Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 35

Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. 43 NORÐURLAND EYSTRA Bræður berjast og Framsókn hirðir þingsæti Lárus Jónsson ræðir milin við Dalviking. Stefán Jónsson á næsta viðtalsbil. DB-mynd: ARH. Það liggur bærilega á Ingvari Glslasyni, efsU manni hjá Framsókn,og Helga DB-mynd: ARH. Norðurland eystra er eitt af þeim kjördæmum sem mest eru í kastljósi spámanna í pólitík þessa stundina. Ástæðan er augljós. Þar getur dregið til meiri háttar tíðinda í kosningunum. Þar er hart barizt um bitann. Hvað halda kratarnir miklu fylgi? Fær Framsókn 3 menn kjörna? Heldur Alþýðubandalagið sínu? Fellur Halldór Blöndal? Á Sólnes möguleika eða fá þeir pólitíska bræðrabyltu, hann og Blöndal? Spurningarnar eru margar sem menn velta fyrir sér. Þingmenn kjördæmisins voru sjö talsins á síðasta þingi, 6 kjördæma- kjörnir og 1 til uppbótar. Allir nema einn fyrrverandi þingmenn eru í „volg- um” sætum og einstaka jafnvel í bull- andi heitum sætum. Bragi Sigurjóns- son, fv. þingmaður og ráðherra, á ekki kost á því að setjast í stólinn að loknum kosningum. Hann féll í prófkjöri Al- þýðuflokksins og er ekki að finna á framboðslista fiokksins. Möguleikar Árna þokkalega góðir Kratar fengu dúndrandi glæsilega kosningu síðast og komu tveimur mönnum að, Braga Sigurjónssyni og Árna Gunnarssyni. Árni datt naumlega inn fyrir þröskuld þinghússins sem uppbótarmaður og var ýmist úti eða inni tímunum saman þegar Vestfirðing- ar voru að tína atkvæði sín upp úr kössum. Ólíklegt er að kratar fagni svo góðum sigri í ár og leggja þeir allt kapp á að halda inni einum þingmanni, Árna Gunnarssyni. Jón Helgason, formaður verkalýðs- félagsins Einingar, keppti um 2. sætið á A-listanum á móti Jóni Ármanni Héðinssyni. Jón fyrrnefndi lá fyrir. Jóni síðarnefnda og þykir framboðið veikara fyrir vikið. Jón Ármann er sunnanmaður eins og Árni. Finnst ýmsum nóg komið af sunnanmönnum í framboði. Auk þess hefði Jón Helga- son styrkt framboðið sem foringi í verkalýðshreyfingunni. Möguleikar Arna verða að teljast þokkalega góðir ef marka má það sem hvislað er. Helztu atkvæðamið hans eru á Húsavík og nágrenni, einnig á Akureyri. Hann hefur að sögn verið allliðtækur að snattast fyrir norðlenzka þegna í höfuðborginni og fær trúlega krossa út á það. Flestir viðmælendur blaðsins spá honum áframhaldandi setu í þingsölum. Simonarsyni á Þverá. Klofningur Sjálfstæðisflokks hjálpar Framsókn Framsóknarmenn ætla sér að endur- heimta 3. þingmanninn sem þeir misstu í síðustu kosningum. Og klofinn Sjálf- stæðisflokkur hjálpar jæim að hreppa sinn 3ja mann. Mál manna er að Framsókn hafi góðan byr i kjördæminu núna. Einn af kosningastjórum krata sagði við undir- ritaðan að hann „óttaðist byrinn hjá Framsókn núna”. Ingvar Gíslason, þingmaður kjör- dæmisins síðan 1961, og Stefán Val- geirsson, þingmaður síðan 1967, eru í efstu sætum. Heyra má á sumum „frömmurum” að þeim hefði fundizt í lagi að endumýja eitthvað á toppnum. Einkum heyrast þær raddir í Þingeyjar- sýslum. í 3ja sætinu er nýtt andlit, Guð- mundur Bjarnason. Hann er fæddur og uppalinn Húsvíkingur, en flutti til Keflavíkur fyrir 2 árum og er þar bankaútibússtjóri. Guðmundur var í bæjarstjórn Húsavíkur í 7 ár, þar af forseti bæjarstjórnar í 3 ár. Hann hefur áður verið á B-listanum en aldrei fyrr staðið á þröskuldi alþingis. Nú er því spáð að kjósendur fleygi honum inn fyrir þröskuldinn þann. Kostar klofningurinn þingsætið? Sjálfstæðismenn fengu tvo menn kjörna síöast, Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson. Nú eru breyttir tímar og upp- lausn í herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Sólnes vildi prófkjör en fékk ekki. Hann býður sig fram á sér- lista, skipuðum flokksbundnum sjálf- stæðismönnum. Láms er hins vegar oddviti D-listans. Lárus á ættir að rekja til Ólafsfjarðar og hefur verið þingmaður kjördæmisins síðan 1971. Hann hefur haft talsverð afskipti af sveitarstjórnarmálum, var m.a. fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Halldór Blöndal skipar 2. sætið á D- listanum. Hann hefur setið á þingi sem varamaður og var í 3ja sæti listans í síðustu kosningum. Halldór hefur starfað við blaðamennsku á Morgun- blaðinu, kennslu á Akureyri og erind- rekstur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Hann þykir harðskeyttur kappræðumaður og kemur vel fyrir í pontu. Halldór er einn af yfirskoðunar- mönnum ríkisreiknings sem grúskað hafa í símareikningum Sólness. Barátta D- og S-listamanna er hörð. Fyrst og fremst er bitizt um Akureyrar- fylgi Sjálfstæðisflokksins. Klofningur- inn mun að öllum líkindum kosta sjálf- stæðismenn þingsæti í kjördæminu. Alþýðubandalagið má þakka fyrir að halda sínu Fjögur efstu sætin á lista Alþýðu- bandalagsins eru skipuð sama fólki og i síðustu kosningum. Stefán Jónsson er í fylkingarbroddi. Alþýðubandalagsmönnum þykir mörgum hverjum að góður kostur hefði verið að skipta um fólk i fram- boði að þessu sinni og hressa svolítið upp á listann. Ekki er þó að heyra að þeir séu á einu máli um það á hvern hátt sú andlitslyfting hefði bezt verið framkvæmd. Sumir vilja Soffiu Guð- mundsdóttur (G-2) á toppinn, aðrir Helga Guðmundsson (G-3). Enn aðrir vilja skipta um fólk í þrem efstu sætun- um. Ég er á móti hernum og erlendri stór- iöju... Steingrimur Sigfússon, 4. maður á G-lista, steytir hnefa að framsóknar- mönnum máli sinu til stuðnings. DB-mynd: ARH. Alþýðubandalaginu er ekki spáð auknu fylgi frá því síðast. Sumir flokksmenn hafa við orð að Bandalag- ið megi þakka fyrir að halda sínu. Stefán Jónsson hefur verið kjör- dæmakjörinn þingmaður síðan 1974, þar áður sat hann sem varamaður. Soffia Guðmundsdóttir hefur setið á þingi sem varamaður. Framsókn lítur S-listann hýru auga Sólness-framboðið hefur lífgað heil- mikið upp á kosningabaráttuna og hleypt í hana hörku. D-listamenn eru að vonum lítið hrifnir af tiltækinu. Þeir halda því óspart að atkvæðum Sjálf- stæðisfiokksins að þetta sé „dautt framboð” og hafi það markmið eitt að fella annan mann á D-lista. Framsókn rennir hins vegar hýru auga til Sólness- listans (eða Sólskinsflokksins, eins og gárungar kalla hann) enda er útlit fyrir að klofningurinn hjálpi Framsókn að hirða 3 menn í kjördæminu. Fylgi S-listans er fyrst og fremst á Akureyri. Einhvern reyting á listinn hér og þar í kjördæminu. Frambjóðendur listans mættu ekki á sameiginlegum framboðsfundum austast i kjördæm- inu á dögunum og virðast því álíta að betur gagni að ólmast á Akureyri og á Eyj afjarðars væðinu. „Sólnes fær eitthvað á annað þús- und atkvæða,” heyrist gjarnan sagt í hópi spámanna. Ljóst virðist að S-list- inn fái talsvert fylgi, aðallega úr röðum sjálfstæðismanna á Akureyri. Einnig frá óánægðum krötum og jafnvel fyrr- verandi stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins. Fáir aðrir en harðsviraðir stuðnings- menn Sólness halda því fram að at- kvæðaforði S-listans muni nægja til að setja þingmann á vetur. Liklegast er að fylgi Sjálfstæðisflokksins skiptist á milli S- og D-listans. Og að Framsókn noti tækifærið og hirði þingsæti af sjálfstæðismönnum. Jón G. Sólnes hefur verið þingmaður kjördæmisins frá 1974, þar áður sat hann sem varamaður. Sólnes var útibússtjóri Landsbank- ans á Akureyri og forseti bæjarstjórnar um skeið. Og svo var hann formaður i Kröflunefnd. -ARH Jón G. Sólnes fær um þúsund atkvæði, segja spámenn. DB-mynd: Einar Ólason. > i 'V'.y Guðmundur Bjarnason.þriðji á lista Framsóknar og hreppir þingsætí, Halldór Blöndal, annar maður á D-listanum, sér á eftír þingsætí. DB-mynd: ARH. DB-mynd: ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.