Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 39
39 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. I Utvarp Sjónvarp ÖRYGGISMÁL EVRÓPU — sjónvarp í kvöld kl. 22.45: Byrjað á að þrasa um hvað á að þrasa? Ráðstefna um öryggismál í Evrópu hefst í Madrid á morgun. Er hún framhald af Heisinkiráðstefnunni 1975 og Belgrad ráðstefnunni 1978. En líkur benda til þess að Madrid- ráðstefnan verði einstök i sinni röð. Síðan 15. september hefur undir- búningsnefnd fyrir ráðstefnuna nefnilega verið að reyna að koma saman dagskrá fyrir hana en hefur gengið illa. Vesturveldin vilja að tilhögun verði lik og á Belgrad- ráðstefnunni, þau fái gott tækifæri til þess að ásaka Sovétríkin um mannréttindabrot sem eru brot á samningi sem gerður var í Helsinki svo og innrásina í Afganistan. Sovét- menn vilja hins vegar að þau 35 ríki sem ráðstefnuna sækja fái hvert sinn ræðutíma, nákvæmlega jafnlangan. Með því yrði sókn vesturveldanna brotin niður í smærri einingar og því ekki nærri því eins beitt. Fyrir heigi hafði ekki náðst sam- komulag um það hvor leiðin yrði ofan á. Ljóst er þó að vesturveldin ætla öruggiega að mæta á morgun og líklegt þykir að Sovétríkin geri það líka. En fyrstu dagar ráðstefnunnar gætu þá farið í það að ræða dag- skrárliði hennar eða eins og einhver sagði að „þrasa um það hvað á að þrasa”. Um allt þetta fáum við að sjá brezka fréttamynd í . sjónvarpinu í kvöld. Við fáum víst örugglega að vita næstu daga í gegnum fjölmiðla hvernig miðar á ráðstefnunni eða Uhro KekkonenFinnlandsforseti er upphafsmaður þess að halda ráðstefnu um öryggismál f Evrópu ásamt Brésnef forseta Sovétrfkjanna sem án efa ræður mestu um það hvort einhver árangur næst I Madrid. hvort ýfirleitt næst einhver árangur. Það að Ronald Reagan hefur verið kjörinn forseti Bandarikjanna kann að breyta verulega bæði því sem um verður rætt, svo og hvernig þær umræður fara fram. Enn er nokkuð óljóst hver stefna hans í alþjóða- málum verður og hvort sú aukna harka sem hann boðaði í kosninga- baráttu sinni í viðskiptum við Sovét- ríkin er aðeins kosningaslagorð eða hvort hann meinar eitthvað í því sam- bandi. -DS. Árni Sigfússon blaðamaður og Kristján Hjaltason við gerð þáttarins Hreppamál. HREPPAMÁL—útvarp íkvöld kl. 22.35: Visismynd BG. Sveitarstjórnir í léttum dúr „Við höfum haft samband við allar sveitarstjórnir á landinu og fáum frá þeim það sem nýjast verður á dagskrá á hverjum tíma,”sagði Árni Sigfússon blaðamaður sem ásamt Kristjáni Hjaltasyni sér um þáttinn Hreppamál í útvarpinu í kvöld. Þátturinn verður á dagskrá hálfsmánaðarlega í vetur og er hann helgaður sveitarstjórnarmálum. „Það hefur viljað brenna við að þættir sem gerðir hafa verið um þessi mál hafa verið þungir. Þetta ætlum við að reyna að varast, við viljum reyna að hafa þættina létta og skemmtilega og um leið auðvelda að skilja fyrir al- menning. Þannig verðum við með í lok hvers þáttar atriði sem fyrir hafa komið í sveitarstjórnarmálum en menn vilja sem minnst um tala. Hvers kyns klaufaleg atriði og óhöpp. í hverjum þætti verðum við aðallega með eitt fast efni. Þannig verður fyrsti þátturinn um uppbyggingu sveitar- félaga og Lýður Björnsson sagnfræð- ingur rekur upphaf þeirra og sögu. Við tínum svo til það sem okkur fínnst merkiiegast úr þeim upplýsing- um sem okkur berast frá sveitarfélög- unum og höfum með,” sagði Árni. -DS. SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. • BORGARTÚNI21 VERZLUN Öll almenn fyrir dömur og herra - Andlitssnyrting Handsnyrting Fótsnyrting Litanir Vaxmeðferð Hringið og athugið okkar hagstæða verð • Nokkrir tímar lausir í sóllampan- um TIMAPANTANIR í SÍMA ÞyríD. Sveinsdóttir, snyrtifrœðingur 31262 Katrín Þorkelsdóttir, snyrtifrœðingur ÁRSÓL, GRÍMSBÆ, Sími 31262. HAGSTÆTT VERÐ PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Kven-og herrafattaverzhm á góðum stað í bænum til sölu. Verzlunin gefur vel af sér og g'æti gert mun betur. Góð erlend umboð. Til greina kemur að taka bíl upp í greiðslu. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast leggi nafn og símanúmer inn á augl. DB, sími 27022 eftir kl. 13 virkadaga. H—1005 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 3. árs- fjórðung 1980 sé hann ekki greiddur í síðasta lagi 17. nóvember. Fjármálaráðuneytið FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KÚPLUM HENTUGIR I ELDHÚS, BÖÐ, GANGA OG ALLS STAÐAR ÞAR SEM GÓDRAR LÝSINGAR ER ÞÖRF

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.