Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. . —i—■ — '■■■ 1 " . Um 160 manns tóku þátt íleit á Esjunni: SPORHUNDUR HlALPARSVEIT- ARINNAR FANN HINN TÝNDA Um 160 manns úr fjórtán björg- unar- og hjálparsveitum frá Reykja- vík og nágrenni leituðu aðfaranótt sunnudags að Guðmundi Oddssyni, lækni úr Reykjavík, sem fór á rjúpnaveiðar á Esju um kl. 14 á laugardag og villtist í þoku. Fannst Guðmundur um kl. 4.30 um nóttina, heill á húfi. Það var sporhundur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði sem fann Guðmund. Hafði Guð- mundur haft hlýju af hundi sínum sem var með í förinni. Var Guð- mundur hinn hressasti þegar hann fannst. Það var um kl. 19.20 á laugardags- kvöldið, að tilkynnt var um að rjúpnaskyttu væri saknað á Esjunni. Jón Gunnarsson, verzunarmaður úr Reykjavík, sem gekk á Esju með Guðmundi og varð viðskila við hann þegar skyndilega skall á þokubakki. Að sögn Jóhannesar Briem, sem var í hópi þeirra er stjórnuðu leitinni, hafði Guðmundur lent inn á sléttuna í þokunni og villzt þannig að hann var kominn norður á fjallið og þar fram á brún. Tók hann þá ákvörðun um að setjast um kyrrt þar sem mikið myrkur var skollið á og ísing á fjall- inu. Skaut Guðmundur annað slagið upp haglaskotum. Fyrst í stað fór aðeins lítill leitar- flokkur af stað frá björgunarsveitum Kjalarness og Mosfellssveitar. En um kl. 22.30 voru fleiri sveitir boðaðar út og var fjölmenn og skipulögð leit komin vel í gang fyrir miðnætti. Guðmundur fannst síðan um kl. 4.30 eins og áður segir. Var hann hinn hressasti þegar hann fannst. Niður af fjallinu var hann kominn ásamt þeim sem fundu hann um kl.9 á sunnudags- morgun. -GÁJ. Um 160 manns úr fjórtán hjálparsveit- um tóku þátt i leitinni. Lengst til vinstri er Jóhannes Briem, einn þeirra er stjórnuðu leitinni. Guðmundur var hinn hressasti er hann kom niður af fjallinu og var honum vel fagnað af konu sinni. Guðmundur Oddsson læknir ásamt hundi sinum, nýkominn niður af fjallinu: „Hundurinn yljaði mér tals- vert.” DB-mynd: S. „Hundurinn hélt á mér hita” sagði Guðmundur Oddsson læknir sem lenti í hrakningum á Esjunni „Hundurinn hélt á mér hita. Yfir- leitt fer ég aldrei án álpoka en núna, þegar ég þurfti einmitt á honum að halda, var hann ekki með. Við ætl- uðum bara að skjótast stutta stund,” sagði Guðmundur Oddsson læknir er blaðamaður DB ræddi við hann síð- degis i gær. Guðmundur var þá hinn hressasti, sagðist þó vera með talsverða strengi enda búinn að ganga í um ellefu klukkustundir um nóttina. „Við ætluðum upp í skálina hjá Kistufelli. Það var bjart yfir og við sáum rjúpu og eltum hana en þá skall á þoka,” sagði Guðmundur. Hann sagðist síðan hafa gengið í öfuga átt og ekki fundið félaga sinn. Þegar hann sá fram á að komast ekki niður þá hlóð hann byrgi og settist þar um kyrrt ásamt hundinum. Harín sagðist síðan hafa farið á stjá aftur um kl. 11 er þokunni létti nokkuð, og skotið haglaskotum á klukkutíma fresti. „Mér var orðið dálítið kalt um kl. 3 enda mikill strekkingurinn. Mér tókst þá að finna skjól og stoppaði þar. Hundur- inn yljaði mér talsvert,” sagði Guð- mundur. Hann sagði að sporhundur- inn hefði staðið sig mjög vel og rakið slóðina vel. „Nei, ég var raunveru- lega ekki hræddur. Ég var þó á vond- um stað vegna þess að ég hafði gengið i austur. Mér var farið að liða illa um kl. 4 enda var ég ekki vel bú- inn,” sagði Guðmundur. Eins og áður segir fann sporhund- urinn Guðmund um kl. 4.30. Hrakn- ingum hans var þó ekki þar með lokið því eftir var erfið ferð niður af fjallinu. -GA.I Það var sporhundur Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði sem fann Guðmund. Hér er hundurinn ásamt hjálparsveitarmönnum. DB-myndir: S. Deila Hagkaups og bókaútgefenda um bóksölu: Það er því ekki hægt að fullyrða að málið verði frágengið fyrir jól, eða áður en mesta bókavertiðin hefst. Það má því e.t.v. segja að fullseint hafi verið farið af stað hjá Hagkaupi nú.” Svæði það sem hugsað er fyrir bóksölu i Hagkaupi stendur autt og ónotað meðan beðið er úrskurðar samkeppnis- nefndar. DB-mynd: EinarÓlason. 0VISTAÐ MALIÐ VERÐIFRAGENGIÐ FYRIR J0L —segir Gísli ísleif sson lögf ræðingur Verðlagsstof nunar — Neytendasamtökin undrast af steðu útgefenda „Það er litið að gera;í núna i deilu- rnáli Hagkaups og bókaútgefenda,” sagði Gísli ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunarinnar í viðtali við fréttamann DB. Eins og Dagblaðið hefur greint frá sótti Hagkaup um leyfi til bóksölu, en bókaútgefendur hafa ekki viljað fallast á það. Málinu var vísað til samkeppnisnefndar, sem nú fjallar um málið. „Félag íslenzkra bókaútgefenda hefur kynnt samninga sína,” sagði Gisli, „og stofnunin er nú að kanna gögn og annað sem máli skiptir fyrir samkeppnisnefnd. Það má gera ráð fyrir því að mál þetta taki nokkurn tíma. Hér er um að ræða „prinsipmál” og eitt hið fyrsta sem samkeppnisnefnd glimir við. Neytendasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau lýsa undrun sinni á þeirri afstöðu, sem Félag íslenzkra bókaútgefenda hefur tekið til umsóknar Hagkaups um bóksöluleyfi. Segir þar að synjun útgefenda byggist fyrst og fremst á' einokunartilhneig- ingu, sem sé í engu samræmi við lög landsins eða hagsmuni neytenda. Jafnframt leggja Neytendasamtökin áherzlu á að stöðvað verði þegar í stað það athæfi þessara aðila, er þeir ákveða ófrávíkjanlegt lágmarksverð á vöru sinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.