Dagblaðið - 30.11.1979, Side 40

Dagblaðið - 30.11.1979, Side 40
frfálst, éháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. NÓV. 1979. Lögregluþjónar i spekingslegum steliingum við niðurbrotinn staurinn. DB-mynd S. Sneru niður Ijósastaur Á fyrsta tímanum í nótt var lög- reglan kvödd i Breiðholtið þar sem hópur unglinga hafði snúiðniður ljósa- staur af minni gerðinni. Er talið að unglingar hafi klifrað í staurinn og vaggað sér til unz staurinn lét undan. Enginn vildi viðurkenna verknaðinn en málið var síðan flutt niður á lög- reglustöð en þangað var farið með full- hlaðinn lögreglubíl af unglingum, sem fóru um hverfið í ærslahug. Var af staurnum slysahætta, því á honum var straumur og ljós, jafnvel eftir brotið. -A.St. Búvöruhækk- unvarfrestað Baráttan gegn hungurvof unni: Veitiö Rauöa krossinum alla aöstoö —segir Samúel Neak f rá Kampútseu, verkamaður hjá Bæjarútgerðinni ,,Ég vil þakka Rauða krossinum, Hjálparstofnun kirkjunnar og ríkis- stjórninni fyrir aðstoðina við sveltandi og deyjandi fólk heima í Kampútseu. Ég á aðeins tárin til að sýna þakklæti mitt. Ef íslendingar vilja leggja meira af mörkum þá er réttast að veita Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnár-ajla aðstoð. Þeir aðilar vita bezt hvað geraskal.” Samúel Van Thorn Neak Than er verkamaður hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur og kom til islands fyrst fyrir 9 árum. Hann er sonur land- búnaðarráðherrans í stjórn Shianouks prins , sem steypt var af stóli i Kampút- seu 1968. Þá var Samúel flugmaður í flugher landsins, en fór úr landi og hefur ekki komið heim síðan. Síðast frétti hann af föður sínum 1972. Þá var hann i fangelsi Lon Nol-stjórnarinnar. Síðan hefur ekkert spurzt tii fjöl- skyldunnar. Shianouk prins hefur dvalið I Peking undanfarið, en kom til Parísar sl. sunnudag. Samúel er á förum til Parísar til fundar við prinsinn og fleiri landsmenn sína. Þeir ætla að ræða á- standið heima fyrir, hungursneyðina og baráttuna gegn innrásarherjum Víet- nams. ,,Ef þeir vilja að ég sinni hjálparstarfinu á Norðurlöndum, þá verð ég hér áfram. Ef þeir vilja að ég fari til Kampútseu, þá fer ég,” sagði hann. „Kvikmyndin í sjónvarpinu var á- fall fyrir mig og aðra áhorfendur. En þar sást aðeins hluti af því sem málið snýst um. Meira væri hægt aðsegja um skálmöldina sem ríkti í tíð Pol Pot-,' stjórnarinnar. Þá var fólkið drepið miskunnarlaust, sérstaklega mennta- fólk.” -ARH. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að búvöruhækkun tæki ekki gildi 1. desember. Bragi Sigurjóns- son landbúnaðarráðherra mun byrja viðræður við fulltrúa bændasam- takanna umcinstaka liði verðlagsgrund- vallar landbúnaðarafurða. Ekki var tekin afstaða til tillögu Magnúsar H. Magnússonar félags- málaráðherra þess efnis að búvörur hækki um þessar mundir aðeins sem svarar því að „laun bænda” hækki eins og laun annarra, eða um 13,2%. Ef farið væri að þeirri tillögu yrði hækkun búvara eitthvað nálægt 7%. Sex manna nefndin, sem fjallar um bú- vöruverðið, hefur lagt til að verðið hækki um 13,92 prósent. -HH. Þjófar herða sókn að fyrirtækjum Innbrotafaraldrinum linnir ekki. í nótt var farið m.a. í niðursuðuverk- smiðju Ora við Kársnesbraut. Þar var mikið brotið og bramlað og öllu rótað til, sýnilega í peningaleit. En peningana var ekki að finna á staðnum utan skiptimyntar Hún hvarf. Þá var farið i a.m.k. tvö iðnfyrir- tæki i Hafnarfirði, trésmiðaverkstæði í Helluhrauni og lakkrísgerð í Dals- hrauni. Málin eru í rannsókn. Sýnilegt er að varúðar er nú þörf vegna aukinnar ásóknar þjófa. -A.St. „Ég vil segja fólkinu á lslandi frá hörmungunum i Kampútseu, ef það mætti verða til hjálpar,” sagði Samúel Van Thorn Neak Than i samtali við Hann hefur ekki fyrr viljað tala opinberlega um ástandið I Kampútseu. Dagblaðið i gærkvöldi. -DB-mynd: ARH. Fjármálaráöherra dæmdur fyrir aðgerðir lögreglunnar: 60 þúsund króna bætur fyrir siö tíma tugthús Fyrir nokkru féll í borgardómi Reykjavíkur dómur'sem Halldór Þ. Briem höfðaði gegn fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs vegna frelsis- skerðingar hans af hálfu lögreglunn- ar. Málið á sér rætur í allflóknu deilumáli um foreldrarétt fyrir syni Halldórs. Kæran í þessu tilviki reis út af handtöku Halldórs á húströppum í Mávahlíð 37. Þar átti hann orða- skipti við konu er þar réð húsum og geymdi son Halldórs innan dyra, en kallaði i lögreglu er Halldór vitjaði sonarsíns. í áliti dómsins segir, að eftir að Halldór hafi verið fjarlægður af tröppunum í Mávahlíðinni hafi hon- um verið haldið á annan tima í einangrunarklefa og bannað að hafa simasamband við aðila utan fang- elsisins. Taldi dómurinn ekki ástæðu til svo harkalegra aðgerða af hálfu Iögreglunnar. Dómur áleit að frelsissvipting Halldórs hefði staðið í a.m.k. 7 klukkustundir. Ósannað væri að þörf hefði verið á svo langri frelsis- sviptingu. Taldi dómurinn að stefnandi ætti rétt á bótum sam- kvæmt 151 gr. laga nr. 74/1974 sbr. 154gr. sömu laga. Tekið er fram að við ákvörðun bóta hafi verið tekið tillit til aðdrag- anda handtökunnar en í dómsorðum segir að fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs skuli greiða Halldóri Þ. Briem kr. 60.000.- ásamt tilgreindum vöxtum í ýmsum áföngum frá 1. apríl 1976 til greiðsludags. Hallór fékk gjafsókn í málinu og segir í dómsorði að allur kostnaður skuli greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningslaun lögmanns stefnanda, Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl.,kr. 90.000.-kr. Báðir aðilar áfrýjuðu dómnum og bíður hann nú í afgreiðsluröð Hæsta- réttar. -A.St. íathugun íbönkunum: ÞRIÐJUNGS LENG- ING LÁNSTÍMA Bankarnir eru með í athugun til- mæli viðskiptaráðherar um lengingu lánstíma til að létta greiðslubyrði. „Viðmiðun í þessu sambandi gæti verið um það bil þriðjungs lenging lánstima á algengustu lánum í útlán- um viðskiptabankanna, vitaskuld eftir nánara samkomulagi við ein- staka viðskiptamenn,” segir í bréfi ráðherra til viðskiptabankanna, sem var sent í tengslum við vaxtahækkun, sem verður 1. des. Seðlabankinn athugar ennfremur möguleika á að verða við tilmælum ráðherra um að innlánsstofnanir gefi viðskiptavinum sínum kost á að fá vexti af innstæðum greidda í byrjun hvers mánaðar og vaxtakjörin verði miðuð við, að ársávöxtun verði hin sama, hvort sem greitt er árlega eða mánaðarlega. Viðskiptaráðuneytið hefur einnig beint því til viðskiptabankanna, að hlutfall þeirra lána sem þeir bæta við endurkaupanleg lán út á útflutnings- afurðir verði rýmkað um sem svarar 2% af endurkaupanlegu lánunum og jafnframt að þau fylgi jafnan upp- færðu andvirði endurkaupanlegu lánanna. Eftir talsvert hik í ríkisstjórninni varð það ofan á á fundi hennar í gær að vextir skyldu hækka 1. desember í vextiraf innstæðum um mánaðamót vaxtahækkun l.des. samræmi við tillögur bankastjórnar Seðlabankans, að því tilskildu að greiðslubyrði yrði létt með lengingu lána. Almenningi skyldu kynntir rækilega þeir möguleikar sem boðið væri upp á. Viðskiptabankarnir hafa tekið framangreindum tilmælum já- kvætt. Vextir af sparifé og öðrum innlán- um hækka 1. des. um 4% en útláns- vextir um 2,5 prósent. -HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.