Dagblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 36
44
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
AUSTURLAND
Oddvitar Hánefsstaða-
ættar og Ásgrímssynir
eiga harma að hef na
—en þá er Austfjarðagoðinn hættur og verður ekki sigraður
í Austurlandskjördæmi — ríki
kommissaranna — stendur kosning-
baráttan helzt um möguleika á uppbót-
arþingsætum. í kjördæminu kjósa um
5% kjósenda í landinu. Ef 60 alþingis-
mönnum væri skipt af jafnræði milli
kjósenda kæmu því 3 í hlut Austur-
lands. En kjördæmið á 5 þingmenn,
fékk að auki Hjörleif Guttormsson í
uppbót síðast og með litlum breyting-
unt gæti kjördæmið náð 7 þing-.
mönnum.
„Austfjarðagoðinn” Lúðvik
Jósepsson hefur nú horfið af „víg-
vellinum” en það er meira en andi
hans sem svífur yfir vötnum þar eystra
cnnþá. Á hátindinum hætti hann, þá er
hann hafði náð að verða I. þingmaður
Austurlands og hélt með tvo lærisveina
sína inn á Alþingi siðast, sem sagt þrjá
þingmenn út á 36,5% atkvæða. Geri
aðrir betur.
Og við þetta lá gamla vigið hans
Eysteins í sárum. Prinsar lágu i valnum
og nú stendur til að oddvitar Hánefs-
staðaættar hefni harma og allir Ás-
grimssynir. En lítum á frambjóðendur.
Bjarni fer ekki til
Ástralíu
Prófessor Bjarni Guðnason skipar
efsta sæti A-listans. Hann er fæddur
vinstri pólitíkus en hefur þó viða komið
við í stjórnmálunum eins og ýmsir fleiri
á þeim væng. Hann var formaður
Frjálslynda flokksins 1963, komst á
þing fyrir Samtökin 1971, sprengdi
öðrum fremur stjórnina 1974 og er nú í
annað sinn, innfæddur Reykvíkingur-
inn, kominn í framboð fyrir krata á
Austurlandi.
Bjarni hefur víða sýnt það að hann
er hamhleypa til verka, áður fyrr á
knattspyrnuvelli og síðar í sprettum
fyrir ýmsa stjórnmálalfokka. Hann
tvöfaldaði fylgi A-listans eystra í fyrra
— þrátt fyrir það að tveimur vikum
fyrir kjördag hljóp hann af baráttuvelli
og hélt til Ástralíu í fyrirlestraferð.
Víða er fullyrt að Ástralíuförin hafi
kostað hann uppbótarþingsæti. Bjarni
nær oft vel til áheyrenda, cr málefna-
legur, dregur upp skýrar myndir og
glettnar af mistökum mótherjanna og
nær oft á undarlega prófessorslegan
hátt taki á hjartastrengjum þeirra sem
hann talar til. Þar nýtur hann sjálfsagt
meðfæddra kennarahæfileika. Haldi
hann utan um það fylgi sem hann var
búinn að ná fyrir Ástralíuförina frægu
og fái góðan hluta atkvæða fyrri
flokksbræðra í Samtökunum, er
uppbótarsætið honum engan veginn
útilokað og Bjarni er líklega eina von
Austfirðinga um 7 menn á Alþingi.
Tómas í heila höfn
—loksins
Loksins er Tómas Árnason kominn
í það sæti, sem Eysteinn Jónsson
ætlaði honum í Austurlandskjördæmi,
þá er hann valdi hann til framboðs
1959. Það fellur í hlut þessa fulltrúa
Hánefsstaðaættarinnar að rétta við
fylgi Framsóknar í kjördæminu, eftir
að Vilhjálmur frændi hans af sömu ætt
hefur nú runnið sitt þingmannsskeið
og orðið að þola og kyngja ósigrinum
stóra er Framsókn féll úr forystuhlut-
verkinu eystra.
Tómas er harður í horn að taka, á-
kveðinn og fylginn sér. Ósveigjan-
legastur allra var hann í síðustu nýliða-
stjórn Óla Jóh. Með ríkiskassann
tóman í kjöltunni neitaði hann bæði
krötum og kommum um dans þegar
þeir vildu stiga hliðarspor vegna ágangs
þrýstihópa. Fyrir kom að hann stóð
einn gegn öllum hinum og hafði sigur.
Ekki skaðar það hann eystra að hafa
átt ogeigageymdan kommissar-stól hjá
Framkvæmdastofnun og persónulega
getur hann boðið flestu byrginn með
sinn hlut í Dairy Queen fjölskyldufyrir-
tækinu í bakhöndinni.
Halldór inn
úr kuldanum
Halldór Ásgrímsson (F—2) kemst
nú inn ,,úr kuldanum” eftir 15 mánaða
fjarveru frá Alþingi. Halldór, sem
komst 33 ára inn á þing, varð fórnar-
lambið er Lúðvík vann sinn sasta sigur
síðast að ná 1. sæti á Austurlandi. Eins
og Tómas nýtur Halldór sterkra ættar-
banda í kjördæminu og erfði nánast
þingsæti vinsæls afa síns og alnafna,
sem enn er rómaður vítt um Austur-
land þótt látinn sé fyrir 6 árum, sat
enda 24 ár á þingi.
Halldór yngri hefur sýnt að hann er
hæfur alþingismaður, málafylgju-
maður, rökfastur og finnur auðveld-
lega kjarna hvers máls, þó framsetning
eða talandi þyrfti ekki að vera jafn
einhæfur og svekkelsislegur og hann
/ **»*'»*'*«*
Helgi Seljan á traust fylgi riðast á
fjörðunum en hvort það nægir til 1.
þingsætis eystra er mjög óvíst.
alla jafna er, því það er ekki það sem
að baki býr. Meðal afreka Halldórs er
að ná lektorsstöðu við Háskólann þó
hann hafi aldrei stundað háskólanám.
Það fara ekki margir i slíka skó.
Blanda úr Samvinnu-
skólanum og UMFÍ
Guðmundur Gislason heitir
nýliðinn hjá Framsókn í 3. sæti. Úr
Kjósinni mun hann ættaður, dubb-
aður í Samvinnuskólanum, starfs-
maður UMFÍ um tíma og giftur inn i
atkvæðaætt á Stöðvarfirði. Hvort
eitthvað af þessu eða allt leiddi til þess
að hann varð kaupfélagsstjóri á
Stöðvarfirði 1974 skal ósagt látið. En.
bragð er að öllu þessu i ræðum hans á
framboðsfundum. Kenningarnar eru úr
Samvinnuskólanum, ræðumennskan er
úr UMFÍ hreyfingunni þar sem fjöldi
orða og reiprennandi tal — sem sagt
hugsað upphátt — er aðalreglan.
Kaupfélagsstjórastaðan, þó litt eftir-
sóknarverð sé, hefur svo opnað
manninn í báða enda, til sjávar og
sveita svo hvergi er föstum fótum
staðið. Af fyrstu kynnum við manninn
á fundum verður því varla trúað að
hann verði frelsari Framsóknar í fyrstu
Halldór Ásgrfmsson kemst nú inn úr
kuldanum i hlViuna á Albinei.
Egill á Seljavöllum er án efa bezta
„auka”-framboðið á Austurlandi nú og
tryggír Sverri I sessi.
Tómas Árnason — loksins kominn i 1.
sætið sem Eysteinn ætlaði honum 1959.
Og nú skal harma hefnt.
tilraun. En hvað getur ekki skeð á
Austfjörðum?
Að Sverrir Hermannsson og Sjálf-
stæðisflokkurinn geti gert eitthvert
óvænt strik í reikninginn i Austurlands-
kjördæmi er dregið i efa. Flokkurinn
galt mikið afhroð i síðustu kosning-
um þá er AA-flokkarnir sópuðu til sín
atkvæðum á forsendunum fölsku
„Samningana í gildi”. Það fylgistap
ætti að skila sér a.m.k. að einhverju
leyti til baka og Sverrir ætti vart að
þurfa að hafa áhyggjur af því að missa
þingfararkaupið. Vel sótt prófkjör hjá
flokknum í kjördæminu boðar viss
merki um aukinn styrk og vafalítið er
flokknum mikill styrkur í veru Egils
Jónssonar bónda að Seljavöllum i 2.
sæti listans. Þar er á ferð mikill trú-
maður um ágæti Sjálfstæðisflokks og
talar af innlifun um hlutina, vel
menntaður og góðættaður. Þó Sverrir
hafi munninn fyrir neðan nefið er hann
tekinn að þreytast um aldur fram.
Versti löstur hans er hversu langt hann
telur sig yfir aðra hafinn, vita allt
betur, gera allt betur og geta allt betur
en aðrir. Það gengur dável fyrir austan
ef dæma má af aðsókn og því trausti
sem Sverrir hlaut í prófkjöri eystra nú.
En hann er lika kommissar. En dugar
það á annarra flokka fólk eða óráðna
fólkið?
Leiðin að hjarta
Austfirðinga
Þó Helgi Seljan (G-l) sé traustur,
þingmaður, frántúrskarandi alþýðu-
bandalagsmaður qg bindindismaður í
sérflok ki þá er eltki víst að hann feti;
þegar i stað i fótspor Lúðvíks eystra.i
Helgi hefúr'þ'ó clyggiléga fetað i fótspor
„austfjarðagoðans”. Hann fann sömu
brautina og Lúðvík, Vilhjálmur
Hjálmarsson og fleiri að hjarta Aust-
firðinga — nefnilega kennarastarfið.
Hannibal og ótal aðrir kennarar í fyrri
daga í ýmsum kjördæmum fundu
smuguna, nenntu að „móta” alþýðuna
og uppskáru þingstörf. Kennarastarfið
var lykillinn.
Helgi er ekki leiðtogi, bardaga-
maður né persónuleiki á borð við
Lúðvík. Hann er sannur þjóðernis-
kommi en Moskvukommi litill. Hann
er góður vinur vina sinna og á því
dygga stuðningshópa í heimabyggðum
og viðar. Honum gæti e.t.v. haldizt
sæmilega á þegar unnu fylgi en gæti
síður unnið upp dyggan hóp nýrra
stuðningsmanna. Til þess er sjóndeild-
arhringurinn helzt til þröngur.
Spurningin er hvort Sveinn yngri Jóns-
son á Egilsstöðum heldur sæti Hjörleifs.
Bjarni sleppir Ástraliuförinni núna.
Engin kom Bessa-
staðaárvirkjun
Vafasamt er að Hjörleifur
Guttormsson, líffræðingurinn
snyrtilegi, héldi þingsæti sinu ef hann
skipaði sama sæti á G-Iistanum og
síðast. En nú er Lúðvík hættur og við
það er öryggi Hjörleifs tryggt. Það og
ótalmargt fleira á hann Lúðvík að
þakka. En svona eru örlögin.
Hjörleifur vann sem ráðherra
dyggilegast í sínu orkumálaráðuneyti
meðan hin óvænta dýrð stóð. Plön á
plön ofan voru gerð, gömlum nefndum
sagt upp og hælzt yfir, en fljótt nýjar
og fleiri skipaðar, verkefnin stærri og
óframkvæmanlegri og áþreifanlegur
árangur minni. Austurland er fjær
Bessastaðaárvirkjun eftir setu Hjörleifs
i stól orkuráðherra. Hjörleifur komst
þó á þing með því m.a. að segja að
væru réttir menn í réttum stólum yrði
virkjað á Austurlandi. HANN komst i
stólinn, en Bessastaðaárvirkjun er fjær
raunveruleika en nokkru sinni eins og
hún var upphafiega hugsuð. Svona
grátt leikur lifið menn.
Hjörleifur er andstæða Helga
Seljans í sósíalismanum. Lærður
austantjalds veit Hjörleifur allt um
kartöfiuuppskeru A-Þýzkalands og
svínafjölda i Grúsiu og aðra statistik.
Hvort betra er fyrir frambjóðanda G-
listans skal ósagt látið. En Helgi virtist
koma sókndjarfari til funda í kjör-
dæminu en Hjörleifur, en báðir munu
þeir líklega i hendur haldast á næsta
þingi, hvernig sem allt veltist
Fulltrúi
Egilsstaðatorf-
unnar á G-lista!
Hin nýja stjarna á G-listanum eystra
er Sveinn Jónsson verkfræðingur á
Egilsstöðum. Ef G-listinn héldi sínu frá
þvi i fyrra væri þarna á ferð nýr þing-
maður. Ekki er honum frýjað vits og
vinsæll er hann talinn. En hissá" og
undrandi eru ýmsir yfir þvi að hann
skuli hafa fundizt eftir langa leit og
graadskoðun. Sveinn Jónsson hinn
yngií'iS EgHsjt.öðum á e.t.v. eftir að ná
því sem nafna'*‘ftans*,pg afa aldrei
auðnaðist að verða þingmaður Austur-
lands. Sveinn jr. kom vel fram á
fundum en las heldur leiðinlega ræðu
nýliða, sem beindist i allar áttir, lítið
hér, annað þar, nánast ekkert neins
staðar. Á svoleiðis slagorðaræðu kemst
enginn neitt — nema kannski inn-
fæddur Austfirðingur.
-A.Sl.