Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 4
4 HACiRI.AÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Lrtur: Antikbfúi Stærðir 36-42 Verðkr. 49.950 Teg. 7009 Lftuf*Antii Stæráimm Lftur: Verðkr. NýkoH^^jömur og herra Mlwith real leattier uppers Póstsendum SKOVERZLUN ÞORÐAR PETURSSQNAR Laugavegi 95 — Sími 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Róttæköflíverka- lýðshreyfingunni blása íherlúðra fyrir ASÍ-þingið: „Pólitfska forystan hefur brugðisf’ — Alþýðubandalagið er helzti málsvarí atvinnurekenda „Við höfum sent út bréf til manna víða um land og boðum til ráðstefnu í Reykjavík helgina fyrir ASÍ-þing. Þar verður ástandið i verkalýðshreyfingunni rætt og forysta ASÍ gagnrýnd frá vinstri. Við munum líka ræða um sjálft ASÍ-þingið, enda koma til með að taka þátt í ráðstefnunni fulltrúar á ASÍ-þinginu. Við munum og kanna grundvöil fyrir áfrámhaldandi starfi andstöðu- hóps innan verkalýðshreyfingar- innar,” sagði Rúnar Sveinbjörns- son rafvirki í samtali við Dag- blaðið. Hann ásamt Guðmundi Hallvarðssyni verkamanni í Reykjavík, Þorláki Kristinssyni og Jósep Kristjánssyni frá Bar- áttuhópi farandverkafólks og Vali Valssyni sjómanni og for- manni Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum hafa boðað til ráðstefnu róttækra afla í verka- lýðshreyfingunni í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27 22.-23. nóvember. Undirrita þeir félagar bréf sem sent var víða um land til boðunar ráðstefnunnar. Er að finna í bréFinu harða gagnrýni á nýgerða kjarasamninga sem sagðir eru „standa samningunum 1977 langt að baki” bæði hvað varðar opinbera starfsmenn og ASÍ-fóik. Um stöðu mála í dag segir meðal annars: „Það er ljóst að hin pólitiska forysta verkalýðshreyfingarinnar hefir brugðist með öllu. Vonar- peningur baráttumanna flestra, Alþýðubandalagið, er nú orðinn helsti málsvari atvinnurekenda úr ráðherrastólum og þeir flokks- menn sem virkir eru, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu, eru önnum kafnir við flest annað en sósíal- íska verkalýðsbaráttu . . . Það er svo dæmigert hvað hlutverk Alþýðubandalagsins er orðið iítið i verkalýðsbaráttunni, að verka- lýðsmálaráð flokksins var ekki kallað saman tíl að fjalla um til- lögu sáttasemjara. Flokksforystan, ráðherrarnir, var ánægð með til- boðið og eins toppklikan í ASÍ.” Forvígismenn ráðstefnu hinna róttæku segja að verkefni and- stöðunnar í verkalýðshreyfing- unni skuli vera að berjast fyrir þvi að verkalýðsflokkarnir, aðallega Alþýðubandaiagið, taki ekki þátt i „samsteypustjórnum með borgaraflokkunum”. Að spomað verði við „samruna verkalýösfor- ystunnar við nefndakerfi hins opinbera” og ekkert leynimakk i samningum verði liðið. Upplýs- ingastreymi innan verkalýðs- hreyfingarinnar verði aukið. Krafizt er fullra verðbóta á laun og að undirbúnar verði aðgerðir til að „afnema verðbótaákvæði Ólafslaganna”. -ARH Sigrún Gísladóttir íKirkju- munum Sigrún Gísladóttir sýnir collagemyndir í Gallerí Kirkju- m'mir, Kirkjustræti 10, til 18. nóvember. Opið kl. 9—18 virka daga, 9—16 um helgar. Fram kom í helgardagbók DB á föstu- dag, að á þessum stað væri sýning Sigrúnar Jónsdóttur á batik og kirkjumunum. Hið rétta er að sýning Sigrúnar Jónsdóttur verður ekki uppi á meðan nafna hennar Gísladóttir sýnir, en kemur upp að sýningu Sigrúnar Gfsladótturlokinni. -ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.