Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 8
8
/S
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Engin afsláttarkort
á meðan beðið er eft
ir fargjaldahækkun
Allir ferðast nú á „fullu” verði með
Hafnarfjarðarstræto
„Manni finnst það anzi mikið að
greiða 280 kr. fyrir hvem farmiða
fyrir skólakrakka með Landleiðum
til Reykjavíkur. Þeir eru hættir að
selja afsláttarkortin á meðan þeir
bíða eftir því að fá að hækka far-
gjaldið,” sagði argur faðir í
Garðabæ sem á tvö börn sem sækja
menntaskóla í Reykjavik.
Beðið eftir
hækkun
Við höfðum samband við Land-
leiðir h/f, þar sem Hróbjartur Jóns-
son varð fyrir svörum.
„Við kláruðum kortin á gamla
verðinu fyrir nokkru. Þar sem
samþykkt var hækkun til okkar í
september en stendur á samþykki
ríkisstjórnarinnar, bíðum við eftir
þeim úrskuiði áður en við látum
prenta ný kort,” sagði Hróbjartur.
Eitt lár með Landleiðum frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur kostar
núna 370 kr. en 25 miða kort hafa
verið seld með 20—25% afslætti.
Sagði Hróbjartur að kortin hefðu
jafnan verið seld í vögnunum.
„Við höfum raunverulega ekki
fengið nema eina hækkuná árinu Var
það í júní sl. Hljóta allir að sja að
dæmið gengur engan veginn upp með
því móti. Við fengum að vísu
hækkun á fargjöldum í febrúar, en
það fór aðeins til þess að bæta upp
verðhækkanir á árinu 1978.”
Hróbjartur sagðist ekki hafa á
reiðum höndum hvað fargjaldið
þyrfti raunverulega að kosta til þess
að vagnarnir stæðu undir sér. 60% af
útgjöldum Landleiða eru laun og
launatengd gjöld, þar við bætast
olíuhækkanir og viðbótarþunga-
skattur.
Farþega-
fjöldi stendur
ístað
Farþegafjöldi með Landleiðum er
nálægt einni milljón á ári og hefur sú
tala staðið í stað á undanförnum
árum. Nokkru færri farþegar hafa þó
verið með vögnunum undanfarinn
mánuð en Hróbjartur sagði að það
væri jafnan svo að farþegatalan
lækkaði eitthvað í nóvember og
desember miðað við september og.
október. -A.Bj.
Skreytiö svalirnar meö
gamaldags
* enskum luktum frá Sjónvali. ’i
10 luktir í hverri seríu.
Seríurnar eru vatnsþéttar og öruggar í
öllum veörum, enda samþykktar af
Rafmagnseftirliti ríkisins.
Óþarfi er aö nota litaöar perur, þar sem
luktirnar eru sjálfar í litum.
Verð afieins kr. 22.650 - m/perum
Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600
Flórídaferð og
heimilistæki fyrir
beztu uppskriftir
Hverja dreymir ekki um Flórída
nú í skammdeginu? Þú gætir unnið
ferð til Flórída ef þú sendir okkur inn
góða uppskrift sem þú átt í fórum
þínum. í dag er síðasta tækifærið að
senda inn seðilinn og strax eftir
helgina verður dæmt um beztu
uppskriftina. Við munum þó bíða
með að dæma þangað til seðlar utan
af landi hafa borizt til okkar. Látið
nú ekki happ úr hendi sleppa og
sendið okkur góða og ódýra
uppskrift. Önnur og þriðju verðlaun
eru ekki heldur af verri endanum þvi
þau eru heimilistæki.
-ELA.
Flórida er án efa einn af draumastöðum okkar íslendinga. Sú sem sendir okkur
beztu uppskriftina á eftir að ganga um þessa fallegu og skemmtilegu götu i
Disney World innan tfðar þar sem allt iðar i fjölbreyttu mannlifi.
Reglur samkeppninnar
Eftirfarandi reglur hafa verið settar í uppskriftasamkeppni
Landssambands bakarameistara og Dagblaðsins:
1. Þátttaka er öllum heimil nema starfandi bökurum.
2. Uppskriftunum skal skilað til Dagblaðsins fyrir 1.
desember á meðfylgjandi eyðublaði.
3. Hverjum þátttakanda er einungis heimilt að senda eina
uppskrift.
4. Tekið verður tillit til hráefniskostnaðar enda er verið að
\ leita eftir ódýrum uppskriftum.
5. Landssamband bakarameistara áskilur sér ráðstöfunarrétt
yfir þeim uppskriftum, sem berast.
Uppskriftasamkeppni
Landssambands bakarameistara
og Dagbtaðsins.
Nafn: _
Heimili:
Sími: _
Nafn uppskriftar:
Magn:_____________
Hráefni grömm Verðpr.ein. Samtals
Samtaís:
Bökunarhiti:.
Bökunartími:
Skýringar: _
Vi