Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
41
ÓLAFUR |
GEIRSSONj
VESTFIRÐIR
Kratar ganga samein-
aðir til kosninga
Hrafnscyri viö Arnarfjörð er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta. Stundum
hafa Vestfirðingar safnazt þar saman til hátiða en það mun þó fátiðara hin siðari ár
þar sem Hrafnseyri er ekki I alfaraleið.
„Þessi úrslit eins og þau liggja
fyrir sýna óumdeilanlega, að fólk er
orðið leitt á því kerfi, sem við höfum
búið við,” sagði Karvel Pálmason,
er DB ræddi við hann kl. rúmlega 6
að morgni hins 26. júní 1978. Þá
benti allt til þess samkvæmt talningu
atkvæða, að hann hefði náð því að
verða kjördæmakosinn þingmaður í
Vestfjarðakjördæmi.
Síðar þennan sama dag lauk
talningu. Reyndist Karvel ekki hafa
náð kjöri, enda þótt listi hans fengi
776 atkvæði eða 14.6% eða aðeins
0,3% minna en annar maður Sjálf-
stæðisflokks.
Karvel Pálmason var því kominn í
þann hóp fallinna frambjóðenda og
fyrrum þingmanna, sem DB ræddi
við þennan þriðjudag um hvað þeir
hygðust leggja fyrir sig á næstunni.
í þessum kosningum í fyrra féllu
fleiri en Karvel af þeim sem í kjöri
voru á Vestfjörðum. Voru það þau-
Gunnlaugur Finnsson (B) og
Sigurlaug Bjarnadóttir (D).
Til gamans má geta þess að það
urðu fjórir þingmenn landskjörnir
með lægra atkvæðahlutfall i sínum
kjördæmum en Karvel Pálmason
hlaut á Vestfjörðum. Þeir voru Bragi
Níelsson (A) í Vesturlandi með
11,4%, Jósef H. Þorgeirsson (D)
einnig á Vesturlandi með 12,7%,
Hjörleifur Guttormsson (G) Austur-
landi 12,2% og Finnur Torfi Stefáns-
son (A) Norðurlandi vestra með
13,6%.
Karvel í sátt
við kerfið
Nú hafa málin snúizt þannig að
Karvel Pálmason hefur — í það
minnsta að einhverju leyti — samið
við kerfið, sem hann sagði að fólk
væri orðið leitt á. Hann gengur nú
fram til kosninga með Alþýðuflokki
og skipar þar annað sæti á lista
flokksins á Vestfjörðum á eftir
Sighvati Björgvinssyni^ýium helzta
andstæðingi sínum fyrrum. Sé
haldið áfram að leika sér að fyrri
kosningatölum þá má segja að sam-
einaðir hefðu þeir Sighvatur og
Karvel báðir komist að sem kjör-
dæmakjörnir i síðustu kosningum.
Sighvatur þá sem fyrsti þingmaður
Vestfirðinga en Karvel hefði fellt
Karvel Pálmason, sem naumlega missti af fimmta sætinu á Vestfjöróum I sfðustu
alþingiskosningum, skipar nú annað sæti á lista krata.
annan mann Sjálfstæðisflokksins,
Þorvald Garðar með einu atkvæði.
Sennilegt er að einmitt Alþýðu-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur verði
aðalkeppinautarnir um fimmta þing-
mann Vestfirðinga. Ekki er þó hægt
að reikna með því að allt fyrra fylgi
Karvels fvlai honum yfir i Alþýðu-
flokkinn. Ilins vegar er mögulegt að
við sameininguna hafi ganilir
stuðningsmenn krata fyllzt nýrri von
og komi nú til liðs við flokkinn
aftur.
Guðvarður Kjartansson fjórði
maður á lista Alþýðubandalags og
búsettur á Flateyri sá í það minnsta
ástæðu til þess á kosningafundum að
skora á Vestfirðinga að verða nú ekki
eina kjördæmið sem yrði til þess að
stækka hlut Alþýðuflokks af at-
kvæðakökunni við komandi
kosningar.
Sighvatur Björgvinsson „glans-
aði” í prófkjöri krata og stuðnings-
menn hans vestra segja hann vaxandi
mann. Á fundum lagði Sighvatur
áherzlu á að jafnaðarmenn á Vest-
fjörðum hefðu nú aftur gengið í
sömu sæng. Sameiningartákn þeirra
væri „gamla kempan Hannibal”.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
hvorki meira né minna en 216 at-
kvæðum í kosningunum í fyrra í
Vestfjarðakjördæmi. Flokknum
tókst þó að halda tveim mönnum
kjördæmakjörnum, naumlega þó.
Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur
mátti aftur á móti búa við það að
falla af skrá yfir landskjörna þing-
menn.
Matthías
sennilega
sterkastur
Nú eins og i kosningunum 1978 er
Matthías Bjarnason sennilega sterk-
asti frambjóðandinn í kjördæminu.
Seta hans í stóli sjávarútvegsráðherra
hafði síður en svo slæm áhrif á-Veg'
hans fyrir veytan.
Kjartan og
Þorvaldur
Garðar lögðust
í f erðalög
Talið er áð Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, annar maður á Sjálf-
stæðislistanum, hafi aldrei fyrr lagt
jafn mikla vinnu í kosningaundir-
búninginn og nú. Að sögn munu
þeir ekki vera margir bæirnir í kjör-
dæminu þar sem hann hefur ekki
komið og rætt við kjósendur.
Kjartan Ólafsson fyrsti maður
Alþýðubandalagsins er einnig sagður
hafa verið drjúgur í ferðalögum og
oftsinnis fylgt Þorvaldi Garðari eins
og skugginn eða verið eins og sending
á undan honum víða um firði.
Kratar og
Sjálfstæðið
berjast um
fimmta manninn
Kjartani standa fáir á sporði t
persónuþekkingu og frændsemis- og
venzlaböndum. Hann er öruggur
með kosningu og bætir enn við fylgi
Jijjt að sögn kunnugra. Kjartan Ólafs-
json er fæddur og uppalinn á
Súgandafirði fram til unglingaldurs.
Þar er hann vel látinn þó svo að ekki
hijóti hann kjörfylgi alfra sinna ætt-
menna á staðnum.
Ólafur Þórðarson (B) skólastjóri
að Reykholti í Borgarfirði var til
skamms tima skólastjóri á Súganda-
firði, oddviti hreppsins og framá-
maður á staðnum. Þar er hann aftur
á móti umdeildur mjög og athyglis-
vert var að hann sá ekki ástæðu til að
mæta á sameiginlegum fundi fram-
bjóðenda á Súgandafirði þar sem
starfsvettvangur hans var þó um
langt árabil.
Ólafur felldi
Gunnlaug en
Steingrímur ber
þungann
Flokksmenn Ólafs, Framsóknar-
menn, tóku hann þó fram yfir
Gunnlaug Finnsson bónda að Hvilft í
önundarfirði og skipuðu honum í
annað sæti listans. Það varð þó ekki
nemá með oaumWclúm eftir
Sleingrímur Hermannsson þykir minna
á föður sinn, þegar honum lekst scm
bezt upp, og framsóknarmenn á Vest-
fjörðum segja hann vaxandi mann.
margítrekaðar' kosningar þeirra á
milli.
Auðvitað er það Steingrimur
Hermannsson, nýkjörinn formaður
Framsóknarflokksins, sem ber hita
og þunga baráttunnar, sem efsti
maður listans. Sjálfir segja fram-
sóknarmenn vestra að ábyrg af-
staða flokksins i þjóðmálum að
úndanförnu hafi létt þeim róðurinn í
baráttunni. Um ábyrgðina eru vitan-
lega skiptar skoðanir en sjálfur
siendur Steingrímur traustum fótum
i öruggu fylgi. Þykir vaxandi maður
og jafnvel minna á Hermann föður
sinn, þegar honum tekst bezt upp á
Ströndum.
-BS/ÓG.
Sighvatur Björgvinsson var langefstur
1 prófkjöri Alþýðufiokks og skipar
efsta sæti hjá flokknum.
Guðvarður Kjartanss-m fjórði maður á lista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hvatti fólk til að varast að kjördæmið
yrði það eina þar sem k úar bættu við sig fýlgi. Kjartan Ólafsson, efsti maður listans, hefur gert víðreist um kjördæmið eins
og Þorvaldur Garðar sjálfstæðismaður i öðru sæti. DB-mynd ÓG.
Sá frambjóðandi á Vestfjörðum, sem þar
þykir hafa sterkasta aðstöðu einn sér, er
Matthfas Bjarnason, efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins. Frammistaða hans
f embætti sjávarútvegsráðberra varð
honum einnig - til framdráttar heima I
héraði.