Dagblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 13
13 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. Erlendar fréttir Zaire: Mobuto fær aðstoð Níu vestræn ríki hafa fallizt á að hlaupa undir bagga með stjóm Mobutos i Zaire og leggja fram rúm- lega 300 milljónir dollara landinu til aðstoðar. Auk ríkja í Vestur-Evrópu eru Bandaríkin og Japan þarna með í för. REUTER r meiri harka að færast í deilu Irans og Bandaríkjanna Stjórn Mexikó tilkynnti í gær- kvöldi að fyrrum keisari í íran fái ekki heimild til að snúa aftur til bú- staðar sins i landinu, þegar hann hverfur af sjúkrahúsinu í New York, sem talið er verða eftir nokkra daga. Ástæðan er sögð sú að endurkoma keisarans brjóti i bága við hagsmuni Mexikó. Áður hafði stjórn landsins sagt að hún mundi ekki leggjast gegn komu keisarans til baka. Þetta verður að teljast sigur fyrir andstæðinga Bandaríkjanna í íran. Síðustu yfirlýsingar frá þeim sem hafa sendiráð Bandaríkjanna i Teheran á sínu valdi og halda þar 49 bandarískum gíslum vom á þá leið að réttarhöldum yfir gíslunum yrði hraðað enn meir en áður var ætlað ef keisarinn fengi að fara frjáls ferða sinna á brott frá Bandaríkjunum. Framsals keisarans í hendur núver- andi iranskra yfirvalda er krafizt ef láta á gíslana lausa. Talsmenn stúdentanna í sendiráð- inu sögðu í morgun að ákvörðun Mexikóstjórnar væri spor í rétta átt. Deila Bandaríkjamanna og frana virðist nú vera farin að harðna mjög, kröfur um að Bandaríkjamenn grípi til vopna til að frelsa gíslana eða til að sýna frönum hver raunverulega ráði gangi mála verða sífellt háværari í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í morgun að því væri kunnugt um tilkynningu stjórnar Mexikó varðandi keisarann en talsmenn ráðuneytisins vildu ekkert segja um málið efnislega. Vaxandi gagnrýni beinist nú að þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að leyfa íranskeisara að koma til New York á sínum tima. Sagt er að læknisaðgerð sú sem hann þurfti að gangast undir hefði eins vel getað verið framkvæmd í Mexikó eða ann- ars staðar. Þykir þáttur Kissingers fyrrum utanríkisráðherra og David Rockefeller bankastjóra einkum ámælisverður í málinu. ANKER FELLIR KRÓNUNA 5% Efnahagsmálaráðherra Danmerkur, Ivar Norgaard, tilkynnti í gærkvöldi að gengi dönsku krónunnar yrði fellt um 5%. í tilkynningunni var sagt að danska stjómin mundi leita formlegs samþykkis ráðs Efnahagsbandalagsins hvað varðar skráningu gjaldmiðilsins við niðurgreiðslur og viðskipti með landbúnaðarvörur á milli ríkja í banda- laginu. Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, er nú staddur á fundi ráðamanna ríkja bandalagsins, sem fram fer í Dublin í frska lýðveldinu. Þar hafði hann skýrt öðrum þjóðar- leiðtogum frá efnahagsvanda Dana. Gengisfellingin er einn liður í þeim efnahagsaðgerðum, sem minnihluta- stjórn danskra jafnaðarmanna hafði boðað fyrir nokkru. Fyrsta skráning danska þjóðbankans eftir tilkynninguna um gengisfall krón- unnar var í morgun. EITURLYF UND- IR GERVIGÓLFI Eiturlyf af ýmsu tagi fundust í gær á milli gólfklæðninga i húsi einu í Los Angeles í Kaliforníu. Eru þau talin að virði 180 milljóna dollara eða jafnvirði um það bil áttatíu milljarða íslenzkra króna. Er þetta talinn einn mesti eitur- lyfjafundur I sögunni. Eitrið sem falið var undir fölsku gólfi var 45 kílógrömm af heróíni, 22 kílógrömm af morfínbasa og 13 kíló- grömm af kókaíni. Talið er að þarna hafi verið til húsa dreifistöð fyrir mikinn eiturlyfjahring. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þessa máls og ekki er talið að eig- andi hússins eða leigjandi haFi neitt vitað um þá starfsemi sem þar fór fram innan veggja og milli veggja. STUDIO 54 0G JORDAN í MIKLUM VANDRÆÐUM Hamilton Jordan, æðsti samstarfs- maöur Jimmy Carters Bandaríkja- forseta í Hvita húsinu, sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar tilkynnt var að ákveðiö hefði verið að skipa sérstakan saksóknara I máli sem sprottið er af ásökunum á hendur honum um neyzlu kókaíns. Alríkislögreglan bandaríska, FBI, hefur haft þetta mál til rannsóknar í þrjá mánuði, síðan maður einn sagðist hafa verið viðstaddur þegar Jordan hefði neytt kókaínsins í kjall- ara diskóteksins Studió 54 í New York. Mál þetta þykir verulegt áfall fyrir Carter Bandaríkjaforseta. Talsmenn Hvíta hússins hafa algjörlega vísað á bug hugmyndum um að Hamilton Jordan yrði vísað úr embætti á meðan rannsókn á máli hans færi fram. Benda þeir á að þarna sé aðeins um frumrannsókn að ræða. Ekkert sé að því látið liggja í gögnum um skipan saksóknarans ao'JoFdan sé sekur um eiturlyfjaneyzlu. Studíó 54 diskótekið, eitt hið fræg- asta í New York og jafnvel í heimi, á nú einnig í miklum erfiðleikum. Eig- endur þess liggja undir grun um skattsvik og fleira sem ólöglegt er talið. Hamilton Jordan, nánasti aðstoðar- maður Carters Bandarikjaforseta i Hvítahúsinu. SAMBANDIÐ AUGLÝSIR go/fteppi Urval af einlitum og munstruðum teppum Ensk úrvalsvara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR Teppadeild SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 Stokkseyringar, Ámesingar! ALLABÚÐ auglýsir allt íjólamatinn (Jrbeinum og göngumfrá öllu kjöti eftir óskum neytenda. Allt unnið af fagmanni. Einnig höfum við gjafavörur, snyrtivörur, leikföng o.fl. Komið og reynið viðskiptin Opifl ménud—fimmtud. fré kl. 9—6 Föatud. kl. 9-22 - Laugard. kl. 9-12 Parrtífl Jóiamatinn timaniaga ALLABUÐ, STOKKSEYRI - SÍMI99-3206 Meðal annars: SVÍNAKJÖT KJÚKLINGAR UNGHÆNUR ALIENDUR og margt fleira

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.