Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Oddvitinn í Sandgerði: Ég hlýt að geta þetta eins og aðrír — hugsaði ég og lét slag standa — IHH ræðir við Elsu Kristjánsdóttur „Hafa ungar mæður nokkuð að gera í sveitarstjórnir?” spurðum við EIsu Kristjánsdóttur, oddvita í Sandgerði. „Tvímælalaust,” sagði hún strax. „Þetta er alltof einlit hjörð.” Hún sagði að sín eigin börn væru orðin hundgömul, 18 og 19 ára, en sér fyndist hiklaust að sjónarmið sem allra flestra ættu að koma fram í sveitar- stjórnununt. „Það eru oft hreinuslu vandræði að koma málum fram í nefndum, þegar hópurinn hefur allur sömu sjónarmið og skilur ekki vandræði þeirra sem búa við önnur kjör. Allt lífið stjórnast af jrvi hvaða gild- ismat fólk hefur,” sagði hún. Og þegar verið er að ákveða hvernig eigi að ráðstafa sveitarsjóðnum þá skiptir miklu máli hverjir gera það. Karlmönnum finnst kannske mikilvægt að malbika bílastæði, þar sem ung móðir mundi heldur vilja nota peningana til að koma upp barnaleik- velli. Konur ráðstafa ekki opinberu fé En jafnvel þær konur sem til áhrifa komast fá sjaldan mikil völd um fjár- veitingar. I bankaráði siturengin kona, í fjárveitinganefnd Alþingis engin, og þetla endurspeglast í sveitarstjórnun- um. ,,Ég sit í byggingarnefnd,” segir Elsa oddviti” og það er óvenjulegt fyrir Elsa og móðir hennar, Björg Þorleifsdóttir, en á heimili hennar i Breiðholti fór viðtalið fram. „Við erum meira eins og vinkonur hcldur en móðir og dóttir,” segja þær. DB-myndir: Sigurður Þorri. í Sandgerði er sveitarstjóri, svo þar er tvennt ólikt að vera oddviti heldur en í sveitum þar sem oddvitinn þarf að innheimta útsvörin og snúast i öllum framkvæmdum.” Hún segir að beinasta skylda sín sé að kalla saman fundi og stjórna þeim. „Síðan þarf ég að setja mig inn i sem alira fiest mál og hafa frumkvæði.” Fundir eru að jafnaði hálfsmánaðar- lega og standa frá hálfsex á kvöldin og oft framundir miðnætti. Og það verður ekki hjá því komist að spyrja Elsu hvort maðurinn hennar sé einn af þess- um skilningsríku eiginmönnum. „Nei, alls ekki,” segir hún og brosir. „Hann hefur einfaldlega trú á því, að ég geti lagt mitt af mörkum til félags- mála og hefur þvi hvatt mig á allan hátt. Auk þess er hann sjálfur mjög virkur í sinu stéttarfélagi.’’ Hún útlistar siðan að sér finnist orðið „skilningsríkur” bera vott um þann rótgróna hugsunarhátt, að þátt- taka kvenna i félagsmálum sé ekki sjálfsögð, heldur veiti eiginmaðurinn af göfgi sinni leyfi til þeirra. Fyrir náð og miskunn fái konan að stíga út fyrir þröskuld heimilisins. Þeir tóku það alvarlega Það veldur engum sambúðarerfið- leikum í hjónabandi Elsu að eigin- maður hennar er yfirlýstur fram- sóknarmaður, en hún fylgir Alþýðu- bandalaginu. Ef til vill hjálpar það upp á sakirnar að þessir tveir flokkar hafa i áratugi unnið saman í Sandgerði. Skyldi það slitna kynni það að hjálpa Elsu að hún varð fyrir mjög fjölbreytt- urn uppeidisáhrifum hvað varðar póli- tík. „Pabbi er af gróinni Framsóknar- ætt, mamma kaus Þjóðvörn, amma mín Sjálfstæðisflokkinn, móðurbróðir minn sósíalista, og gömul vinnukona, sem hjá okkur bjó, kaus krata.” Elsa er alin upp á Snæfellsnesi, bjó átta ár á Þórshöfn, síðan í Reykjavik, en flutti til Sandgerðis fyrir sex árunr. Okkur langaði til þess að vita hvernig það hefði atvikast að hún lenti í sveitar- stjórninni. „Ég veit ekki hvort ég á að vera að segja frá því,” segir hún afsakandi. „Fyrir kosningarnar 1978 komu til min menn úr uppstillingarnefnd og spurðu hvort ég vildi taka sæti á listanum hjá þeim. „Sjálfsagt, en ég tek ekki nema efsta sætið,” sagði ég i hálfkæringi. Þar með hélt ég að ég væri laus allra mála. Þetta yrði aldrei samþykkt, því bæði var ég nýflutt á staðinn og eins hitt að kona hafði aldrei átt sæti i sveitarstjórn í Sandgerði. Það varð samt ofan á, að mér var boðið efsta sætið, þeir tóku þetla alvar- lega. Þá fór ég að spyrja sjálfa ntig hvort ég mundi nokkuð ráða við þetta. Á endanum komst ég að þeirri niður- stöðu að það hlyti ég að gera eins og aðrir og lét slag standa.” -IHH. það er ekki rétt, við skiptum okkur bara ekki nóg af öðrum málaflokkum. En til þess þurfum við fleiri konur sem eru virkar.” Hafnarframkvæmdir og barnaheimili „Þegar maður fer sjálfur að vera í sveitarstjórn rekur maður sig á það að það tekur miklu lengri tima og er þyngra í vöfum að koma málum fram heldur en maður imyndar sér þegar maður stendur utan við. Sérstaklega á það við um þær framkvæmdir sem ríkið tekur þátt í með sveitarfélögun- um. Að læra á það kerfi er kapítuli út af fyrir sig.” í byrjun ársins var nýtt íþróttahús tekið i notkun á staðnum. Það verður lyftistöng fyrir iþróttalíf byggðarlags- ins en sveitarsjóðnum þungt í skauti því það var byggt hraðar en ríkið sam- þykkti. Og nú er búið að steypa upp nýtt. dagvistunarheimili sem tekur um 50 börn og bætir úr brýnni þörf. Hvenær það verður fullbúið fer að öllu leyti eftir þvi hvernig gengur að semja við rikið um framkvæmdahraða verksins, en samkvæmt lögum á það að greiða helming kostnaðar. „Og framtíðarverkefnin eru óþrjót- andi,” segir Elsa. „Það þarf að endur- nýja vatnsveituna, koma upp alhliða útiíþróttasvæði, dýpka innsiglinguna ogleggjavaranlegtslitlagágötur. . .” Skilningsríkur eiginmaður? „Hvernig er að vera oddvili, Elsa?” „Hvað mig varðar hefur það óneitanlega verið býsna erfitt að koma nýr inn í sveitarstjórn og vera oddviti jafnframt. En á hinn bóginn þá lærist þetta smátt og smátt og hefur verið dýrmæt reynsla. „Konur eiga að skipta sér af samfélagi sinu á öllum sviðum stjórnmálanna. En til þess að geta það þurfum við miklu fleiri konur sem eru virkar,” segir Elsa oddviti. konu. Konur sitja yfirleitt i félagsmála- nefndum, það er hópnum sem biður um peninga, en karlmenn sitja í nefnd- um sem úthluta peningum.” Gera það manneskjulegra Henni finnst hiklaust, að konur eigi að láta meira til sín taka og skipta sér af því hvernig umhverfi, hvernig sam- félag, þeim og fjölskyldum þeirra er búið. „En það er ekki hægt nema láta lil sín taka á öllum sviðum. Og við konur erum oft gagnrýndar fyrir að snúa okkur of mikið að félagsmálunum, en IMemandi og yfirvald Það er áreiðanlega sjaldgæft að nem- andi komi fram sem yfirvald af hálfu sveitarfélagsins við skólasetningu. En Elsa sat í öldungadeild Fjölbrauta- skóla Suðurnesja þegar hann var settur í Sandgerði og hélt ræðu við það tæki- færi. Að skólanum stendur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, Þessi sveitarfélög eru sjö og skólinn er settur í þeim til skiptis. Elsa hefur rólegt og yfirvegað fas, en er ótrúlega afkastamikil. Ásamt oddvitastörfum og heimilishaldi (og skólagöngu þangað til í vor að hún lauk stúdentsprófi) vinnur hún alltaf hálfan daginn í Landsbankanum í Sandgerði. í þessu 1100 manna sjávarþorpi er ærið að starfa og mörg verkefni liggja fyrir hjá sveitarstjórninni. „Það brýnasta er uppbygging hafnarinnar, en hún er lífæð staðarins og það sem allt byggist á,” segir Elsa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.