Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 23

Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 23
ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. 31 REYKJANES Sérfræðingar hafa á orði að í Reykjaneskjördæmi ,,eigi?’ Sjálf- stæðisflokkur tvö þingsæti og síðan hver hinna flokkanna, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, eitt þingsæti. Eiga fræðingarnir þá við að hið trausta fylgi sem flokkarnir geti reiknað með tryggi þeim yfirleitt slíka útkomu. Ekki hefur þetta þó reynzt svo í tvennum undanförnum alþingis- kosningum og miðað við kenningar um að hæstvirtir kjósendur gerist sífellt djarfari í flokkalausung er engan veginn víst að kenningar hinna sér- fróðu eigi sér nokkuð frekari stoð í komandi kosningum um helgina næstu eða þá síðar. f kosningunum 1959, — ’63, —’67 og ’71 stóðst kenningin um tvo sjálf- stæðisþingmenn og einn frá hverjum hinna þriggja flokkanna gömlu að fullu. Hún féll síðan í kosningasigri sjálfstæðismanna árið 1974 og óförum Alþýðuflokksins, sem þá komst næst andarslitrunum sem þingflokkur. Síð- arnefndi flokkurinn ruglaði siðan öll- um kenningum á sigurstundu sinni í siðustu kosningum í júní í fyrra. Kratar fengu aftur manninn sem þeir höfðu tapað 1974 og felldu auk þess Jón Skaftason, fyrsta manninn á lista Framsóknar- flokksins. Jón Skaftason reyndist spá- mannlega vaxinn Jón var eðlilega sár yfir úrslitunum þó hann bæri sig karlmannlega. í viðtali við DB snemma á mánudags- morgni, er úrslit lágu fyrir í fyrra, sþáði Jón að þeir flokkar s^m sigruðu í kosningunum þá mundu ekki geta myndað stjórn sem gæti sctið út kjör- tímabilið. Jón Skaftason reyndist spámann- lega vaxinn og þess vegna kjósum við aftur nú í byrjun jólaföstu. Jón hefur aftur á móti dregið sig út úr pólitík og situr nú á friðarstóli sem yfirborgar- fógeti í Reykjavík á skrifstofu embættisins við Skólavörðustíg. Sporgöngumaður Jóns á stjórn- málasviðinu er Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík. Vei látinn á Suðurnesjum og þykir hafa staðið sig vel i bæjarstjórastarfinu, sem ekki er öllum lagið. Jóhann hefur verið for- maður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja frá upphafi en hitaveituframkvæmdir þeirra Suðurnesjamanna eru líklega einhverjar mikilvægustu úrbætur sem unnið hefur verið að þar um slóðir. Kemst þingmanns- fley Framsóknar aftur á f lot Jóhann Einvarðsson, sem framsóknarmenn ætla til að setja þing- mannsfley sitt í Reykjaneskjördæmi aftur á flot, er reyndar fæddur i Reykjavík og meira að segja í vestur- bænum. Maðurinn mun hafa gerzt KR- ingur snemma og lék þar i það minnsta handknattleik framan af árum. Jóhann starfaði mikið að félagsmálum hand- knattieiksmanna þar til hann hvarf nokkuð óvænt til ísafjarðar, þá nýráðinn bæjarstjóri. Hann tók síðan við sama embætti í Keflavík árið .19 Gunnlaugur féll naumlega fyrir Olafi Björnssyni 1 prófkjörinu um þriöja sætíð á Alþýðuflokkslistanum. Hann skipar nú annað heiðurssætí listans. Salome og Jóhann berj- ast líklega um 5. sætið —gildir eignarhald f lokkanna á tryggum þingsætum eða raskar lausung kjósenda kenningum sérfræðinganna Vinna sjálfstæöismenn aftur þriðja sætiö i Reykjaneskjördæmi og senda Salome Þorkelsdóttur á þing eða lætur hún sér nægja uppbótarsætið? Hún er alla vega ein af fáum konum sem vafalítið munu sitja á Alþingi eftir þessar kosningar. Hvort Framsókn tekjt'naff'éfídtjr- heimta þingmann sinn í kjördæminu er ekki ljóst. Ýmsir segja að Jóhapn geti vænzt fylgis óánægðra sjálfstæðis- manna á Suðurnesjum. Rökstuðningur fyrir því er sá að enginn fulltrúi Suður- nesja sé í öruggu sæti á sjálfstæðislist- anum. Fyrri fulltrúar þeirra, Oddur Ólafsson læknir og Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grinda- vík, eru nú í heiðurssætum listans. Oddur vinnur vel fyrir Salome Oddur vann mjög ötuilega að því að sjálfstæðismenn á Suðurnesjum styddu Salome Þorkelsdóttur úr Mos- fellssveitinni í prófkjöri flokksins. Hann er vinsæll þar syðra sem annars staðar, ættaður úr Höfnunum og orðstir hans sem eins forustumanna berklasjúklinga hefur orðið honum að góðu liði í pólitíkinni. Ef litið er framhjá fjarveru fulltrúa Suðurnesjamanna á sjálfstæðislistan- um er það almannarómur að aðrir hlutar kjördæmisins megi vel við una. Rótgrónir kappar eru i tveim fyrstu sætunum. Þeir Matthías Á. Mathiesen og Ólafur G. Einarsson. Hinn fyrrnefndi traustur í sessi með Hafnar- fjarðarfylgið að baki sér siðan hann felidi Emil Jónsson, þáverandi for- sætisráðherra minnihlutastjórnar krata í frægu einvígi þeirra árið 1959, er Hafnarfjörður var enn einmennings- kjördæmi. Ölafur G. Einarsson hefur lengi verið forustumaður í samtökum sveit- arstjórna frá því hann var sveitarstj. i Garðabæ. Vegna þeirra starfa varð Ólafur formaður hlutafélagsins Olíumalar, sameignar nokkurra sveit- arfélaga, sem vildu bæta gatnakerfi sin. Nú er Olíumöl djúpt sokkin í skuldasúpuna og óvíst um framtíð fyrirtækisins. Vilja sumir kenna stjórn fyrirtækisins um og hefur Ólafur sem stjórnarmaður hlotið nokkurt ámæli fyrir. Ekki hefur þetta áhrif á að hann er örugfeúi- irieð þingsæti sitt og alls óvíst hvort ófarir Olíumalar hafa nokkur áhrif á gengi Sjálfstæðis- flokksinsí Reykjaneskjördæmi. Saiome úr Mosfellssveit mun án vafa verða í þingliði flokksins eftir kosningar. Hún er þaulreynd úr sveit- arstjórnarmálum og öðrum félags- málum. Seltirningurinn Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri, þar er í fjórða sæti listans. Hann mun vafalaust koma til með að sitja sem varaþingmaður á næsta þingi í fjarveru aðalmanna. Nýtt andlitá sjálfstæðislistanum Nýtt andlit er í fimmta sæti sjálf- stæðislistans, mikill dugnaðarforkur úr Garðabæ, Arndís Björnsdóttir. Á námsárum sínum í Verzlunarskólanum var hún margsinnis i dúxasæti. Síðan 'kenndi hún við sama skóia ytð-gýðan orðstír og stundar nú-auk húsftóðúr- starfa kaupmennsku í höfuðborginni. Andstæðingar Arndísar vildu kenna hana við Kassagerð Reykjavíkur þegar hún birtist nokkuð óvænt á prófkjörsvígvellinum fyrr í vetur. Þetta erómaklegt. Arndís Björnsdóttir þarf enga kassagerð á bak við sig.Húrv mun vera fullfær um að sjá um sig sjálf í hinum pólitíska sjó kjósi hún að sækja hann i framtíðinni. Alþýðuflokksmenn mæta nú til leiks með Ólaf Björnsson útgerðar- mann í Keflavík i þriðja sæti listans i staö Gunnlaugs Stefánssonar guðfræðinema úr Hafnarfirði sém óvænt komst inn sem uppbótarþing- maður, er kratar fengu tvo menn kjördæmakjörna í síðustu kosningum í kjördæminu. Karlmannlegir kratar að langfeðgatali Ekki munaði þó nema örfáum at- kvæðum á þeim í prófkjöri flokksins í haust. Þá varð nokkur ágreiningur vegna galla á atkvæðaseðlum. Gunn- laugur tók ósigrinum karlmann- lega.Lýsti yfir órofa stuðningi við Alþýðufokkinn eins og krata að lang- feðratali ber að gera. Hann skipar síðan næstneðsta sæti listans og hefur auk þess sótt um stöðu fréttamanns hjáRíkisútvarpinu. ’,.;Ölíklegt er talið að Alþýðu- flokkurinn haldi fylgi sínu í Reykjanes- kjördæmi. Þeir Kjartan Jóhannsson, varaformaðúf ílijJtksuis og sjávarút- vegsráðherra, og Karl Steinar Guðna- son verkalýðsleiðtogi af Suðurnesjum, munu þó vafalítið báðir endurheimta þingsæti sín þó sá síðarnefndi verði kannski uppbótarmaður. Gils Guðmundsson sem veríð hefur efsti maður á lista Alþýðubandalagsins frá því 1960, sezt nú á friðarstól og gefur ekki kost á sér aftur. Gils, sem verður 65 ára á komandi gamlársdag, kýs nú vafalaust að snúa sér alfarið að fræðistörfum og skriftum, sem hafa orðið að verá hjáverk hans meðan á þingmennskunni stóð. ' Gils var aldrei neinn hávaðamaður á þingi þó hann skipaði sitt sæti með sóma. Slíkt verður heldur ekki sagt um Geir Gunnarsson sem nú færist úr öðru sæti lista bandalagsins á Reykja- nesi upp í hið fvrsta. Geir, sem er gegn þingmaður, hefur aldrei fengizt til að taka við neinum vegtyllum úr hendi fiokks síns þrátt fyrir tilraunir flokks- bræðra. Hann hefur um árabil setið í fjárveitinganefnd Alþingis, sem þykir ein sú annasamasta. Þar hefur Geir Gunnarsson þótt betri en enginn. Benedikt verður ekki bumbult af mixtúrunni í annað sætið hjá Alþýðubanda- laginu kemur verkalýðsfor- inginn Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands byggingamanna. Hann er trésmiður að mennt en hefur iengi verið í fylkingarbrjósti fyrir starfsbræður sína. Hann hefur auk þess gegnt trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið um árabil. Sumir vilja segja að erfitt sé að samræma þetta tvennt en ekki er vitað til þess að Benedikt hafi orðið bumbult af mixtúrunni. Víst má telja að hann fari nú á þing sem uppbótarmaður. Þar bætist þá einn við af verkalýðs- foringjum á Alþingi. Annars hefur Benedikt Davíðsson stundum verið kallaður fulltrúi svokallaðs upp- mælingaraðals, sem ekki eigi neitt sameiginlegt með hinum almenna verkalýð. Um úrslitin, þegar talið hefur verið úr kjörkössunum, er það að segja í heild sinni að þeir Matthías og Ólafur eru inni sem kjördæmakjörnir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Kjartan fyrir Al- þýðuflokk og Geir Gunnarsson fyrir Alþýðubandalag. Baráttan stendur liklega á milli Salomc Þorkelsdóltur af sjálfstæðisiistanum og lóhai n< Einvarðssonar hjá Frainsókn.l kki mi þó gleyma því að Alþýðuflokkur hafði þetta sæti í kosningunum í fyrra. Til Reykjanesskjördæmis fara að venju þrjú uppbótarþingsæti og í þau eru líklegust Salome eða Sigurgeir bæjar- stjóri frá Sjálfstæðinu, Karl Steinar eða Ólafur útgerðarmaður frá krötum og Benedikt Davíðsson fyrir Alþýðu- bandalag. -ÓG. Matthias Á. Mathiesen, fyrrum fjár- málaráóherra, verður vafalaust 1. þing- maður Reykjaneskjördsmis og byggir þá m.a. á traustu fylgi I Hafnarfirði. Veðja óánsgðlr sjálfstæðismenn á Suðurnesjum atkvæði sinu á Jóhann Ein- varðsson bæjarstjóra, fyrsta mann á lista Framsóknar? Benedikt Daviðsson verkalýðsleiðtogi situr nú i öðru sætí á lista Alþýðubanda- lags. Jón Skaftason, sem orðinn er yfirborgar- fógetí 1 Reykjavík, reyndist sannspár um langlifi vinstri stjórnarinnar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.