Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 12
12 LIN LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Umsóknarfrestur náms/ána Næsti umsóknarfrestur um lán veturinn 1980— 1981 rennur út 15. nóv. næstkomandi. Umsóknir sem berast sjóðnum fyrir 15. nóv. verða afgreiddar þannig: 1. febr. 1981 verður af- greitt lán fyrir tímabilið 1. júní 1980 til 31. mars 1981. Endanlegt lán fyrir veturinn 1980—1981 verður síðan afgreitt í marz. Það greiðist síðan námsmönnum erlendis 15. apríl en námsmönn- um á íslandi 15. apríl og 15. maí. Ath. Þeir sem þegar hafa sótt um lán fyrir vetur- inn 1980—1981 þurfa ekki aö endurnýja umsókn sína. Á námsárinu 1980—1981 hafa útborganir á námslánum breyst á eftirfarandi hátt: Námslán til námsmanna erlendis verða greidd út á þriggja mánaða fresti eða 15. okt. 1980, 15. jan. og 15. apríl 1981 og fara tvær síðari greiðslurnar beint inn á viðskiptareikning viðkomandi námsmanns. Aftur á móti verða greiðslur námslána til náms- manna á íslandi mánaðarlegar og þeir hlutar lán- anna sem ekki eru afhentir við undirritun skuldabréfs verða lagðir beint inn á viðskipta- reikning viðkomandi lántakanda 15. hvers mán- aðar. Námsmenn eða umboðsmenn þeirra þurfa að undirrita skuldabréf tvisvar á lánstímabilinu, að hausti og að vori. Afgreiðsla sjóösins er opin frá 1—4 eftir hádegi. Reykjavík 4.11. 1980. G. O. bí/aréttingar og viðgerðir 7' Smíða, sel og festi sílsalista (stállista) á allar gerðir bifreiða. Stokkseyringar Árnesingar □ Vandlátir verzla hjá okkur. □ Vorum að taka upp mikið úrval leik- fanga og annarrar gjafavöru á góðu verði. □ Tilboð okkar 1 nóvember er 20% afsláttur af öllum kjötvörum í kæliborði. □ Nýjar kjötvörur daglega. □ Verzlið í jólamatinn tímanlega. □ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga og sunnudaga líka. □ Þið pantið. — Við sendum heim, eða komið og sannfærizt. Við bjóðum ykkur velkomin. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Þrítugasta ríkis- stjómin frá stríðslokum —f jórða ríkisstjóm Martens á 18 mánuðum ætlar að draga úr opinberrí eyðslu og lækka framlög til félagsmála Nýstjóm kom tilvaldaí Belgíu fyrir Itæpum hálfum mánuöi. Er það sú þrítugasta síðan landið var frelsað undan oki þýzkra nasista árið 1944. lEkki var einu sinni búið að skýra frá nöfnum allra ráðherranna áður en farið var að veita vöngum fyri því hve lengi nýja stjórnin mundi sitja. Forsætisráðherrann Wilfried Martens hefur nú myndað fjórðu samsteypustjórn sína á átján mán- uðum og engin ástæða er til að ætla að komandi vetur verði honum neitt auðveldur. í stefnuskrá stjórnarinnar ber hæst fyrirheit um að hleypa nýju lífi í efnahagslíf Belgíu og minnka at- vinnuleysi. Er það eitt hið mesta sem þekkist nú í Evrópu. Mikill halli hefur verið á fjárlögum belgíska ríkisins og verður það eitt af hlutskiptum ríkisstjórnar Martens að bæta úr þvi. Þetta þýðir auðvitað sam- drátt í opinberri eyðslu og auk þess eru uppi fyrirætlanir að draga úr ýmsum frádráttarliðum sem hafa verið á skattgreiðslum fólks. Þá má einnig nefna að ætlunin er að draga 1 úr greiðslum til félagsmála en al- mannatryggingakerfi Belgíu hefur verið talið eitt hið fullkomnasta í heimi. Til að ná því takmarki að minnka óhagstæða stöðu ríkissjóðs þarf að grípa til óvinsælla aðgerða eins og minnkandi bóta til atvinnuleysingja. Mun það að likindum koma harðast niður á ungu fólki sem hætt hefur í skóla áður en skyldunámi lauk eða hefur ekki aflað sér neinnar sér- menntunar. Áður en þessu marki verður náð þarf ríkisstjórnin að semja við verkalýðsfélögin. Veru- legur hluti atkvæðamagnsins sem að baki þingfylgis stjórnarinnar er kemur frá félögum í verkalýðshreyf- ingum landsins. Slíkt samkomulag gæti orðið torsótt. Auk þess bíður höfuðvandamál Belgíumanna ávallt allra þarlendra ríkisstjórna. Eins og frægt er orðið skiptist landið í tvö málasvæði. Svo á að heita aö samkomulag hafí náðst í þessum efnum en það er veikt. Helzti ásteytingarsteinninn er Brussel, höfuðborgin. Þar eru bæði málin töluð en franskan vinnur stöðugt á, meðal annars vegna þess að höfuð- stöðvar Efnahagsbandalags Evrópu eru þar. Annars eru 5,5 milljónir Flæmingj- ar sem tala mál skyldast hollenzku og síðan eru Vallónarnir með frönsku en þeir eru 3,2 milljónir. Samkomulagið um málsvæðin er sagt hvíla á svo veikum grunni að það gæti hvenær sem er brostið. Síðasta ríkisstjórn Belgíu fór frá völdum hinn 7. október síðastliðinn. Var hún einnig undir forustu Wil- fried Martens. Að henni stóðu sex stjórnmálaflokkar. Þegar hún fór frá voru nákvæmlega liðin 150 ár síðan Belgía varð sjálfstætt konungsriki árið 1830. Athygli vakti að við fall þessarar þriðju stjórnar Martens brutu belgískir stjórnmálamenn margra ára hefð. í fyrsta skipti f einn áratug féll belgísk ríkisstjórn ekki vegna deilna um tungumál á milli Flæmingja og Vallóna heldur af deil- um um efnahagsmál. í fyrsta skipti í allan þennan tíma höfðu Belgíumenn kynnzt því hvernig venjuleg stjórn- málakreppa verður. Fall ríkisstjórnar Martens, sem er 44 ára gamall lögfræðingur sem talar flæmsku og er frá héraðinu Ghent, bar þannig að, að tveir frjálslyndir flokkar sögðu sig úr stjórninni í mót- mælaskyni vegna þess að ekki náðist samkomulag um að draga úr útgjöld- um hins opinbera. Martens átti þvi ekki annars úrkosti en afhenda lausnarbeiðni sína til Baldvins Belgíukonungs. Næstu tvær vikurnar fóru i viðræður á milli flokksmanna Martens sjálfs, flæmskra kristilegra sósíalista og vallónskra skoðana- bræðra þeirra. Samanlagt eru þessir flokkar stærstir á belgfska þinginu með 82 þingmenn af 212 sætum.Auk þess tóku þátt 1 viðræðunum Sósia- listafíokkar bæði Vallóna og Flæm- ingja en þeir mynda annan stærsta flokkinn á þinginu. Að lokum var lögð fram tuttugu og átta blaðsíðna efnahagsáætlun þar 'W"w sem gert var ráð fyrir takmörkunum á launahækkunum, auknum framlögum til fjármögnunar í iðnaði og sjö prósent lækkun launa þeirra sem gegna pólitískum störfum. Hin nýja ríkisstjórn lofaði einnig að draga úr opinberum lántökum. Átti samdráttturinn að nema einum af hundraði af brúttó þjóðarfram- leiðslu árlega á næstu árum. Árið 1981 hefur verið gert ráð fyrir að hið opinbera taki lán að upphæð 242 milljarðar belgiskra franka er það 6,3% af brúttóþjóðarframleiðslu. Martens forsætisráðherra hefur heitið þvi að standa við þessa áætlun. Efnahagsstefna hinnar nýju rikis- stjórnar var háð því að takast mætti að ná samkomulagi við verkalýðs- samtökin. Eins og áður sagði voru margir ekkert á því að bíða þess hvort það tækist heldur fóru samstundis að spá því að henni mundi ekki einu sinni endaSt líf til að koma á viðræð- um við verkalýðsforingjana. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið einna harðastur í gangrýni sinni á þessa fjórðu rikisstjórn Martens. Benda flokksmenn á veika stöðu rikisstjórnarinnar gagnvart verka- lýðsfélögunum. Fyrir aðeins tveim mánuðum hafði fyrri stjórn undir stjórn Martens orðið að láta af hug- myndum um tvö prósent lækkun á greiðslum i lífeyrissjóð opinberra starfsmanna vegna andstöðu verka- lýðshreyfingarinnar. Hefði þessi aðgerð, ef af hefði orðið, minnkað mjög hina óhagstæðu stöðu ríkis- sjóðs. Hin nýja miðflokkastjórn hefur talsverðan meirihluta á belgíska þing- inu. En stjórnarkreppur eru algengar í Belgíu og ekki þarf að gera ráð fyrir að þessi fjórða ríkisstjórn Martens lifí neitt lengur en hinar þrjátiu ríkis- stjórnir landsins frá stríðslokum. ■▼Wi ■ Deilur um flæmsku og vallónsku I Belgiu snúast nú mjög um höfuðborgina Brussel. Þar hafa fyrri hlutföll raskazt vegna vaxandi notkunar frönskunnar I og við aðalstöðvar Efnahagsbandalagsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.