Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 1

Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 1
5. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 - 266. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI IL—AÐALSÍMI 27022. Ríkissjóður2,3 milljaröa ip/ús ígær: 12—1300 milljóna auka- fjárveiting til launagreiðslna —allar launagreiðslur til ríkisstarfsmanna með eélilegum hætti um mánaðamótin „Þrátt fyrir allt er staða ríkis- sjóðs nú í nóvember samkvæmt reikningum betri en ég minnist í mörg ár,” sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, í viðtali við DB í morgun. „Þar með er ég ekki að segja að fjárhagsvandi rikissjóðs sé úr sögunni,” sagði Höskuldur. Staða hlaupareikniga við Seðla- bankinn var 1.9 milljarðar í plús í fyrradag. í gær var hún jákvæð um 2.3 milljarða króna. „Við munum nú um mánaðamótin hreinsa rikissjóð af öllum lausaskuldum, sem eru mánaðargamlar eða eldri,” sagði ráðuneytisstjórinn. Þær stofnanir ríkisins, sem eru háðar verðlagsákvæðum, svo sem Þjóðleikhúsið, eru illa settar. í Þjóðleikhúsinu var í gær óttazt að ekki yrði unnt að greiða laun þar sem reksturinn væri kominn talsvert fram úr áætlun. Starfsmannafélagið hefur boðað til fundar þar kl. 2 í dag. Var menntamálaráðherra boðið að koma áfundinn. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið telur öruggar, hefur fjármála- ráðuneytið að tilmælum mennta- málaráðherra, Vilmundar Gylfa- sonar, veitt aukafjárveitingu, 12—13 hundruð milljónir króna, til þess að unnt verði að greiða öllu starfsfólki laun nú um mánaðamótin. „Við erum að allra mati, sem hér um fjalla, búnir að gera þær ráðstafanir sem ætlazt er til af okkur,” sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna. Hann bætti við: „Fjármálaráðherra leysti okkar fjárhagsvanda, a.m.k. fram yfir ára- mót. Hér standa því ekki fyrir dyrum nein fjárhagsvandamál, hvorki launagreiðslur né neinar uppsagnir á starfsfólki, eins og heyrzt hefur,” sagði Davíð. -BS. „Háhymingarnir eru meö kalsár ” segja Greenpeace-menn: „Endemis fjarstæða” — segir forstjóri Sædýrasafnsins Alan Thornton (lengst til hægri) og myndatökumenn hans að störfum í Ssedýrasafninu I gær. DB-mynd Hörður. „Það eru hvitir blettir á 5 af 6 dýr- um, sem ég tel augljóst að séu kalsár. Ég tel aö háhyrningarnir séu illa haldnir,” sagði Allan Thornton, tals- maður Greenpeace-samtakanna, í samtali við DB i morgun um háhyrn- inganasem núeru í Sædýrasafninu. Sem kunnugt er drápust tveir há- hyrningar i Sædýrasafninu í fyrra- vetur. Sérfræðingar voru sammála um að frostið hefði lcitt til dauða dýranna þá. „Þetta er endemis fjarstæða,” sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins, í samtali við'DB í morgun en þá var verið að flytja í burt fjóra afsex háhyrningum og áttu þeir að fara til Bandarikjanna. „Ef Thornton þekkir eitthvað inn á háhyrninga þá á hann aö vita, að það er jafnan hvitur skuggi aftan við bakuggann á þeim. Það hafa þrír dýralæknar frá jafnmörgum löndum fylgzt með dýrunum og staðfesta að ekkert ami að þeim. Sjór er heldur ekki orðinn það kaldur ennþá. Það þarf frost til þess að mynd kaisár. Þetta sýnir aðeins hvað þessir Green- peace-menn vita litið um hvað þeir eru að tala. Ég held að þeir hljóti að vera eitthvað kalnir á sálinni,” sagði Jón Kr. Gunnarsson að lokum. -GAJ H Ellri Tvrfadóttir for- E, eiginkona Guömundar fuíki I (fósmyndarann næst ýn dóttir hans, Sólveig, viö hlið hans. -DB-mynd: Hörður. „LEIFTURSÓKNIHALDSINS 11 ■■ r AF TOFRASPROTA ALFKONU — sagði Guðmundur Jaki í ræðu sinni í gær „Það er líkast því að álfkona hafi birzt Sjálfstæðisflokknum í draumi, lostið hann töfrasprota og þá hafi furðusamsetningurinn — Leiftur- sókn gegn verðbólgunni — orðið til,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, annar maður á lista Alþýðubandalagsins í gærkvöldi á baráttufundi þess í Háskólabíói. Hvert sæti var setið í bíóinu og fjöldi manns stóð í göngum. Fundarmann hafa ekki verið færri en þrettán hundruð. Dagskráin var í hefðbundnu formi. Stjórnmálamenn og listamenn skiptust á að flytja efni sitt. Mikill fjöldi var þegar kominn í anddyri Háskólabíós áður en farið var að hleypa inn í salinn. Voru dyr hans opnaðar í þann mund sem kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Reykjvík gekk inn hlaðinn gulum örkum þar sem á var prentaður alþjóðlegur baráttusöngur verka- lýðsins, Internationalinn, í þýðingu Sveinbjarnar Sigurjónssonar. Jón Múli Árnason fundarstjóri hvatti bandalagsmenn til dáða. Minnti þá á að ekki væru nema nokkrir mánuðir síðan „íhaldið” hefði verið lagt að velli í Reykjavik. „Okkur Alþýðubandalagsmenn munar ekkert um að afgreiða íhaldið aftur í kosningunum nú með einni vinstri handar sveiflu. Okkur munar heldur ekkert um að afgreiða fylgifé þeirra (væntanlega framsókn og krata) i leiðinni,” sagði Jón Múli og fundarmenn tóku undir með fögn- uði. Svo lauk þessu með því að allir kyrjuðu „Nallann” af mikilli innlif- un. -ÓG. Kýlin vegna sóðaskapar um borð í skipinu Eddu — Heilbrigiiseftirlit Reykjavíkur sótthreinsaði skipið háttoglágt „Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur fór um borð í flutningaskipið Eddu og var allt sótthreinsað, bæði vistar- verur, eldhús og matargeymslur,” sagði Hróbjartur Lúðvtksson, starfs- maður heilbrigðiseftirlitsins. Eins og DB greindi frá í fyrradag fengu há- setar igerðir í sár og kýli víða um likamann og töldu það stafa af sóðaskapum borð. DB ræddi við einn skipverja á Eddu í morgun, sem leitaði sér lækninga vegna kýlanna. Sagði hann að læknirinn hefði nú tjáð honum að kýlin hefðu stafað af sýklum um borð, sem hefðu borizt í sárin. „Eftir að ég hafði fengið meindýraeyði til þess að sótthreinsa skipið lét ég hreinsa allar íbúðir,” sagði Hróbjartur Lúðviksson. „Þeg: ar skipið lét úr höfn átti aðeins eftir að gera við eitt klósett og ég tók loforð af skipstjóranum um að það yrðisett ístand. Það er óhætt að segja að það var anzi illa gengið um, yfirleitt. Ef yfir- menn halda undirmönnum ekki að hreinlæti getur farið svo. Hins vegar vissi ég ekki um ígerðir á skipverjunum fyrr en ég las það i DB. Sotthreinsunin fór fram út af kakkalökkum og öðrum meindýrum og fékk Skipið vottorð unt sótt- hreinsunina, enda skilst mér að það hafi átt að fara í matarflutninga. Það er ekki nógu gott að búa í þessu. Það er mín skoðun að hrein- læti um borð í skipum fari alveg eftir yfirmönnum þess. Ef þeir eru passasamir, þá halda þeir skipinu hreinu. Það er mín skoðun, að á- standið hafi ekki verið af slælegu viðhaldi útgerðarinnar, nema hvað varðar ástandið á klósettinu, heldur af miklum sóðaskap.” -JH. BIAÐW er48síðurídag

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.