Dagblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. Sindy dúkkan er jínleg ogfalleg. PÉTUR PÉTURSSON SUÐURGÖTU 14 SfMAR 21020 - 25101 evu Þessi heimsþekktu quartz-úr fást hjá flestum úrsmiðum UMBODSMAÐUR Datsun 120Y árg. '11. Rauöur, vel meö farinn. Ný frambretti. Sænska út- gáfan. Ótrúlega sparneytinn. Gerið göö kaup. Vestur-Þýzkaland: ENN FINNST EITUR- GAS OG SPRENGJUR leifar sem ekki var hent í Norðursjó og Eystrasalt Á annað hundruð dunkar af eiturgasi frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fundust í skóg- lendi í Bæjaralandi í Vestur-Þýzka- landi í gær. Það var innanríkis- ráðherrann í Munchen, sem tilkynnti þetta. Lögreglan hefur þegar lokað af stóru landsvæði í um það bil eitt hundrað kilómetra fjarlægð frá Munchen. Tvö eiturgasbox fundust fyrst og þegar farið var að athuga málið kom í ljós að mun meira var af þessu efni í skóginum. Auk þess mun vera þarna um nokkurt magn af sprengjum. Sagt var í vestur-þýzka sjónvarp- inu i gær að þarna væru taldarvera i það minnsta 6 milljónir kilógramma af eiturgasi og sprengjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Eiturgasið var framleitt á vegum þýzka hersins í Póllandi og Sovét- ríkjunum á meðan Þjóðverjar réðu þar. Er bandamenn hemámu Bæj- araland í april 1945 voru sprengj- urnar afhentar herstjórn þeirra. Var mestu magninu sturtað í Noröursjó og Eystrasalt en af- ganginum komið fyrir í fyrmefndum skógi. Undanfariö hefur vestur-þýzki herinn notað landsvæðið fyrir úrelt vopn og aflóga drasl. Fyrir um það bil tveim mánuðum fundust 500 tonn af eiturefnum og skotfærum í rústum vopnasmiðju í úthverfi Hamborgar. Ekki var þó neitt gert í málinu fyrr en ungur drengur hafði farizt þar. t dag lýkur mikilli trúarhátið i tranog er búizt við aö rúmlega milljón manns verði á götumTeheran i tilefni af þvi og einnig til aö lýsa yfir stuðningi viö Kho- meini trúarleiötoga og stefnu hans. Stúdentar f bandarfsku sendiráösbyggingunni hafa tilkynnt að þeir muni flýta réttarhöldunum yfir gfslum sfnum ef keisar- inn fyrrverandi fái að hverfa frá Bandarfkjunum. Danmörk: Læknir fékk 8 mánuði fyrir falska reikninga Erlendar fréttir Lancer 1400 Colt sendibfll árg. ’78. Ekinn S þ. km. Eyðir 7 I pr. 100 km. Hiiðardyr beggja megin. Sparneytinn fyrirtækisbfll. Hvitur og grænn. Fimmtugur danskur læknir var ný- lega dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að falsa reikninga, sem hann síðan lét sjúkrasamlagið greiða. Einnig var læknirinn’ sviptur heimild til að ,,'praktisera” sem sjálfstæður læknir næstu fimm árin. Að lokum var hann síðan krafinn endurgreiðslu á jafnvirði nærri tólf milljóna íslenzkra króna, sem hann var talinn hafa haft á ólög- legan hátt út úr sjúkrasamlaginu. Aðferð læknisins mun hafa verið sú að hann útbjó einfaldlega of háa eða algjörlega falska reikninga fyrir aðgerðir og rannsóknir, sem hann hafði annaðhvort ekki framkvæmt eða ofmat verulega við reikningagerðina. Rúmlega fjögur hundruð vitni voru leidd fram i málarekstrinum. Það var deild i ríkislögreglunni dönsku, sem kom upp um málið. Svikin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 1972 til 1975. Honda Cure árg. '11 var aö koma inn. Silfurlitur meö svartri rönd. Ekinn 33 þ. km. Eftirsóttasti smábfilinn á’ markaðnum. Lada 1200 station árg. ’74. Nýupp- tekin vél. Grænn, gott lakk. Góö kjör. SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 |j Efnahagsbandalagið: Kröfum Breta hafnað - verda að greiða sama Nær víst var talið í morgun að Margréti Thatcher, forsæusráðherra Breta, mundi ekki takast að fá fram- lag Breta til Efnahagsbandalagsins lækkað verulega eins og þeir hafa krafizt. Segja sérfræðingar að deil- urnar hafi aldrei verð harðari og and- stæðurnar skarpari á milli Breta og hinna þjóðanna átta i Efnahags- bandalaginu siðan þeir gengu i það árið 1973. Talsmenn Breta á fundi bandalags- ins, sem haldinn er i Dublin í írska lýðveldinu, vildu ekkert segja um málið annað en þaö að mikill vandi væri framundan ef Bretar fengju ekki framlögsín lækkuð. Andrúmsloftið við kvöldverðar- borð leiðtoga þjóðanna í gær var mjög kuldalegt. Notaði frú Thatcher þá tækifærið og fullyrti að Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzka- lands, byggði á röngum upplýsingum er hann áfeUdist Breta fyrir að hækka verð Noröursjávarolíu sinnar upp fyrir verðskráningar OPEC ríkjanna. Bretar hafa frá byrjun verið þeirrar skoðunar að þeir séu látnir bera meira en þeim nemur af fjárhags- birgðum Efnahagsbandalagsins. hefur þeim því ekkert gengið að fá þessa skoðun sína viðurkennda. Aðrar þjóðir i bandalaginu hafa ekki viljað fallast á kröfur Breta þó svo að tillögur um nokkra lækkun framlags þeirra hafi komið fram.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.