Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978 Fær það nú loksins fast angrunn? t—...... ... ............... Húsið sem stöðugt er á ferðalagi: Enn á ný heldur hús eitt í Reykjavík af stað i ferðalag. Þetta er þriðja og lengsta ferðalag hússins, sem fóstraði afgreiðslu og skrifstofur auglýsinga- deildar Dagblaðsins fyrstu tvö ár blaðsins. Líklega þekkja Reykvíkingar allir hús þetta sem sífellt hefur verið að ferðast og hefur hýst margt blómlegt fyrirtækið, en aldrei átt framtíðarlóð neins staðar. Það var árið 1957 sem Július Maggi Magnús kaupmaður lét smíða þetta hús og fékk að hafa það á auðri lóð á mótum Snorrabrautar og Laugavegar. Þar hafði hann til húsa bílaumboð sitt fyrir hinar austur þýzku Wartburg og Garrant bifreiðir. Þau viðskipti gengu vel meðan innflutningur frá Banda ríkjunum og V-Evrópu var tak- markaður. Fyrsti flutningur hússins var svo á aðra auða lóð við Laugaveg. Þeir félagarnir í P&Ó, Pétur og Ólafur, áttu miklar birgðir af vörum og vildu selja hratt. Tóku þeir húsið á leigu af Júliusi Magga og fluttu þaðaöLauga vegi 93. Þar stóð húsið lengi vel og þar var verzlað af kappi. „Þetta gekk alveg- prýðilega,” sagði Ólafur kaupmaður fyrir helgina, þegar við trufluðunv hann andartak frá jólaösinni. Og þó átti húsið við erfiðleika að etja þar sem eldurinn var. Slökkviliðið þurfti að berjast við mikinn eld í húsinu og skemmdist það talsvert. Þegar Dagblaðið var stofnað í mesta skyndi haustið 1975 voru góð ráð dýr. Afgreiðsluhúsnaeði vantaði, svo og samastað fyrir auglýsingar og skrifstofur blaðsins. Húsið var tekiö á leigu af Júlíusi Magga, en þá hafði það verið flutt af Laugaveginum að Þverholti 2. Hafizt var handa um bráðabirgðainnréttingar á húsinu, sem hafði þó verið lagfært eftir eldinn. Þarna átti Dagblaðið sin fyrstu ár eða þar til flutt var i eigið húsnæði handan götunnar. Og nú er húsið mikla farið suður í Hafnarfjörð. Þar á það að þjóna skipa- félaginu Bifröst niðri við höfnina. Kannski þetta verði framtiðar- staðurinn — tími til kominn að húsið komist loks á fastan grunn, það hefur það ekki gert síðustu 29 árin og vel það. JBP PerfM rSimanum SAMUR Hin fræga saga eins kunnasta af núlif- andi höfundum Svia, Per Olofs Sund- mans. Hún er byggð á Hrafnkels sögu Freysgoða, en er færð til nútimans. , Hrafnkell Freysgoði akandi í i k Range Rover um víðáttur A K Austurlands. M m ... þeint tima er vel m ¥ varið sem fer i að lesa Hægara V " pælt en kýlt spjaldanna á milli ’ (Kristján Jóh. Jónsson, Þjóðviljinn). ... bókin getur orðið holl lesning þeim sem trúa þvi að íslenzkt mál sé á hraðri leið tii helvitis (Heimir Pálsson, Visir). ALMEIMNA BÓKAFÉLAGIÐ AUSTURSTRÆT118 - SIMAR 19707 OG 16997 Japanirað leggja af stað til íslands Ákveðið mun vera að þýðingarmesti ferðaheildsali í Japan bjóði sérstökum hópi viðskiptavina sinna ferðir til íslands og Grænlands á næsta ári, segir í fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði íslands. Japanskir ferðamenn þykja hvarvetna aufúsugestir og væri íslenzkum ferða- málum mikill fengur í þvi að ferðir til Islands kæmust á markað i Japan. Það er ekki ýkja langt siðan Japanir „lögðu af stað út í heiminn”, ef svo mætti segja. Gifurleg aukning hefur orðið á undanförnum árum i fjölda japanskra ferðamanna víðs vegar um heim. Á sl. ári er talið að á fjórðu milljón Japana hafi ferðazt til útlanda. Sam- starfsnefnd opinberra ferðamálayfir- valda 23ja Evrópulanda hóf störf á japanska markaðnum fyrir um það bil fjórum árum. Síðan hefur verið unnið markvisst að kynningarstarfsemi aðild- arlandanna í Japan. I ofangreindu samstarfi vinnur Ferða- málaráð íslands nú að því í samvinnu við japanska aðila að kynna ísland sér- staklega i Japan. Hingað kom t.d. í haust leiðangur til þess að gera japanska sjón- varpsmynd til kynningar á íslandi. Þá mun landkynningarkvikmynd Ferða- málaráðs og Flugleiða hf. væntanlega verða sýnd i japanska ríkissjónvarpinu i vetur. Japan Air Lines er stærsti ferðaheild- sali Japans og dótturfyrirtæki þess Japan Creative Tours. Forráðamönnum þess var boðið hingað í kynnisferð sl. sumar. Fjögurra manna hópur úr markaðsleitardeild fór víðs vegar um ísland og einnig til Grænlands. Væntir Ferðamálaráð sér góðs af þessari markaðsöflun, ef ekki á næsta ári þá að minnsta kosti árið 1980. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.