Dagblaðið - 30.11.1979, Page 18
18
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
\
Orvænting framsóknarmanna
—sjálfstæðismenn byggja á f relsi, f ramtakssemi og dug einstaklingsins
Það er ömurlegt þegar slík
örvænting grípur um sig að fólk leiti
örþrifaráða til þess að reyna að
bjarga sér. Þetta hefur nú hent
Framsóknarflokkinn, ef dæma má af
grein Bjarna Einarssonar í Dag-
blaðinu 24. þ.m. Þar hefur
flokkurinn fengið góðan dreng til
þess að reikna út, hve mikið at-
vinnuleysi mundi leiða af stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Er leitt til
þess að vita, að menn skuli leggja
nafn sitt við slíka útreikninga vitandi
það, að birt er útkoma úr dæminu
löngu áður en búið er að reikna það
til enda.
Trúiná
skömmtunina
í bókhaldi eru tvær hliðar, út og
inn. Þegar ríkið tekur skatt af
almenningi í landinu fer það út af
hans reikningi. Þegar dregið er úr
sköttum ríkisins um 20 milljarða
króna verður ráðstöfunarfé
einstaklinga og fyrirtækja þeirra 20
milljörðum meira. Þetta skilja allir.
En framsóknarmenn vilja bara fá
þetta fé einstaklinganna til þess að
geta ráðskast með það, skammtað
það aðeigin vild.
Atvinnutækifærin
Framsókn talar um að þessi sam-
dráttur rík-isumsvifa valdi at-
vinnuleysi, er nemi 2000—3000 árs-
verkum. Þeir eru þar með búnir að
úrskurða almenning í landinu og at-
vinnufyrirtæki hans hreina aula. Eða
dettur framsóknarmönnum í hug, að
fái fólkið í landinu aukið umráðafé,
að þá verði það annaðhvort sett
undir koddann eða hent á hauga?
Halda þeir að 20 milljaröar hjá
einkaaðilum skapi ekki aukin umsvif
og atvinnutækifæri? Svo sannarlega
munu þeir gera það og það meiri og
arðbærari umsvif heldur en ef ríkið
fengi þá. Stór hluti af sköttunum sem
fer til rikisins tapast þar i skrif-
finnsku og möppukerfi, þannig að
ekki fer nema hluti af því fjármagni
til uppbyggingar atvinnulífs og þá er
því oft ráðstafað þannig að lítil fram-
jleiðslaskapast.
Fyrirlitningin
á einstaklingnum
Þessir útreikningar framsóknar-
manna sýna svo að ekki verður um
villst, að þeir trúa ekki á ein-
staklinginn í landinu. Þeir trúa ekki á
getu hans, dugnað og útsjónarsemi.
Þeir treysta honum ekki til góðra
verka, en tala þvi meira um hann sem
skattsvikara, eða óráðsíumann sem
þurfi að ná í. Hann sé tilbúinn til
hvers konar óþurftarverka. Enda er
svo komið fyrir Framsóknarflokkn-
um að hann telur það sína einu von
til þess að fá að sitja í næstu ríkis-
stjórn, að vegur kommúnista verði
sem mestur, bara að Framsókn sc ei-
lítið stærri flokkur svo að hann geti
haldið því fram að kommarnir ráði
ekki öllu.
Erlend
skuldasöfnun
Þá mega framsóknarmenn ekki
heyra á það minnst að stöðva erlenda
Kjallarinn
PállV. Daníelsson
skuldasöfnun. Heldur á að taka lán á
lán ofan fyrir komandi kynslóðir að
borga. Hvert barn sem fæðist fær
strax í vöggu milljónaskuld. Þannig
er vörðuð framsókn Framsóknar.
Verðbólgan
og lindin
Mikið hefur verið um
verðbólguna rætt að undanförnu.
Hvort verðbólgan er kölluð eftir-
spumarverðbólga eða eitthvað annað
breytir því ekki að hún er jafnmikill
bölvaldur. Framsókn vill ná verð-
bólgunni niður með þvi að þrýsta á
hana með lögum svo að minna beri á
henni. Það gerðist fyrir mörgum
árum siðan að lind spratt upp í miðri
götu. Olli hún ýmsum erfiðleikum,
gatan varð holótt og alla jafnan voru
holurnar fuUar af vatni. Þá var tekið
það þjóðráð að ná i bílhlass af
rauðamöl og sturta yfir lindina, það
skyldi sko bæla hana niður með
valdi. Þar sem rauðamalarlagið var
allþykkt hvarf lindin í nokkra daga,
en Adam var ekki lengi í Paradís, og
svo fór að Undin fór að gægjast upp á
yfirborðið aftur. Á þennan hátt ætl-
ar Framsókn svo og hinir vinstri
flokkarnir að lækna verðbólguna, en
þaðbara tekstekki.
Að treysta á
einstaklinginn
Sjálfstæðismenn treysta á ein-
staklinginn. Þeir hafa lært af
reynslunni. Verðbólguna er ekki
hægt að fela. Þjóðfélagið verður að
einfalda og fá fólkið í landinu til þess
að takast á við þetta vandamál.
Mestaorkan sem ísland á er sú orka,
sem í fólkinu býr. Þessa orku þarf að
virkja til átaka í því að koma
verðbólgunni á kné! Þess vegna þarf
fólkið að vita hvar skórinn kreppir,
þa;ð þarf að þekkja kostnaðarþættina
í þjóðfélaginu, þekkja umhverfi sitt
svo að það geti verið virkt í bar-
áttunni við verðbólgudrauginn.
Það er þetta sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vUl. Þess vegna hefur
hann sett fram djarfa og þróttmikla
stefnu í þessari kosningabaráttu.
Hann einn flokka hefur þorað að
skírskota til fólksins á einarðan hátt.
Hann einn hefur þorað að segja
fólkinu að ekki sé lengur hægt að
komast undan því að takast á við
vandann. Vinstri flokkarnir eru hins
vegar alltaf að gefa það í skyn að
hægt sé að vinna stórátak án þess að
taka nokkuð á. Lífsreynslan hefur
kennt fólki að slíkt er hin versta
blekking.
Bjartari dagar
Að lofa fjármagninu að vera hjá
fólkinu og fyrirtækjum þess er eina
færa leiðin til þess að ná verðbólg-
unni niður. Einstaklingunum er besf
trúandi til þess að skapa arðvænlegt
atvinnulíf. Við það skapast keðju-
verkandi bati, aukin framleiðni, betri
kjör og tryggari kaupmáttur. Þetta
vita vinstri flokkarnir. Þess vegna
óttast þeir stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir vilja hindra, að sú
stefna geti sannað tilverurétt sinn og
ágæti. Hins vegar höfum við tæki-
færi til þess að gera rismikla tilraun í
þvi efni og veita Sjálfstæðisflokknum
brautargengi í kosningunum um
næstu helgi.
Páll V. Daníelsson.
„Vinstri flokkarnir trúa á rikisforsjá og
möppustjórnun.”
Ertþú
á aldrínum 16—25 ára?
Ef svo er hefur þú kost á að dvelja eitt ár sem skiptinemi á
vegum kristilegra alþjóða ungmennaskipta í eftirtöldum
löndum: Belgíu, Finnlandi, V-Þýzkalandi, Ítalíu, Sviss,
Ástralíu, Japan, Filippseyjum, Costa Rica, Mexico og
Bandaríkjunum.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 1979.
Uppl. og umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu
samtakanna i Hallgrímskirkju (Barónsstigsmegin) eða í
síma 24617 milli kl. 1 og 4 alla virka daga.
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs
auglýsir starf
UPPLÝSIIMGASTJÓRA
i skrifstofu nefndarinnar í Stokkhólmi.
Verkefni upplýsingastjórans eru m.a.:
að fjalla um erindi sem varða upplýsingar innan Norður-
landa og utan um Norðurlandaráð og norrænt samstarf að
öðru leyti,
að veita upplýsingadeildinni forstöðu, að vera ritari upp-
lýsinganefndar Norðurlandaráðs.
Umsækjandi um starfið verður að kunna góð skil á sam-
starfi, þjóðfélagsmálum og stjórnarfari Norðurlanda.
Upplýsingastjórinn nýtur sömu launakjara og starfs-
maður í launaflokki F 23 í Svíþjóð (nú 10.586 sænskar
krónur á mánuði) en fær auk þess sérstaka uppbót. Starfið
verður veitt til fjögurra ára, en möguleiki á framlengingu
allt að tveimur árum.
Nánari upplýsingar um starfssvið og starfsskilyrði fást í
forsætisskrifstofunni (hjá Gudmund Saxrud skrifstofu-
stjóra eða Harry Granberg upplýsingastjóra), sími
08/143420.
Umsóknir skal senda forsætisnefnd Norðurlandaráðs og
berast henni í síðasta lagi 12. desember 1979.
Utanáskriftin er: Nordiska rádets presidiesekretariat,
Box 19506, S—104 32, Stockholm 19.
Upplýsingar fást einnig hjá ritara íslandsdeildar Norður-
landaráðs, Friðjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra Alþingis,
sími 15152.
„HLEGIÐ UM Öli SUÐURNES”
Eftirfarandi rammagrein birtist í
málgagni krata í Reykjaneskjör-
dæmi, Alþýðubrautinni, 1. tbl. 1979,
undir ofanritaðri fyrirsögn. „Þær
fregnir berast nú af fundum fram-
sóknarmanna innan Straums að
Jóhann bæjarstjóri í Keflavík sé
kynntur þar sem kraftaverkamaður-
inn á Suðurnesjum. Hitaveita Suður-
nesja, Sorpeyðingarstöðin, Fjöl-
brautaskólinn, Heilsugæslan og við-
bótin við sjúkrahúsið séu nánast verk
Jóhanns eins. Allt þetta hefir hann
afrekað i hjáverkum með bæjar-
stjórastarfinu. Þetta þykir góð
skrýtja á Suðurnesjum og þar bíða
menn með nokkurri eftirvæntingu
eftir afrekaskrá um árangur í aðal-
starfinu.”
Róttur maður
á róttum stað
Það hefur ekki farið fram hjá
framsóknarfólki eða öðrum Suður-
nesjabúum að Jóhann Einvarðsson
hefur sem bæjarstjóri í Keflavík lagt
öllum framangreindum málum það
lið sem hann hefur getað. Suður-
nesjamenn vita að það munar um
stuðning Jóhanns Einvarðssonar
þegar hann leggur hönd að fram-
gangi mála. Það mega þessir sand-
kassadrengir vita að Jóhann Ein-
varðsson hefur verið þátttakandi og
eða leiðandi afl í öllum þeim verkefn-
um sem getið er um í framannefndri
rammagrein og er alveg sérstök
ástæða til þess að nefna Hitaveitu
Suðurnesja í því sambandi. Jóhann
Einvarðsson hefur svo sannarlega
verið réttur maður á réttum stað.
Hann hefur verið i fararbroddi þeirra
mörgu ágætu manna sem skynjuðu
þörf þeirra stórkosUegu verkefna sem
hrundið hefur verið í framkvæmd á
Suðurnesjum á Framsóknaráratugn-
um.
Jóhann Einvarðsson skildi að það
þurfti að byrja á því að virkja marga
krafta, sveitarstjórnir, einstaklinga
heilla byggðarlaga, ríkisvaldið og
fjármagnsstofnanir til samvinnu ,og
samhjálpar ef takast átti að gera um-
rædd stórverkefni að veruleika.
Jóhann Einvarðsson hefur manna
best skilið og túlkað að það er enginn
einn sem hrindir svo stórfenglegum
verkefnum í framkvæmd og er hann
maður að meiri.
Kjallarinn
Þörarínn St. Sigurðsson
Lágkúrulegur áróður
kratanna
Framsóknarfólk eða aðrir stuðn-
ingsmenn framboðslista Framsókn-
arflokksins í Reykjaneskjördæmi
hafa ekki og munu ekki dreifa svo
barnalegum áróðurssögum að Jó-
hann Einvarðsson hafi einn hrundið í
framkvæmd þeim verkefnum sem
getið er i rammagrein Alþýðu-
brautarinnar. Við vitum að öll þessi
verkefni hafa verið unnin vegna þátt-
töku fjölmargra einstaklinga. Þau
hafa verið framkvæmd í krafti sam-
vinnu og samhjálpar. Við þurfum
ekki á því að halda að veifa stolnum
fjöðrum — og mundum heldur aldrei
gera það. Við hvorki viljum né þurf-
um að heyja þessa kosningabaráttu
með barnalegu auglýsingaskrumi svo
sem sandkassadrengir kratanna hafa
gert að undanförnu. Við hvorki vilj-
um né þurfum á því að halda að afla
okkar fólki stuðnings með verkum
annarra, svo sem aftursætafólk krat-
anna hefur verið að burðast við. Við
hér á Suðurnesjum erum þess full-
komlega meðvitandi hvaða þátt Jó-
hann Einvarðsson hefur átt í fram-
kvæmd þeirra stóru verkefna sem nú
eru orðin staðreynd hér á Reykjanes-
skaganum. Við vitum ennfremur að
ibúar Reykjaneskjördæmis innan
Straums líta með bjartsýni til þess að
geta einnig notið starfsorku Jóhanns
Einvarðssonar á næsta kjörtímabili.
Ef krötum og sjálfstæðismönnum
(sem nú hafa góðu heilli skriðið und-
an sauðargærunni og fullvissað þjóð-
ina um að þeir rísa ekki undir svo
virðulegu nafni sem Sjálfstæðis-
flokkur — heldur sínu rétta nafni
íhald og afturhald) tekst ekki að
koma i veg fyrir það öðru sinni að
Reykjaneskjördæmi verði gert að
tveimur kjördæmum þá eigum við
framsóknarfólk gnægð hæfileika-
fólks, svo sem framboðslisti okkar
sýnir. Það fólk getur haldið hátt á
lofti merki samvinnu og samhjálpar
til framgangs góðra og nauðsynlegra
mála í væntanlegu nýju kjördæmi.
Vinnum með sæmd
og festu fyrir kjöri
Jóhanns
Einvarðssonar
Við sem vinnum að því með ráðum
og dáð að Jóhann Einvarðsson verði
kjörinn alþm. í Reykjaneskjördæmi
2. og 3. desember nk. gerum það með
fullri vissu um að Jóhann nýtur verð-
skuldaðs traust fyrir sín störf á
Suðurnesjum. Störf Jóhanns hafa
sýnt okkur að hann hefur hæfileika
til þess að sameina hina margvíslegu
krafta til átaka. Síðast en ekki síst
hefur Jóhann sýnt okkur, sem með
honum höfum starfað í þessari kosn-
ingabaráttu, að hann metur fullkom-
lega þátt þeirra fjölmörgu sem með
honum hafa starfað að framgangi
umræddra stórverkefna. Þeir sem
vinna af heilindum og drengskap og
skynja undirstöðuþætti þess sem þarf
til þess að hrinda stórum þjóðhags-
lega nauðsynlegum verkefnum í
framkvæmd þurfa ekki á þvi að
halda að tileinka sér vinnubrögð
þeirra sem eru að reyna að hefja
sjálfa sig upp úr sandkassanum með
verkum annarra og koma á framfæri
ósönnum áróðursaðferðum andstæð-
inga sinna. Það eru menn sem Jó-
hann Einvarðsson sem eiga erindi á
Alþing íslendinga. íbúar Reykjanes-
kjördæmis munu gera sitt til þess að
einmitt það verði staðreynd í kosn-
ingunum 2. og 3. desember nk.
Höfnum 27. nóv. 1979,
Þórarinn St. Sigurflsson.
/V