Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 2
2. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Skattbyrðin: FOLK FYLLIST ÖRVÆNTINGU —gefst upp og leggst f rúmið Björg Sumarliöadóllir, Reyni- hvammi 24 Kóp., skrifar: Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa um skattana sem nýlega er búið að leggja á þá vinnu sem 15 ára unglingar unnu í fyrra. Ég er ein af þeim sem tók skatt- seðil til dóttur minnar. Hún var 15 ára í fyrra og naut þess að geta hjálpað til við fjáröflun þó að upp- hæðin væri ekki neinar milljónir. Peningarnir hurfu fljótt í nauðsyn- legustu þarfir og dugðu ekki til, því föt eru dýr nú til dags. Að skattleggja unglinga finnst mér skömm. Árið í fyrra var nefnt ár barnsins. Ekki var nú gert mikið fyrir þau, að mínu áliti. En einhver varð var við krónurnar þeirra og hugsaði sér gott til glóðarinnar að fá nú DTS 551 Birgðaskráningar tölvan — Prentar sölunótur. — Skráir birgðahreyfingu samhliða sölu. — Segir hve mikið er til af vöru. — Segir hve mikið hver vara kostar. — Gerir skrá yfir vörur sem þarf að panta. — Sýnir hvaða vörur seljast hratt og hvaða vörur seljast illa og frá hvaða framleiðcndum þær vörur eru. OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF TÖLVUNNÍ SAMDÆGURS. Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital, Wang og IBM. Einkaumboð á íslandi fyrir GENESIS MEÐ SKALLAPOPP Kaupmennirair svrfast einskis Jafet S. Ólafsson, Álfheimum 48, hringdi: Þessa dagana er mikið talað um verzlunina, afkomu hennar og fleira. Mig langar að koma með dæmi um starfshætti íslenzkra verzlunareig- enda. Sl. mánudag (3. nóv.) fór konan mín i hannyrðabúð í Austurstræti til að kaupa hnykla. Hnykillinn kostaði 1215 krónur. Hviti liturinn var ekki til í litamunstrinu en von var á honum. Sl. miðvikudag var hvíti liturinn kominn og konan mín fór þvi k................... . aftur í verzlunina. Hviti hnykillinn kostaði 1500 krónur. En hannyrða- búðin hafði hækkað alla hina litina líka upp í 1500 krónur (úr 1215). Verzlunareigandinn reyndi að af- saka sig með því að segja að leyfilegt væri að hækka vöru sem væri á gengistryggðum lánum en það er út í hött því stykkjavöru þarf að stað- greiða því hún er yfirlqitt ekki lánuð. Ég hafði samband við verðlags- stjóra út af þessu og sagði hann að hér væri um ólöglega verzlunarhætti að ræða og myndi hann rannsaka málið. DATA TERMINAL SYSTEMS Skrifstofutækni hf. INC USA TRYGGVAGÖTU — 121 REYKJAVlK — BOX 272 — SlMl 28511 „Það eru ekki allir sem þola svona meðferð, margir fyllast örvæntingu, gefast hreinlega upp og leggjast i rúmið af tómu vonleysi, ” segir bréfritari um islenzka skattborgara. loksins upp í kostnað og skuldir. Krakkarnir eiga enga peninga til að borga sína skatta, foreldrar þeirra verða því að bæta þeim ofan á sína sem eru nógu háir fyrir. Það eru ekki allir sem þola svona meðferð, margir fyllast örvæntingu, gefast hreinlega upp og leggjast í rúmið af tómu von- ileysi. Grátt ofan á svart er svo hitt að kki eru blessuð börnin látin njóta þeirra venjulegu og algildu réttinda að fá persónufrádrátt af sínum skött- um eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Núna er ár trésins. Haldið þið sem ráðið þessu öllu að þið getið náð ein- hverju af trjánum sem gróðursett voru í sumar á næsta ári? Þurfa þau ekki að fá að þroskast og stækka áður en þau verða augnayndi al- mennings? DTS 520 Tölva fyrir viðskiptaskráningu I— Prentar sölunótur. — Skráir úttektir og innborganir viðskiptaaðila. — Sýnir greiðslustöðu viðskiptaaðila. — Segir hve mikið er útistandandi og hjá hverj- um. — Gerir skrá yfir sölu i vöruflokkum. —■ Stemmir af sjóðinn að kvöldi. OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF TÖLVUNNISAMDÆGURS. Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital, Wang og IBM. Einkaumboð á íslandi fyrir DATA TERMINAL SYSTEMS INC. USA TRYGGVAGÖTU — 121 REYKJAVlK — BOX 272 — SÍMI 28511 DTS 570 Tölva fyrir framleiðnireikning — Skráir hráefnanotkun. — Scgir hvaða hráefni þarf að panta. — Fylgist með framleiðslukostnaði. — Skráir efnisnýtingu og afföll. — Skráir launakostnað framleiðsiuvara. — Skráir birgðahreyfingu fullunninna vara. OKKAR FORRIT TRYGGJA FULL NOT AF TÖLVUNNISAMDÆGURS. Hægt að tengja við bókhaldstölvur frá Digital, Wang og IBM. Einkaumboð á íslandi fyrir — hallað hef ur undan fæti hjá hljómsveitinni DATA TERMINAL SYSTEMS INC. USA Skrifstof utækni hff. TRYGGVAGÖTU - 121 REYKJAVÍK - BOX 272 — SÍMI 28511. 4913 — 1038 skrifar: Þorgeir Ástvaldsson fullyrti í Skonrokki 24. okt. sl. að heldur hafi hallað undan fæti hjá hljómsveitinni Genesis síðustu árin. Þetta hef ég eftir Genesis aðdáanda (1485—5602) beint úr DB 1. nóv. sl. Aðdáandinn vísar fullyrðingu Þorgeirs algjörlega á bug. Máli sínu til sönnunar vitnar hann til vinsældakosninga í Melody Maker. Síðan spyr hann: „hvaða upplýsingar hefur Þorgeir Ástvalds- son fyrir umræddri fullyrðingu sinni sem hann telur svo merkilegar að vinsældakosningar Melody Maker eru allt i einu orðnar ómerkar?” Þar sem Genesis aðdáandinn upplýsir ekki hvern hann er að spyrja umræddrar spurningar finnst mér ekki út í hött að svara henni. Þorgeir þarf ekki annað að gera en bera saman nýjar og gamlar Genesis- plötur til að fá upplýsingar um að „heldur hafi hallað undan fæti hjá Genesis síðustu árin”. Tríóið Genesis stenzt „gömlu” Genesis ekki snúning fyrir fimm aura. Enda reynir trióið þaðekkieinusinni. Hvað vinsældakosningum Meiody Maker viðkemur, þá er þar aðeins um staðfestingu á áður vituðum markaðslögmálum að ræða. Þ.e. 'gamlar, virtar og vinsælar hljóm- sveitir sem skella sér út í skallapoppið stækka aðdáendahóp sinn. Umræddar vinsældakosningar sýna því aðeins að Genesis tríóinu hefur tekizt að þynna músík sína nægilega mikið út til að skallapoppkynslóð tjallans geti lapið hana. Peter Gabriel, fyrrum Genesis söngv- ari. Að lokum: Genesis aðdáandi, hefurðu kynnt þér síðustu plötu Peters Gabriels fyrrum Gensis- söngvara?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.