 16 og Árni Hermannsson jók forustu Hauka í tvö mörk, 18—16. Jón Ágústsson minnkaði muninn í eitt mark, 18—17. En þeir Stefán 2 og Árni komu Haukum í 21— 17. Fylkir náði að minnka muninn í 21 — 18 en Þórir Gislason svaraði með tveimur mörkum, og gulltryggði sigur Hauka,23—19. Furöulegt lið Haukar. Hafnarfjarðar- liðið hefur sannarlega nógum mannskap yfir að ráða. En alla festu og yfirvegun vantar í liðið. Haukar blanda sér ekki í baráttuna um meistaratign í vetur, en nú hefur liðið yfirgefið botnbaráttuna og þó Haukar nái ef til vill ekki að blanda sér i baráttuna í ár þá á tími Hauka eftir að koma — gefi leikmenn ekki eftir. Fylkir hefði vafalitið sigrað, hefði Stefán Jónsson ekki komið Haukum til bjargar. Leikmenn Fylkis leggja aldrei árar í bát og það eru vissulega meðmæli. En það háir Fylki illa hve breidd vantar i liðið. Mörk Fylkis skoruðu: Einar Einars- son, Guðni Hauksson 4, Einar Ágústs- son, Gunnar Baldursson 3 hvor — Gunnar 3 viti. Halldór Sigurðsson, ög- mundur Kristinsson 2 mörk, Jón Ágústsson 1 mark. Mörk Hauka: Hörður Harðarson 5, 3 víti, Stefán Jónsson 5,2 viti. Þórir Gísla- son 5, Andrés Kristjánsson 2, Árni Svercisson 2, Svavar Geirsson, Ingimar Haraldsson, Árni Hérmannsson og Ólaf- ur Jóhannesson 1 mark hver. Þeir bræður Bjarni Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson dæmdu leikinn. HJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.