Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. I D Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER Frakkland: Mitterrand íforseta- framboð í þriðja sinn Franski sósíalistaflokkurinn hefur ákveðið að sameinast um hinn aldna leiðtoga sinn Francois Mitterrand við forsetakosningarnar næsta vor. Mitterrand verður nú í framboði i þriðja sinn. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana mun sú ákvörðun Mitterrands að gefa kost á sér að nýju auka mjög sigurlíkur núverandi forseta, Valery Giscard deEstaing, sem sigraði Mitterrand naumlega í kosning- unum 1974. Pólland: Samningaviðræður komnar í strand —allt bendir til harðnandi afstöðu beggja aðila—frjálsra verkalýðsf élaga og st jórnvalda—varðandi pólitískt forræði kommúnistaf lokksins Svo virðist sem stjórnvöld í Pól- landi og forustumenn hinna frjálsu verkalýðsfélaga hafi nú gefið upp vonina um samkomulag um kommúnistaflokkinn og ákvæði um stjórn hans á pólitísku lífi í landinu. Viija stjórnvöld að ákvæði þessa efnis séu í lögum frjálsu verkalýðs- félaganna en flestir félagar samtak- anna, sem eru um tíu milljónir, virðast vera því andvígir. í gærkvöldi benti allt til harðnandi aðgerða beggja aðila vegna deilunnar um forræði kommúnistaflokksins í pólitískum efnum. Verkalýðsfélögin hafa boðað til verkfalls síðar í vik- unni ef hæstiréttur landsins úr- skurðar ekki þeim í vil í þessu máli. Fyrir helgina hafði verið tilkynnt að úrskurður hans mundi liggja fyrir á morgun. Hinir bjartsýnu gerðu sér þó vonir um að takast mætti að ná samkomu- lagi á síðustu stundu eins og svo oft áður þá fjóra mánuði sem óróinn og verkföll hafa staðið í PóUandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um héldu leiðtogar hinna frjálsu verkalýðsfélaga fund í gær þar sem ákveðið var að standa fast á kröfun- um um að ákvæðin um forræði kommúnistaflokksins væri máð úr lögum samtakanna en þau síðan opinberlega viðurkennd eigi að síður. Eitt merkið um harðnandi afstöðu pólskra yfirvalda í deilunum við verkalýðsfélögin var að tólf vestræn- um fréttamönnum var vísað úr landi strax eftir komu þeirra til Varsjár, en allir voru þeir með tímabundnar vegabréfsáritanir. Þykir þetta djarft teflt í byrjun Madrid-ráðstefnunnar um slökun Lech Walesa er helzti foringi frjálsu verkalýðsfélaganna. Hvort hann ræður nú alfarið við félaga sina er óvíst. Harkan i kröfum verkamanna er nú orðin svo mikil að hætta er talin á að upp úr sjóði milli verkalýðssam- takanna, þar sem eru um tiu milljónir félaga, og ráðamanna i kommúnista- flokki landsins. spennu i Evrópu. 1 allt sumar og að vera í Póllandi svo fremi sem þeir haust hafa erlendir fréttamenn fengið höfðu vegabréfsáritun. : 11 llililpl * 4 '■ : ':■■■■. ■ ’ wmm. Efnahagsástandið i Danmörku er heldur bágborið og hefur rikisstjórnin gripið til ýmiss konar sparnaðarráðstafana. Meðal þeirra má nefna að starfsfólki á sjúkra- húsum hefur veríð fækkaö, eða i það minnsta bannað að fjölga þvi. Myndin er af kröfugöngu starfsfólks dönsku rikisspitalanna i Kaupmannahöfn, þar sem þess var krafizt að fjölgað yrði starfsfólki á spftölunum frá þvf sem nú er. DELMA QUARTZ STORKOSTLEG VERÐLÆKKUN Verð aðeins 59.900 Verð áður 74.900 Delma verksmiðjan bauð okkur þetta frábæra verð á þessum tveim gerðum vegna 5 ára viðskipta við okkur. Beztu úrin koma frá Sviss SVISSNESK , JPj\ 1 ÁRS GÆDI i ÁBYRGÐ SVISSNESK REYNSLA / RAFHLAÐA ENDÍST í 3ÁR Herraúrið er fáanlegt gyllt m/61 eöa stál m/keðju, skífa blá,brún, grá eða hvít. Dömuúrið er gyllt m/gylltri eða svartri skífu. Verkin i Delma úrunum eru framleidd af stærstu og full- komnustu úraverksmiðju Sviss. 100% vatnsþétt Högg. Þolir 3 sinnum þyngra högg en sjátf- trekkt úr Tilboó þetta stendur aðeins meðan birgðir endast Mjög góð varahluta- þjðnusta KAUPIN ERU BEZT, ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER MEST. Úr og skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70, sími 24910 Póstsendum Úrin fást einnig hjá: Helgi Guðmundsson úrsmiður, Laugavegi 96, sími 22750 Viðar Hauksson úrsmiður, Hamraborg 1 Kóp., sími 44320. Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 Keflavík, sími 92-1557.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.