Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 35
35 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Ríkisstjórn og Alþingi hafa hvafl eftir annafl fjallað um málefni Flug- leifla — en aldrei jafn ítarlega og nú. Hér eru samgönguráöherra, eftirlitsmennirnir tveir og fulltrúar úr fjárveitinganefnd alþingis afl rsafla málefni félagsins skömmu fyrir Luxemborgarviðræðurnar i haust. DB-mynd: Ragnar Th. 1 .... , pN:.,' I 1 j 1 V V"; ■v STORA BOMBAN FELL SVO LOKS í ÁGÚST — þegar beðið var um minnst 12 milljón dollara ábyrgð til viðbótar Jafnframt var ákveðið að leita eftir sambærilegri aðstoð frá ríkisstjórn Luxemborgar. Einnig að eignarhluti ríkissjóðs í Flugleiðum yrði aukinn í 20%. í sambandi við þessa aðstoð lagði rikisstjórnin áherzlu á að A-flugið yrði aðskilið eins og frekast væri unnt frá grundvallarflugi, t.d. með aðskildum fjárhag og sérstakri rekstrarstjórn sem í ætti sæti fulltrúi stjórnar Flugleiða, fulltrúi starfsliðs og fulltrúi samgönguráðuneytis. Einnig að bættu samstarfi og sam- stöðu stjórnar Flugleiða og starfsliðs o.fl. Þessi samþykkt varð árangur af fundi forsætis-, fjármála-, utanrikis- og samgönguráðherra íslands sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum 20. ágúst með forsvarsmönnum Flug- leiða. Þar kom enn ekki fram hinn alvarlegasti vandi Flugleiða. Svo féll bomban Tveim dögum áður en Steingrimur hélt utan 17. september til að fara bónarveg að Luxemborgurum um stuðning við Flugleiðir á N-Atlants- hafinu, barst honum.bréf frá Flug- leiðum. í þvi er farið fram á nýja aðstoð, sem veitt yrði í formi ríkisábyrgðar fyrir 12 milljón dollara láni „vegna mjög erfiðrar lausafjárstöðu fyrir- tækisins”. Er í bréfinu vísað til þess, að þessi vandi hafi komið frant í skýrslu til yfirvalda 8. septentber og munnlega verið tjáður ráðherra 10. september. Tekið er fram, að þessi fjárþörf sé tengd því að tvær Boeing vélar á sölulista seljist. Seljist þær ekki sé vandinn meiri. Gert var ráð fyrir að 8 milljónir dala fengjust fyrir Boeing-vélarnar. Nú hafa þær reynzt óseljanlegar svo ætla má að fjárþörf Flugleiða sé minnst 20 milljónir dollara. Þannig er vandinn orðinn tvíþætt- ur. Annars vegar er N-Atlantshafs- flugið og hins vegar svokallað grund- vallarflug. Þó Atlantshafsflugið sé lagt niður, breytist í engu þörf Flug- leiða fyrir 12 milljón dollara beiðn- inni, auk fjármagnsins sem bundið er í óseljanlegum Boeingvélunum tveim- ur. Sem sagt vandi upp á 20 milljón dollara. Framhaldið þekkja flestir. Frum- varp var lagt fram á þingi. Annars vegar er rætt í því um aðstoð við Atl- antshafsflug Flugleiða. (1. grein frumvarpsins). Hins vegar um 12 milljón dala ríkisábyrgð til að leysa lausafjárskort félagsins (3. gr. frum- varpsins). Málið er t meðförum þingsins og af ummælum manna virðist vandinn frekar vaxa heldur en hitt og svo er komið að allt er á huldu um framtíð félagsins. - A.St. í ágústmánuði í sumar gerist það eftir ótal fundi að Luxair tilkynnir að það hafni þátttöku í nýju flug- félagi sem stofnað verði í Luxemborg með helmingsþátttöku Flugleiða og rekstri Atlantshafsflugs með DC-8 flugvélum Flugleiða. Þessi ákvörðun Luxair kom eins og sprengja inn í málin og gerði að engu margra mán- uða viðræður Flugleiða og Luxair, svo og viðræður ráðherra og embætt- ismanna íslands og Luxemborgar. Flugleiðir tilkynntu síðan á blaða- mannafundi að um 400 starfsmönn- um félagsins, þriðjungi allra starfs- manna heima og erlendis, yrði sagt upp. Jafnframt tilkynnti félagið að lagt yrði niður fiug félagsins milli Luxemborgar og New York og starf- semi félagsins í Luxemborg yrði hætt 31. október. Þessi málalok voru tilkynnt ráð- herra í Luxemborg 14. ágúst. Daginn eftir var íslenzku ríkisstjórninni tii- kynnt ákvörðunin munnlega en ákvörðuninni aldrei komið formlega áleiðis bréflega. Samgönguráðherra ræddi vandann strax i ríkisstjórninni og hún varð sammála um að kanna allar leiðir til áframhaldandi Atlantshafsflugs, a.m.k. meðan framtíð þess væri skoðuð nánar. Taldi ríkisstjórnin flugið ríkan þátt í íslenzkum þjóðar- búskap, á þvi byggðu fjölmargir íslendingar afkomu sína og það hefði fært mikinn auð í íslenzkt þjóðarbú. Tillaga um nýtt íslenzkt félag Steingrímur ráðherra hefur sagt að fyrsta hugmynd hans eftir tilkynn- ingu Flugleiða um að hætt yrði við N- A-flug hefði verið að flugmenn úr armi Loftleiðastarfsmanna tækju það að sér undir merki nýs félags með aðstoð. Segir hann forráðamenn Flugleiða hafa þá talið eðlile'gast að flugið yrði áfram innan ramma Flugleiða. Það telur Steingrímur full- gilda ósk Flugleiða um aðstoð ríkis- valdsins við flug þess á Atlantshafs- leiðinni. Hann hafi eftir þá beiðni lagt til hliðar tillögur áðurnefndra flugmanna um rekstur flugsins. Ríkisstjórnin varð sammála um að tilraun bæri að gera til að afstýra því að N-Atlantshafsflugið félli niður og ákvað að leita eftir fundi, sameigin- legum fundi samgönguráðherra íslands og Luxemborgar um málið. Til undirbúnings þeim fundi var skipuð ráðherranefnd sem gerði til- lögur um aðstoð við Flugleiðir til áframhaldandi Atlantshafsflugs. Þær voru endanlega samþykktar 16. september, daginn áður en Steingrím- ur hélt í annað sinn til Lux til viðræðna um N-Atlantshafsflug við yfirvöldþar. Meginefni tillaganna var bakábyrgð ríkissjóðs i 3 ár sem næmi þeim tekjum sem ríkissjóður hefur haft af umræddu flugi (lendingar- gjöld, leigugjöld í Keflavík, tekjur af .fríhöfn, opinber gjöld o.fl.) allt að 3 milljónum dala á ári til greiðslu á eða upp í rekstrarhalla sem kann að verða. Eftir fjöldauppsagnirnar á undanförnum mánuðum hafa starfsmenn Flugleiða mjög tekið að ðttast um sinn hag. Hér ganga fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem fjölmennust eru hjá Flugleiðum á fund forsætisráðherra. DB-mynd: Ragnar Th. BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fðanlegt i 4 geröum. Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. Heildsölubirgðir. KRISTJÁNSSON HF. Ingölfsstraeti 12. simar: 12800 - 14878 Tilboðs- verð á kinda- bjúgum KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 CASIO TÖLVUÚR C-801 ° C-801 BÝÐUR UPPA: Verð • Klukku.t,inin.,..K. kr. 79.950 • Ménuð, d»(j, vSturteg. • SjáHvirka dagatablaiðráttingu um mán- aðamöt • Nákvnmni + — 15 aek. á mán. • 24 og 12 Uma kerfi samðmia. • Skeiðklukka 1/100 úr sak. og millitfma. • Tölva mað + +-X — og konstant • Ljöshnappur til aflestrar i myikri. • RafhlaðasemendistcalBmán. • Ryðfrítt stál. • 1 ára ábyrgð og viðgerðarþjónusta. CASIO einkaum- boðið ð islandi. Bankastræti 8, sfmi 27810.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.