Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. ‘BIAÐIB frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánssonr' Aflstoðarritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjórí: ómar Vaidimarsson. SkrHstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Mennlng: Aflalstainn IngóHsson. Aflstoflarfrétfastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atfi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ólafur Gairsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Práinn PorleHsson. Aúiglýsfcigastjóri: Már E.M. HaUdórs son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur PverhoHi 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmk hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 6.500. Verfl í lausasölu 300 kr. eintakifl. Ættiaöfresta 1. des.? Stjórnarherrum dettur margt í hug. A Tómas Árnason ráðherra lagði til við samráðherra sína, að 1. desember yrði „frestað”, líkt og Fidel Castro frestaði jólunum á Kúbu á sinum tíma vegna efnahagsörðugleika. Hugmyndin var, að kauphaekkunin, sem verða á vegna vísitölubóta 1. desember, kæmi ekki til framkvæmda. Henni yrði frestað fram yfir áramót. Framsóknarmenn benda á, að afleiðingar um 10 prósent viðbótarkauphækkunar um næstu mánaðamót geta orðið þær að skrúfa upp allt vbdhækkanakerfið. Fiskverð hækki upp úr áramótum. Fiskvinnslan lendi í vanda. Gengið falli. . Auðvitað er rétt, að erfíðara verður fyrir stjórnvöld að stöðva bylgjuna eftir áramót en verið hefði, ef þau hefðu mannað sig upp í að gera nauðsynlegar efna- hagsráðstafanir fyrir 1. desember. Án efnahagsráðstafana stefnir í holskeflu á næsta ári. Verðbólgan gæti orðið yfir 80 prósent. Launahækkanir gætu samtals orðið um 74 prósent. Gengi Bandaríkjadollars gagnvart krónunni gæti hækkað um 74 prósent og orðið 990 krónur fyrir hvern dollar. Framsóknarmenn töluðu fyrir skömmu í útvarps- umræðum fyrir aðgerðum strax nú í nóvember. Vonandi hefur þar verið átt við marktækari að- gerðir en hið „klassíska” krukk í kaupið. En framsóknarmenn héldu lint á því máli. Auglýsing þeirra á áhuga sínum á aðgerðum strax var til þess gerð að láta kjósendur fínna, að þeir væru áhugasamari en aðrir stjórnarliðar um raunveruleg úrræði. Ráðherrar Alþýðubandalags og forsætisráðherra töluðu um þær mundir um aðgerðir upp úr áramótum, samfara gjaldmiðilsbreytingunni. Ekkert samkomulag var í rikisstjórninni um aðgerðir fyrir 1. desember. Ákveðið var að gangast fyrir aðgerðum eftir áramót, en ekki eru stjórnarliðar sammála um, hvernig þær skuli vera. Þegar það var ljóst, tóku framsóknarmenn að mæla fyrir einhverjum ,,auðveldum lausnum”, sem gætu frestað áhrifum kauphækkananna 1. desember. Annars vegar mæltu þeir fyrir stórauknum niður- greiðslum ,,í einn mánuð”. Með sérstökum lögum yrði séð til þess, að lækkun búvöruverðs, sem af niðurgreiðslunum leiddi, yrði til að lækka vísitöluna um næstu mánaðamót, þótt hún yrði samkvæmt venjulegum reglum um vísitölu of seint fram komin til þess. Hins vegar kom framsóknarmönnum í hug, að ein- faldlega mætti með lögum fresta allri kauphækkun- unni 1. desember fram yfir áramótin. Þetta er einfalt, en gengur ekki. Löngum hefur það verið ráð ríkisstjórna að gangast fyrir bráðabirgða „reddingum” í efnahagsmálum með því að skerða kauphækkanir en gera lítið sem ekkert annað. Almenningur í landinu getur ekki unað slíkum „lausnum”. Eigi að takast á við efnahagsvandann í alvöru, þurfa að koma til aðgerðir á öllum sviðum. Launþegar gætu sætt sig við einhverjar skerðingar, ef þær gengju yfír allt kerfíð. Það er því ekkert úrræði að fresta kauphækkunum um 1—2 mánuði. Því er vel, að framsóknarmönnum virðist hafa mistekizt sú tilraun. Flugleiðir og réttindi starfsfólks: ATVINNULYÐ- RÆIHÞAÐ SEM KOMASKAL Erfiðleikar Flugleiða hafa verið mikið i sviðsljósinu undanfarna daga enda hefur flugrekstur þeirra aflað þjóðarbúinu mikilla tekna. Ein hlið á þvi máli hefur samt ekki fengið til- hlýðilega umræðu, það er réttur allra starfsmanna fyrirtækisins til að ráða einhverju um hvernig á að „afgreiða” vandamálin. Ætla má að starfsmenn sem hafa unnið í 20 ár við að byggja upp fyrirtækið hefðu viljað reyna ýmsar aðrar leiðir til úr- bóta en draga starfsemina einhliða saman og fækka starfsfólki. Lítil aðlögunar- hæfni Flugleiða Framtak Loftleiðamanna á sínum tíma er vissulega lofsvert en óþarfi er að sveipa það einhverjum dýrðar- Ijóma því grundvöllurinn að vel- gengni Loftleiða á N-Atlantshafsleið- inni voru sérstakir samningar íslenskra stjórnvalda við bandarísk. í skjóli þessa samnings gátu Loftleiðir undirboðið önnur flugfélög sem urðu að fylgja fargjöldum settum af IATA. En þegar Jimmy Carter varð forseti breyttist afstaða bandarískra yfirvalda og leyfð var frjáls sam- keppni á N-Atlantshafsflugleiðinni sem lækkaði fargjöld mikið og um leið kom dugleysi íslendinga í þeirri samkeppni í ljós. Nú býður flugfélag Freddie Lakers flugfar fram og til baka London — New York fyrir um 1/2 fargjald Flugleiða New York — Luxemborg, en hagnast samt vel á öllu saman. Ástæðan er sú að hann lætur flugvélarnar ekki fljúga nema þær séu nær full setnar. Hafður er sveigjanlegur . brottfarartími, fólk Vttuwer sktptav‘marins „Er enginn að afgreiða hér? Til hvers er verið að auglýsa opna búð á laugardegi og geta svo ekki haft nægilega margt starfsfólk?” Virðuleg kona á miðjum aldri kast- aði þessari kveðju á afgreiðslufólkið er hún kom inn i verzlun sem var yfir- full af viðskiptavinum einn laugar- dagsmorgun fyrir skömmu. Fimm starfsstúlkur voru á þönum við að gera mismunandi uppteknum við- skiptavinum til hæfis þegar þetta gerðist. Venjulega nægir að hafa þrjár en þennan morgun brá svo við að óvenju mikið var að gera. Smitandi óánægja Ávarp konunnar breytti á svip- stundu andrúmsloftinu í verzluninni — og ekki í þá veru að það létti störf afgreiðslufólksins. Upphófst nú mik- ill nöldurkór hjá öðrum viðskiptavin- um. ,,Ég hef verið að reyna að hand- • sama einhverja starfsstúlkuna, en ekkert gengur,” sagði einn. „Já, og svo þegar maður loks nær í af- greiðslustúlkuna er hún á sifelldum þönum við að afgreiða aðra,” gall í annarri. Svona getur einn falskur tónn spillt því góða samspili sem að jafnaði er milli afgreiðslumanns og viðskiptavinar sem hjálpast að við að finna þá vöru sem hæfir þeim síðar- nefnda. Ósanngirni Þarna fær andúð á verzluninni skyndilega útrás. Þessi atvinnu- rekstur nýtur sjaldan sannmælis og menn með ákveðnar stjórnmálaskoð- anir telja jafnvel heilaga skyldu sína að ala á tortryggni og úlfúð í garð þeirra sem hann stunda. Þessi mála- flutningur síast inn í fólk og stundum koma viðskiptavinir jafnvel með hálfkveðnar vísur um að likast til sé kaupmaður að brjóta á þeim lög og, gefa í skyn að hann gæti hafa hækkað vöruverð í verzlun sinni til samræmis við verðá nýjum birgðum. Menn vilja eðlilega hafa góða þjónustu og mikið vöruúrval í verzl- unum. Jafnframt þykir eðlilegt að ganga inn í verzlun og kaupa vöru undir innkaupsverði, — enda er það samkvæmt laganna hljóðan. Hvernig kaupmaður fyllir upp í hillurnar aftur með þessu ráðslagi er hans mál. En það stendur ekki á vanþóknuninni ef ekki er nóg í hillunum, eða ekki nægilegt starfsfólk. Óraunhæfur samanburður Stundum benda menn líka á það mikla misræmi sem er á þjónustu hér heima og erlendis, en gleyma að vör- urnar eru yfirleitt dýrari erlendis. Þar er nefnilega allt önnur álagning og þar er völ á að kaupa þá þjónustu sem hver og einn óskar. Á íslandi er bannað að selja þjónustu i þeim mæli sem neytandinn óskar, samkvæmt gild- andi verðlagsákvæðum. Menn sjá i hendi sér muninn á því að kaupa vöru af framleiðanda er- lendis, án kostnaðar til dreifingarað- „Þrátt fyrir þetta allt saman kosta sömu vörur svipað eða minna hér en erlendis.” 1111(11« I 1,1 ! LlKllilU L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.