Dagblaðið - 30.11.1979, Side 15

Dagblaðið - 30.11.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. 15 ÞRAHYGGJA TIL VINSTRI I vorkosningunum 1978 lofuðu vinstri flokkarnir þjóðinni öllu fögru. „Samningana í gildi ” sögðu þeir. Treystið okkur allir þið sem erfiðið. Við munum sjá til þess, að lífskjörin fari þatnandi og kaupmátt- ur launa haldist. Slíkar og þvílíkar yfirlýsingar létu vel í eyrum kjós- enda. Að loknum kosningum var vinstri stjórn þriggja flokka mynduð með mikinn þingstyrk að baki, 40 þingmenn af 60. Hún taldi það höfuðverkefni sitt að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem við blasti í at- vinnu- og efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Saga hennar og örlög eru öllum kunn. Farið hefur f é betra Hún hjarði i 13 mánuði, og á hverfanda hveli allan tímann og sprakk í loft upp rétt í þann mund, er hin mikilvægustu störf áttu að hefj- ast á haustþingi. Margir landsmenn önduðu léttar við fráfall hennar og hugsuðu sem svo, að farið hefði fé betra. En engum gat dulizt hið fá- Kjallarinn Friðjón Þórðarson heyrða ábyrgðarleysi stjórnenda þjóðarskútunnar að hlaupa frá borði að haustnóttum og efna til kosninga áaðventu. Talið er að hending ein hafi ráðið því að Alþýðuflokksmenn urðu fyrri til að hlaupast brott. Alþýðubanda- lagsmenn voru aðeins seinni til og hlutu þvi að sitja eftir með sárt ennið. Þingrof kom í veg fyrir að stefnuræða fyrrv. forsætisráðherra yrði flutt í þingsölum. En í þeim boðskap segir hann m.a.: „Það liggur þvi ljóst fyrir að mikið skortir á að tekizt hafi að ná settu marki í viðureigninni við verðbólguna. Það verður að segja það umbúðalaust að þar hefur sótt í sama óheillahorfið og oft áður og keyrt um þverbak.” Enginn mun draga þessi orð í efa. Þvert á móti mun ýmsum þykja vægt til orða tekið. Vafalaust hafa ýmsir ráðamenn fyrrv. ríkisstjórnar viljað vel. En það er deginum Ijósara, að þar sem hver höndin er upp á móti annarri á stjórnpalli, verður fátt gert af viti. Þar lendir allt í glundroða og handa- skolum. Enda er nú mjög á orði haft, að fráfarandi ríkisstjórn sé stjórn mikilla mistaka. Stjórn vanefnda og vonbrigða, eins og sumir fram- bjóðendur hafa komizt að orði. Lengi getur vinstri stjórn versnað Þeim mun einkennilegra er að komast að raun um það, að hugur frambjóðenda vinstri flokkanna stefnir á nýja vinstri stjórn. Þeir hafa ekkert lært,og engu gleymt. Eitt sinn kvað Jón Pálmason, fyrrv. alþingis- forseti: Þjóðin marga færir fórn, flokkar svíkja og pranga, versna mundi vinstri stjórn, verði hún afturganga. Þeir kjósendur sem hugleiða þessi mál af alvöru og þjóðhollustu, munu án efa komast að sömu niðurstöðu fyrir kjördag. Friðjón Þórðarson. Þaulhugsuð afstaða Birgis ísíeifs ogflokks hans BÚfl í HAGINN FYRIR ERLEND AUÐFÉLÖG —en ekki fólkið f landinu Birgir ísleifur sagði í sjónvarpinu á sunnudaginn, að leiftursóknin væri þaulhugsuð og útspekúleruð. Að baki hennar lægi margra mánaða vinna. Ja, gúmoren. Niðurstaðan varð 35 milljarða niðurskurður ríkisútgjalda, loforð um hallalausan ríkisrekstur án þess að auknar verði erlendar lántökur. Samt skal ráðast í tvær stórvirkjanir á kjörtímabilinu „vegna uppbygging- ar stóriðju auk minni háttar fram- kvæmda til að auka raforkuvinnsl- una á næstunni”. Hvað með aðgerðir til að gera íslendinga sem mest óháða innfluttu eldsneyti? Verð á olíu hefur þrefald- ast á árinu sem er að líða og varla hefur nokkur annar einn þáttur haft jafnmikil áhrif á uppáhaldsumræðu- efnið, verðbólguna. í stefnu Alþýðubandalagsins í orkumálum er gert ráð fyrir að olíu- kyndingu til húshitunar verði að mestu útrýmt árið 1983. Það kostar hins vegar að styrkja verður raforku- dreifikerfi í þéttbýli og dreifbýli, stofnsettar verði fjarvarmaveitur þar sem þær reynast hagkvæmar og ljúka dísilkeyrslu á stöðum eins og Höfn í Hornafirði og á Vopnafirði. Vissulega kosta þessar fram- kvæmdir mikið og við gerum ekki annað á meðan, en það er líka mikið i • „Hann er ekki aö hugsa um öryggi lands- manna, hagkvæma orkunýtingu eða aukna notkun innlendra orkugjafa.” verður flestum hitaveituframkvæmd- um áþessutímabili. Til að ná þessu marki er brýnt að Ijúka hringtengingu landsins i eitt orkuveitusvæði og útrýma þar með húfi. En Sjálfstæðisflokkurinn, eftir að hafa unnið og unnið í marga mán- uði, kemst að þeirri niðurstöðu, að brýnast sé að ráðast í tvær stórvirkj- anir, „vegnastóriðju”. Afarkostir Nú fer maður að átta sig á því hvers vegna Birgir ísleifur lagði slíkt ofurkapp á að fella samninginn um eitt orkuvinnslufyrirtæki fyrir allt landið. Hann er ekki að hugsa um öryggi Iandsmanna, hagkvæma orku- nýtingu eða aukna notkun innlendra orkugjafa. Hann er ekki að hugsa um jöfnun orkuverðs í landinu, honum er sama, þótt meir en fjórðungur landsmanna sæti afarkostum og búi við orkuverð, sem er allt að sjöfalt hærra en þekkist hér á hitaveitusvæð- inu. Birgir ísleifur og flokkur hans eru að búa í haginn fyrir erlend auðfélög, sem hingað sækja í ódýra orku og hyggjast hreiðra um sig í skjóli Nato. Til þessa nýtur hann dyggilega stuðn- ings krata, sem hjálpuðu til við að Kjaliarinn Guðrún Hallgrímsdöttir fella samninginn um Nýja Lands- virkjun i borgarstjórn Reykjavikur. Auðfélögin hafa dæmin fyrir sér. ísal, sem notar u.þ.b. 45% allrar-raf- orku í landinu nýtur kostakjara. Orkukostnaður fyrirtækisins nemur um 5% af framleiðslukostnaði álsins, en erlendis er gert ráð fyrir að orkan séum 15—20% af kostnaði. Nýting orkulindanna til uppbygg- ingar atvinnulífs í landinu og til al- mennra nota með hagsmuni allra þegna landsins i fyrirrúmi er mál mál- anna. Um það verður kosið á sunnu- dag og mánudag. Guðrún Hallgrimsdóttir Arðrán á launþegum Hvaða flokkur er það, sem gerir það að kjarnanum í málflutningi sín- um, að boða lága vexti í óðaverð- bólgu, og leggur þar með blessun sína yfir arðrán á launþegum, skattgreið- endum og sparifjáreigendum, til skattfrjálsrar eignaaukningar forrétt- indahópa og atvinnurekenda? Hvaða flokkur er það, sem fyrst og fremst vill kenna verðtryggingar- stefnu Alþýðuflokksins, sem kemur I veg fyrir þetta arðrán, við hávaxta- eða okurvaxtastefnu? Hvaða flokkur er það, sem engar tillögur hefur fram að færa gegn verðbólgu, aðrar en pólitíska nefnda- skipun, þ.e.a.s. frekari útvíkkun hins gamalkunna, gerspillta, pólitíska út- hlutunar- og fyrirgreiðslukerfis, sem lætur einkum atkvæðasjónarmið ráða úrslitum um úthlutun fjár- magns, fremur en arðsemismæli- kvarða? Hvaða flokkur er það, sem með þessum hætti hefur gert þrengstu sér- Kjallarinn Jön Baldvin Hannibalsson hagsmuni atvinnurekenda, skulda- kónga og verðbólgubraskara að sín- um? Hvaða flokkur er það, sem þrátt fyrir það að hafa í 13 mánuði farið með völd í viðskiptaráðuneytinu, leggur blessun sína yfir óbreytt verð- myndunarkerfið i innflutningi, þrátt fyrir þá staðreynd, að kerfið hvetur til óhagkvæmni í innflutningi, og leiðir til 20—25% hærra innflutn- ingsverðs fyrir neytendur á íslandi, en annars staðar á Norðurlöndum? Hvaða flokkur er það, sem gerir það að hornsteini stefnu sinnar í kjaramálum, að varðveita sjálfvirkt vísitölukerfi, sem nú um næstu mán- aðamót mun mæla ráðherrum 170 þús. kr. í verðbætur, alþingismönn- um 80 þús. kr., en láglaunafólkinu í Verkamannasambandinu, samtökum iðnverkafólks og verzlunar, frá kr. 27—35 þús. kr. á mánuði. „Alþýðubandalagið slær vörð um óbreytt ástand.” Atkvæða- og henti- stefnuflokkur Hvaða flokkur er það, sem þykist hafa einkarétt á sannri þjóðrækni og föðurlandsást, en hefur með þátttöku sinni i ríkisstjórn einkum stuðlað að því, að ánetja okkur enn fastar á skuldaklafa erlendra fjármálaafla, þannig að greiðslubyrði erlendra skulda íslendinga nú er hærri, sem hundraðshluti af gjaldeyristekjum, en var hjá Nýfundnalendingum, áður en vinir Svavars Gestssonar í Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum hirtu það land upp í skuld fyrir nokkrum árum síðan? Hvaða flokkur er það, sem telur það sina háleitustu hugsjón, að knýja fram brottför hers og úrsögn úr Nató — alltaf fyrir kosningar? En er samt um leið ófáanlegur til þess alla tíð — fyrir kosningar — að lýsa því yfir, að hann geri það að skilyrði fyrir mynd- un rikisstjórnar, að hann komi þessu stefnumáli sínu fram? Og hefur á fáum árum sætt sig við þátttöku í ríkisstjórn, alls þrisvar sinnum, án þess að fá nokkru þokað í því, sem hann kallar sitt stærsta hugsjónamál? Er nema von, að einlægt hugsjóna- fólk i röðum herstöðva.indstæðinga og SÍNE, Sambands islenzkra náms- manna erlendis, fyrir nú utan alla þá hópa marxista, lenínista, trotskista og annarra klofningshópa úr Alþýðu- bandalaginu, sem segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja, séu búnir að gefa þennan atkvæða- og hentistefnuflokk, Alþýðubanda- lagið, uppábátinn? Hvaða flokkur er það, i stuttu máli, sem er svo íhaldssamur í af- stöðu sinni til þjóðfélagsmála á öllum sviðum, að það er sama hvaða um- bótamál er nefnt: Alþýðubandalagið er á móti — það slær vörð um óbreytt ástand. Þurfa menn frekari vitnanna við um það, að Alþýðubandalagið er ekki það sem það segist vera? Stefna þess er i verki andstæð hagsmunum launþega og láglauna- fólks, hún á sannarlega ekkert skylt við sósíalisma og þaöan af síöur við þjóðfrelsisbaráttu. Þetta er í reynd fremur illa upplýst- ur hentistefnuflokkur — í bezta falli þjóðernissinnaður ihaldsflokkur. Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.