Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Kjallarinn Sigmar E. Amórsson pantar sér ekki far fyrirfram, heldur mætir á flugvöllinn og kaupir sér far og þegar komið er i fulla vél er lagt af stað. Við þetta sparast bæði mikill skrifstofukostnaður og svo það að aldrei er flogið með hálfsetnar vélar. Hvers vegna hafa Flugleiðir ekki reynt neina slíka hagræðingu? Einokunaraðstaða Flugleiða Sameining Loftleiða og Flugfélags íslands á sínum tíma setti undir eina stjórn nær allt flug milli íslands og annarra landa og einnig innanlands- flugið. Síðan þá hafa Flugleiðir keypt af sér nær alla samkeppni með því að kaupa stóran hlut í Arnarflugi. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt ef mönnum er umhugað um frjálsa samkeppni. Einnig er óskynsamlegt að fáir einstaklingar hafi á hendi stjórn allra flugmála í landinu, ekki síst ef mark- mið þeirra er einungis að hámarka sinn eiginn gróða af rekstrinum. Flugleiðir hafa haft nær einokunar- aðstöðu hvað varðar flugferðir íslendinga til Evrópu og bera flugfar- gjöld þeirra á þessum leiðum þess greinilega merki. Þau eru svo óheyri- lega dýr að hvergi á jörðinni komast fargjöld á samsvarandi löngum flug- Kjallarinn SteinarWaage ila, og svo hinu að þurfa oft að ferð- ast til viðkomandi lands til að gera innkaup. Þá er eftir að greiða flutn- ingskostnað, tryggingar, innflutn- ingsgjöld, tolla og auk þess mikinn skrifstofukostnað vegna ýmiss konar pappírsvinnu sem er meiri hér en víðast annars staðar. Loks má minna á að við greiðum einn hæsta söluskatt sem um getur i Evrópu. Þrátt fyrir þetta allt saman kosta sömu vörur svipað, eða minna hér en erlendis. Gleðin er líka smitandi Ágæti viðskiptavinur. Látum vin- x semd ríkja í viðskiptum. Þau fara yfirleitt ekki fram nema það sé hagur beggja. Útgjöld geta eðlilega skapraunað mönnum þegar illa gengur að láta enda ná saman, en látum það ekki bitna á ósérhlífnu afgreiðslufólki. Vinsemd og þolinmæði skilar bestum árangri — ekki bara fyrir innan af- greiðsluborðið heldur einnig fyrir framan það. Glaðlegt viðmót er hvar- vetna ávinningur fyrir alla sem eru til staðar, því gleðin er nefnilega lika smitandi. Steinar Waage. leiðum í hálfkvisti við fargjöld Flug- leiða. Lætur nærri að fljúga megi frá London og hringinn í kringum hnöttinn fyrir sama verð og að fljúga með Flugleiðum til Kaupmanna- hafnar og heim aftur. Krafa um lægri fargjöld Flugleiðir hafa illa getað útskýrt hin háu fargjöld sín nema með slæmri sætanýtingu á áætlunar- leiðum, þ.e. hálftómum flugvélum. Ég tel það fullvíst, án þess að byggja það á nokkrum tölfræðiathugunum, að 95% allra íslendinga sem fljúga til Evrópu láti sig engu skipta þó þeir þurfi að bíða nokkrar klukkustundir eða einn dag meðan að safnast í fulla flugvél, sérstaklega ef fargjaldið myndi lækka um helming eða meir. Enda hefur það sýnt sig að félaga- samtök eins og stúdentar í Háskóla íslands hafa fengið erlend flugfélög til að fljúga fram og til baka Reykja- vík — Kaupmannahöfn fyrir um 1/4 af almennu fargjaldi Flugleiða. Siðast i sumar kostaði ferðin á þeirra vegum Reykjavik — Kaupmanna- höfn fram og til baka 110 þúsund. Kannski vegna þessarar samkeppni hafa Flugleiðir nú boðið sérstök jóla- fargjöld fyrir 1/3 af venjulegu verði. Vandamálið er því aðeins að fljúga með fullar vélar, þá er hægt að lækka fargjaldið um 2/3. Hvers vegna hefur þetta þá ekki verið gert fyrr? Hagnaðarvonin og almenningsheill Hvernig fjármálasérfræðingar Flugleiða hafa dregið upp arðsemi- kúrfur af flugrekstrinum veit ég ekki. En mig grunar þó að þeir hafi ekki hafist handa við verkið með þann ásetning að hafa fargjöldin eins lág og mögulegt væri svo að sem flestir íslendingar gætu létt sér upp á er- lendri grund. Heldur hafi átt að hámarka gróðann og fargjöldin því höfð rándýr þar sem menn hefðu hvort eð er ekki átt í annað hús að venda en þetta eina flugfélag til að komast út fyrir landsteinana. Hinn almenni flugfarþegi á hér óhægt um vik að mótmæla þar sem einokunin er algjör. Hann getur aðeins reynt að hreyfa mótmælum í blöðum. Islensk stjórnvöld hafa oftast stutt Flugleiðir að þessu leyti og verið treg að veita öðrum flugrekstrarleyfi, sem hefði hugsanlega getað þýtt samkeppni fyrir Flugleiðir og lægri fargjöld. Versnandi hagur Hagur Flugleiða fer nú hrakandi og draga á saman seglin. Kemur þá vel í ljós mikill aðstöðumunur þriggja hópa starfsmanna fyrirtækisins, þ.e. nokkurra eigenda, flugmanna og svo annars starfsfólks. Eigendurnir eru orðnir stórauðugir menn, á islenskan mælikvarða að minnsta kosti og eru sumir hverjir farnir að stunda fésýslubrask víðs vegar um heiminn og þurfa engu að kvíða um framtíð- ina. Flugmennirnir eru einnig flestir orðnir stórrikir, enda hafa laun þeirra verið margföld á við venjulegt launa- fólk í landinu auk þess að hafa margs .konar fríðindi. Atvinnumissirinn er þeim þó örugglega ekki sársaukalaus, sérstaklega ef þeir neyðast til að taka vinnu á hinum almenna vinnu- markaði fyrir aðeins brot af þeim launum sem þeir áður höfðu. Reyndar hefur heyrst að þeir eigi allir vísa vinnu í Saudi-Arabíu ef þeir haFi áhuga á og launin þar erp vist ekki skorin við nögl. Þriðji hópurinn er flest annað starfsfólk sem nú er sumu sagt upp og á ekki neina vísa at- vinnu aðra. Sumt hefur unnið í 20 ár við að byggja upp fyrirtækið sem nú á eignir fyrir tugi milljarða í húsum, flugvélum og stóra eignarhluti í erlendum flugfélögum svo eitthvað sé nefnt. Nú árar illa, kannski vegna óhæfni stjórnenda fyrirtækisins og þá á starfsfólkið einfaldlega að fá sér vinnu annars staðar. En réttur eig- andans er í sliku tilfelli algjör og of seint að ræða málin þegar uppsagnar- bréfið kemur. Starfsmenn, kaupið f yrirtækin Sagan sýnir að það er langt frá því að velferð starfsfólks og hámarks- hagnaður þurfi alltaf að fara saman. Það et jafnvel algengara í síbreytileg- um heimi að atvinnurekandinn sjái aukinn arð í nýrri atvinnugrein á nýjum stað, eða vilji einfaldlega hætta rekstrinum. Þess eru jafnvel dæmi að heil byggðarlög úti á landi hafi orðið atvinnulaus þegar at- vinnurekandinn, sem átti öll atvinnu- tækin, flutti burt einn góðan veður- dag með allt sitt hafurtask. Starfs- menn sem vinna í einka- eða hlut- hafafyrirtækjum ættu þvi að hefjast handa og leita eftir kaupum á fyrir- tækjunum. Þegar margir leggja fram sinn skerf t.d. prósentu af launum, þá er fljótt að koma í miklar upp- hæðir og ég er fullviss að atvinnurek- endur muni taka þessu vel því allir vita að þeim sem vinnur hjá sjálfum sér verður ætið meira úr verki heldur en hinum sem hefur engra hagsmuna að gæta og bíður bara eftir að tíminn líði svo hann komist burt af vinnustaðnum. Eignaraðild starfsmanns að fyrirtæki sínu hefur margháttaða þýðingu fyrir hann, bæði efnahagslega og félagslega. Efnahagslega þannig að ef fyrirtækið gengur vel þá ber hann meira úr býtum, félagslega þannig að hann fær rétt til að imóta vinnustaðinn, vinnutilhögun, rekstur fyrirtækisins og annað svo vinnan verði honum frekar ánægjuverk en þurrt „brauðstrit”. ------------------------ Notum Irfeyrissjóðina í sumum tilfellum eins og í fjár- magnsfrekum iðnaði getur orðið erfitt fyrir starfsfólk að kaupa fyrir- tækin. Verkalýðshreyfingin ætli þvi að hafa forgöngu um að hvetja starfsfólk til að eignast fyrirtækin og styðja það til þess fjárhagslega í stað þess að vera í sífelldu orðaskaki við atvinnurekendur. Vil ég benda á að nota mætti lífeyrissjóði landsmanna í þessu augnamiði þó ekki með sama brag og núverandi lífeyrissjóðslán þar sem vextir eða vísitöluuppbætur eru svo óheyrilega háar að engu tali tekur. Atvinnulýðræði framtíðin Atvinnulýðræði er það þegar starfsmönnum er veitt aðild að stjórnun síns fyrirtækis sem getur verið mismikil eftir ástæðum hverju sinni. Besta formið er þó þegar starfsmennirnir eiga fyrirtækið sam- eiginlega og taka virkan þátt í stjórn- un þess. Eignarhluti allra er jafnstór og gengur ekki kaupum og sölum heldur gildir einungis meðan viðkom- andi starfsmaður vinnur við fyrir- tækið. Nú eru hér á landi aðeins örfá fyrirtæki sem eru rekin með þessu formi (s.s. Rafafl). Reynslan af þeim er þó mjög góð, bæði gengur rekstur- inn vel og allur starfsandi er mjög góður. Vissulega reynir meira á starfsmennina við að axla sameigin- lega ábyrgð og eftirlit með rekstrin- um, en slíkt er miklu eðlilegra en að hafa einn úttaugaðan eiganda sem á að hugsa allt út og stjórna öllu. Verk- föll og vinnudeilur á sama hátt og nú gerist á almennum vinnumarkaði yrðu þá úr sögunni, þar eð starfs- menn hefðu engan að semja við nema sjálfa sig. En breyting í þessa átt gerist ekki af sjálfu sér og ekki munu atvinnurekendur taka af skarið. Starfsfólkið sjálft verður að ríða á vaðið og með því að læra af reynsl- unni, móta heppilegt félagsform sem byggir á fullum rétti allra starfs- Sigmar E. Arnórsson verzlunarmaður. ^ „Bezta formið er þó þegar starfsmenn- irnir eiga fyrirtækið sameiginlega og taka virkan þátt í stjórnun þess.” Að f ríða sam- viskuna f bili Enn er farið af stað með fjársöfn- un til handa hungruðum heimi og er vel að hugsað var til þess í tíma fyrir jól, því annars hefði getað farið svo ,að íslendingar, þessi gjafmilda og greiðvikna þjóð, hefði ekki getað setið mestu kjöthátíð sína með til- heyrandi ofáti og öllu sem því fylgir. Það er nefnilega hægt að innbyrða ótrúlega mikið ef rétt er raðað í jmagann. Og svo er samviskan í stakasta lagi. Allir sem eru aflögufærir eru búnir |að gefa hungruðum börnum, allt frá því að eitt barn geti lifað i viku upp í að fimmtíu geti lifað i viku og kannski hafa sumir gefið enn meira. jvið höfum þá varla nokkuð Ijótt á samviskunni lengur. Eða hvað? Einhver hráslagi leitar á mann. Af hverju er til hungrað fólk í dag? Er ekki til nóg fæða i heiminum fyrir þetta fólk. Þekkir það ekkert nema ihungur og eymd? Var þetta fólk arð- Irænt eða var kastað eitri yfir akra þess, urðu náttúruhamfarir eða uppskerubrestur? Liklegt er að allt þetta hafi dunið yfir fólk sem er svelt- andi i dag. En hvað svo sem veldur vill svo til að það vantar ekki fæðu í heiminum í dag. Það vantar peninga til að kaupa hana. Vopnabúrín En í hvað fer þá mestur hluti auðæfa heimsins? Jú, það vitum við öll. Hann fer í aö efla vopnabúrin svo mennirnir geti haldið áfram að drepa hver annan, brenna land hver annars, framleiða nógu öflugar tortímingar- sprengjur, efla vígbúnaðarkapphlaup og spennu milli stórveldanna. En hvað kemur okkur íslendingum þetta við? Hefur okkur ekki verið kennt frá því að við fengum vit að við værum sjálfstæð, vopnlaus og hlut- laus þjóð? Tökum við þá nokkurn „Væri ekki rétt aö byrja á vopnlausu ís- landi? Þá gætum við skammlaust litið upp. Kjallarinn Ástríður Karlsdóttir þátt í þessu vigbúnaðarkapphlaupi? Það vill svo til að í rúm 40 ár höfum við haft erlendan her i þessu landi og þessi gjafmilda og greiðvikna þjóð hefur lánað mesta herveldi heimsins land sitt til afnota svona í gustuka- skyni undir hluta af vopnabúri sinu og til að gegna framvarðarhlutverki ef til átaka kæmi. Við erum ekki það skyni skroppin að við vitum ekki að við erum samsek í glæpnum og tökum þátt í herstefnu og helstefnu og meira en helmingur landsmanna styðurþetta. Á meðan stór hluti jarðarbúa sveltur er meira en helmingur íslend- inga reiðubúinn að styðja hernaðar- kapphlaupið og þar með að stuðla að áframhaldandi hungri í heiminum. Þetta er þessi gjafmilda þjóð. Maður líttu þér nær. Væri ekki rétt að byrja á vopnlausu íslandi? Þái gætum við skammlaust litið upp. Það! yrði bæði siðferðislegur styrkur fyrirj okkar þjóð og aðra þá sem vilja brauð í stað byssufóðurs fyrir hungr- aðan heim. Vissulega getum við hjálpað nokkrum meðbræðrum okkar að lifa nokkrar vikur í viðbót en við strjúkum ekki ístruna samviskulaust eftir jólasteikina án þess að flökra á meðan við erum samsek. Ástriður Karlsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.