Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
9
3. grein:
Hvers vegna þarf ógift móðir að fara í sakadóm til að fá greitt með bami sínu?
HVAÐ ER REFSIVERT?
— þegar meðlagsúrskurður er kveðinn upp
Til (íess að ógift móðir fái meðlag
með nýfæddu barni verður hún að
feðra það, sanna að það sé ekki
eingetið. Hún biður um meðlags-
úrskurð í sakadómi og fær hann
þegar fyrir liggur játning frá föður.
Að þessi mál eru meðhöndluð í
sakadómi stafar eflaust af þvi að
barnsfæðingar utan hjónabands voru
á sínum tíma refsiverðar og vörðuðu
sektum. Mæður sem ekki vildu feðra
börn sín sættu sérlegum afarkostum
og dæmi eru þess að þær voru sendar
á hinn illræmda Brimarhólm.
Þessi strangleiki átti að stuðla að
röð og reglu i þjóðfélaginu og betri
framfærslu barna. Og með þvi að
greiða ungri einstæðri móður ekkert
meðlag fyrr en réttur faðir er fundinn
þá sparast almannafé.
En spurningin er eftir sem áður: Er
þetta ekki löngu hætt að vera'
sakamál?
Barnsfaðernismálum
fækkar mjög
Hjörtur O. Aðalsteinsson, fulltrúi
hjá Sakadómi Reykjavíkur, sagðist
gefa út um tvö hundruð meðlagsúr-
skurði á ári. Að sögn hans gengur
afgreiðsla slíkra mála mjög fljótt ef
barnsfaðirinn kemur með móðurinni
eða skrifleg játning hans liggur fyrir.
Ef blóðrannsóknar er þörf þá dregst
málið nokkra mánuði, ekki sízt vegna
þess að læknarnir sem leita verður
álits hjá eru bæði fáir og störfum
hlaðnir. Leiki mikill vafi á faðerninu
tekur þetta allt saman lengri tíma.
MHMWj
Fyrir kemur að móðirin bendir á
fimm, sex menn sem til greina koma
— og jafnvel seinast á þann rétta.
Áður voru barnsfaðernismál
algeng en að sögn Hjartar hefur þeim
fækkað mjög og eru ekki nema þrjú
eða fjögur á ári. „Sennilega er
ástæðan sú,” segir hann, ,,að blóð-
rannsóknir eru orðnar svo full-
komnar að þær taka af öll tvímæli
með eða móti.”
Móðirin fær gjafsókn í barns-
faðernismáli en meðlagsúrskurður
hljóðar venjulega upp á lágmark —•
án tillits til tekna föður.
Biðin getur
orðið löng
Seinlegustu barnsfaðernismálin eru
þau þar sem faðirinn er útlendingur
og farinn af landinu. Með þau fer nú
Ingibjörg Benediktsdóttir fulltrúi.
Ingibjörg mótmælir harðlega
þeirri lýsingu sem gefin er í nýrri
skáldsögu (Hvunndagshetjunni) á
afgreiðslu slíkra mála: „maður í
klæðskerasaumuðum fötum horfði
fyrirlitlega á enn eina stúlkukindina
væflast yfir teppið” og svo fram-
vegis.
„Ég held ekki að við séum svona
slæm,” segir Ingibjörg, „en hitt er
annað mál að það getur tekið allt upp
í fjögur, fimm ár að fá faðernisviður-
kenningu erlendis frá. Og þangað til
hún kemur fær móðirin ekkert
hjá íslenzka tryggingakerfinu. (Á
síðustu árum er þó farið að greiða
meðlag ef móðir sýnir fram á að hún
sé búin að gera allt sem hægt er til að
ná til föðurins.).
„Málin sem sækja þarf til útlanda
eru tiltölulega svo fá,” segir Ingi-
björg, „að ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu að konur fengju greidd barna-
meðlög á biðtímanum. Mér þykir það
einnig miður farið að dómsmálaráðu-
neytið hefur fellt niður þá venju sem
'áður ríkti, að greiða hluta af
kostnaði ef stúlkurnar þurftu að
höfða mál erlendis. Sérstaklega
finnst mér ástæða til þess að styðja
þær til málssóknar í löndum sem búa
við svipaða löggjöf og við.eins og í
Skandinavíu.
í katólskum löndum aftur á móti
er til lítils að gera kröfur fyrir hönd
óskilgetinna barna.”
Ingibjörg ítrekaði að hún reyndi að
koma þessum málum eins fljótt frá
sér og mögulegt væri.
„Ég vildi að
þér ættuð barnið"
Loks spurðum við Halldór
Þorbjörnsson yfirsakadómara: „Ég
hef unnið í þessari stofnun mjög
lengi,” sagði hann, „og ævinlega
fundizt það mjög óviðkunnanlegt að
stúlkur skuli þurfa að mæta á skrif-
stofu sakadóms til að sækja einfalt
barnsfaðernisvottorð. Og mér finnst
sömuleiðis hvimleitt að þær þurfi að
sækja faðernismál fyrir sama dóm-
stóli og refsimál eru rekin fyrir.”
Yfirsakadómarinn sagðist vera því
mjög fylgjandi að úrskurðir í
faðernismálum væru faldir
einhverjum öðrum aðilum. „Það er
ekki til að losa okkur við vinnu,”
sagði hann, „heldur af því að þessi
mál eru alveg óskyld öðrum sem hér
eruflutt.”
Utan Reykjavíkur fást meðlagsúr-
skurðir hjá sýslumanni eða bæjar-
fógeta en því til frekari sönnunar að
sakadómarar eru oft vænstu menn er
sagan um einn fyrirrennara Halldórs
í embættinu, Valdimar Stefánsson.
Hann var einhvern tímann að reyna
að fá stúlku til að gera uppskátt hver
væri faðir að barni hennar. Hún var
treg til að skýra frá þvi en hann hélt
yfirheyrslunni áfram, svo vingjarn-
lega að loks brast stúlkan í grát og
kjökraði: „Mikið vildi ég óska þess
að það væruð þér sem ættuð
barnið!”
-IHH.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Jókawa Krisljóudóttir
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna 78-79 Spá
Alþýöubandalag 14 yjo
Alþýðuflokkur 14 //
Framsóknarflokkur 12 /3
Sjálfstæðisflokkur 20
Aðrir flokkar og utanflokka 0 0
Samtals 60 60
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR
aóvenlukransar
kerti
jólaskraut
adventu skreyl ing^r
jólastemningin k§mul~ með
cj4ðventukrönsunum frá
MIKLATORGI - SIMI22822