Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 37
I
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
SUÐURLAND
45
Roði hef ur færzt í kinnamar
Magnús H. Magnússon — vildi halda i vinstrí stjórn.
Kosningaúrslitin á Suðurlandi verða
mjög spennandi i þetta sinn. Erfitt er
að spá. Furðumargir sem verið hafa
þingmenn eru nú í fallhættu, þótt lík-
lega falli í mesta lagi einn úr þeim hópi.
Suðurlandskjördæmi var löngum
býsna stöðugt í pólitíkinni. Það um-
turnaðist í síðustu kosningum. Síðasta
hálfan annan áratuginn fyrir síðustu
þingkosningar hafði Sjálfstæðisflokk-
urinn haft fylgi á bilinu 39 til 42 pró-
sent atkvæða og þrjá þingmenn. Fram-
sókn hafði haft fylgi frá 33 til 37 af
hundraði atkvæða og tvo þingmenn.
Talsvert á eftir þeim en í öruggu þriðja
sæti kom Alþýðubandalagið með 12 til
15 prósent atkvæðanna og einn þing-
mann. Alþýðuflokkurinn var jafnan í
niðurlægingu. Hann hafði fylgi frá 6 til
9,4 af hundraði og engan þingmann.
1 síðustu kosningum varð víða um
land mikil röskun. Alþýðuflokkurinn
rauk upp í 16,8 af hundraði atkvæð-
anna og fékk þingmann kjörinn á
kostnað Sjálfstæðisflokksins, sem
missti einn af stnum þremur. Alþýðu-
bandalagið fór upp í 19 af hundraði at-
kvæðanna og var ekki mjög langt frá
að vinna mann. Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hrapaði niður í 31,5 prósent
og Framsóknar í 21,8 prósent. í kosn-
ingabaráttunni nú spyrja margir hvort
gamla flokkakerfið verði endurreist á
Suðurlandi, en margt fleira hangir á
spýtunni.
Sveitahöfðingjar
valtir
Ef marka má skoðanakannanir má
gera ráð fyrir fylgistapi Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags. Við það getur
þingmaður Alþýðuflokksins, Magnús
H. Magnússon, lent í mikilli fallhættu.
En miklu áhrifameira getur orðið fram-
boð L-listans, lista Eggerts Haukdal.
Með einföldun má segja að Suður-
landskjördæmi skiptist í þrjá hluta. í
fyrsta lagi landbúnaðarhéruð, sem ná
um mikinn hluta Árnessýslu og yfir
Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells-
sýslu. í öðru lagi Vestmannaeyjar, með
gjörólíku atvinnulífi. í þriðja lagi má
telja þorpin í Árnessýslu, Selfoss, Þor-
lákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka og
Hveragerði, sem eru um margt ólík en
eiga ekki samleið nema að hluta með
sveitahéruðunum austar og í kring.
Úrslit síðustu þingkosninga eiga að
miklu rætur í umbreytingu á atvinnu-
lífi. Sveitahöfðingjarnir, sem mestu
réðu á listum Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks, höfðu ekki sama að-
dráttarafl og áður. Við bættist að sjálf-
sögðu óánægja með ríkisstjórn Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokks, sem ýtti
Guðmundur Karlsson — kominn 1
fallhættu.
undir það rót sem fyrir var í kjördæm-
inu.
Fallhættan
Sjálfstæðismenn lentu í miklum
vanda í Suðurlandskjördæmi þegar
með litlum fyrirvara var efnt til kosn-
inga að þessu sinni. Steinþór Gestsson
bóndi og alþingismaður hafði verið í 3.
sæti á D-lista seinast og fallið. Á þing
komust fyrir sjálfstæðismenn Eggert
Haukdal, Rangæingur, og Guðmundur
Karlsson úr Eyjum. Steinþór Gestsson
sótti nú fast að komast í öruggt sæti.
Hann fékk stuðning Vestmannaeyinga.
Menn Eggerts Haukdal báðu um próf-
kjör en fengu ekki. Eggert átti að fara í
3. sæd D-listans, sem var engan veginn
öruggt til þingmennsku, þótt búast
mætti við fylgisaukningu. Eggert undi
ekki þeirri ráðstöfun og varð þá til L-
listinn, sém stundum er kenndur við
sjálfstæðismenn „austan Þjórsár”.
Þessi listi verður áreiðanlega nálægt því
áð ná manni á þing og flestir munu spá
að honum takist það. Spurningin er þá:
Hver fellur af hinum?
Guðmundur, Magn-
ús eða Jón?
L-listinn þarf sennilega yfir 1200 at-
kvæði til að fá þingmann. Vafalaust
verða flest atkvæði sem listinn fær, en
ekki öll, tekin af Sjálfstæðisflokknum.
Við það ætti 2. maður D-listans, Guð-
mundur Karlsson, að falla. En þetta
þarf ekki endilega að fara svona.
Fari til dæmis svo að D-listinn vinni
fylgi af A-listanum til að bæta sér að
nokkru upp fylgistapið til L-listans
getur 1. maður á A-lista, Magnús H.
Magnússon, verið í fallhættu. Enn-
fremur finnast menn á Suðurlandi sem
segja að L-listinn muni einnig vinna
fylgi af Framsókn þannig að ekki sé
útilokað að 2. maður á B-lista, .Jón
Helgason alþingismaður, sé í fallhættu.
Telja má víst að Alþýðubandalagið
fái hvorki meira né heldur minna en
sinn venjulega einn þingmann í kjör-
dæminu, Garðar Sigurðsson, þótt ein-
hverjar sveiflur gætu orðið á fylgi
flokksins.
Sú var tíðin að kempurnar Ingólfur á
Hellu, úr Sjálfstæðisflokknum, og
Ágúst á Brúnastöðum, úr Framsóknar-
flokknum, báru höfuð og herðar yfi^
aðra menn á Suðurlandi. Mönnum
hefur ekki fundizt mannvalið hið sama
síðan. Enn er töggur í Ingólfi. Honum
mislíkar eðlilega að sjálfstæðisforystan
í kjördæminu hefur ekki farið að
ráðu'm hans. Hann hefur þvi gengið til
ötullar og talsvert árangursríkrar bar-
áttu fyrir kjöri Eggerts Haukdal, að
Eggert Haukdal — afsprengi bænda-
fundanna.
gömlum sið sínum. Afstaða Ingólfs
ræður miklu um kjördæmið allt.
Bændahöfðinginn Steinþór Gestsson
skipar nú efsta sæti D-listans. Steinþór
þykir mönnum hinn þekkilegasti
maður. Söng- og hestamaður. Hann
var formaður fjárveitinganefndar AI-
þingis þegar hann sat síðast á þingi.
Steinþór sætti sig aldrei við er honum
var ýtt niður í 3. sæti D-listans, sem
reyndist fallsæd. Hann hugði á endur-
reisn æru og tókst það.
Steinþór skortir hins vegar á að vera
jafnlitríkur og vera þyrfti.
Leiðir á þingi
í 2. sætí D-lista er Guðmundur
Karlsson, frystihússeigandi í Vest-
mannaeyjum, prúður maður og þægi-
legur en ekki Iitrikur. Sögur segja að
Guðmundi leiðist á Alþingi og kunni
betur við sig í stússi fyrir fiskvinnslu.
Bændahöfðingjarnir drottna enn á
B-lista Framsóknarflokksins. Þar er
sem fyrr Þórarinn Sigurjónsson i
öruggu sæd. Litið hefur farið fyrir
honum á Alþingi enda einnig um hann
sagt að honum leiðist þar. Hann kunni
betur við búrekstur sinn.
Jón Helgason, bóndi á Seglbúðum,
2. maður á B-lista, hefur að undan-
förnu hafizt til nokkurs vegs á Alþingi.
Hann hefur öðrum framsóknarmönn-
um fremur tekið tíl við fjármál hins
opinbera í nefndum. Fyrir vikið er Jón
Helgason, sem fyrrum var nánast í fel-
um, farinn að koma fyrir augu þjóðar-
innar annað veifið. Þótt Jón sé í sæti á
Jón Helgason — hefur vaxið nokkuð.
eftir Þórarni hefur Jón tekið forystu
fyrir Sunnlendingasveit Framsóknar í
þjóðmálum, en Þórarinn fremur feng-
izt viö málefni kaupfélags og héraðs
síns.
Slagur við Baldur
Garðar Sigurðsson kennari er enn
efstur á lista Alþýðubandalagsins eftir
harðan slag við Baldur Óskarsson í
skoðanakönnunum fyrir kosningarnar.
Garðar vann á aðeins fjórum at-
kvæðum. Þeir sem þekkja Baldur vita
að hann hefur ekki Iátið hér staðar
numið. Garðar er hress í ræðum og tali
'og fellur vel að tilfinningum Vest-
mannaeyinga. Honum hefur ásamt
Baldri, sem skipar 2. sætið eins og
síðast, tekizt að auka fylgi Alþýðu-
bandalagsins verulega.
Ást á stólnum?
Magnús H. Magnússon er vafalaust
þjóðkunnastur af þeim mönnum sem
þarna er um að ræða. Hann var þjóð-
hetja í Eyjagosinu en hefur tíl þessa
skort litríki til forystu. Þó er Ijóst að
ráðherradómurinn hefur stælt Magnús.
Hann er mun hressari og öruggari en
hann var í fyrra þegar hanaat stjórn-
málamanna fer fram á framboðsfund-
um. Magnús vildi halda lifi í vinstri
stjórninni og skar sig úr í þingflokki
Alþýðuflokksins fyrir þær sakir.
Stundum hefur komið fram að Magnús
hefúr í ráðherradómi ekki áttað sig fylli-
lega á kerfinu en vafalaust hefur hann
samúð margra fyrir áhuga á ýmsum
málum sem hann hefur ýmist flutt eða
haft í smíðum og Magnús segir að hafi
valdið ,,ást sinni á stólnum”.
Eggert tvíeflist
Eggert Haukdal, 1. maður L-lista,
reynir með því framboði að halda þing-
sæti sínu. Nokkuð er misjafnt hvað
þessi fulltrúi bændaménningarinnar er
harðvitugur í baráttu fyrir sínum mál-
um. Andstæðingar hans láta í veðri
vaka að hann hafi verið fylgissveinn
annarra á Alþingi. Erfitt er að halda
því fram í þessum kosningum þar sem
hann brý/t undan aga flokksvaldsins.
Eggert vakti mikla athygli á bænda-
fundunum, sem frægir voru fyrir síð-
ustu kosningar. Hann reyndist þar skel-
eggari en menn töldu að óreyndu og
varð það til að koma honum á þing.
Eggert stóð á sínu og sat eftír þegar
nær allir sjálfstæðismenn gengu úr
þingsölum í fyrra ásamt alþýðuflokks-
mönnum til að mótmæla fundarstjórn
Ingvars Gíslasonar í umræðum um
þriggja til þriggja og hálfs milljarða
styrk til bænda. Málið dagaði uppi.
Þetta er hitamál í landbúnaðarhéruð-
um um allt land fyrir þessar kosningar
og stendur Eggert mun betur gagnvart
bændafylginu fyrir afstöðu sína. Egg-
ert hefur tvíeflzt í bardaganum síðan L-
listinn varð tií. Eins og segja má um
suma aðra af þessum forystumönnum
Sunnlendinga má telja að roði hafi
færzt í kinnar manna, sem voru lit-
lausir í fyrra.
- HH
Baldur Óskarsson — ekkihættur.
SEM ÞORIR