Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. DB á ne ytendamarkaði Snyrtivörur úr náttúrlegum efnum nú á boðstólum: Hægt að nota sömu umbúðimar aftur — og spara sér þannig þriðjung kaupverðsins ,,Okkur fannst vanta verzlun sem þessa hér á landi og ákváðum að bæta úr þvi. Þórunn fór til Bretlands á námskeið til að læra meðferð var- anna og hvað þær innihalda,” sagði Sigurbjörg Einarsdóttir annar eig- andi verzlunarinnar Body Shop sem nýlega var opnað að Laugavegi 66. Hinn eigandinn er Þórunn Skafla- dóltir. 1 Þær Þórunn og Sigurbjörg rlylja inn nokkuð sérstæðar snyrtivörur sem ekki hafa verið á boðstólum hér á landi fyrr. Það eru snyrtivörur sem eingöngu eru unnar úr náttúrlegum efnum úr jurtaríkinu. Þess má geta aðeitt af þeim efnum sem notuð eru i vörur fyrirtækisins er jojoba-olia, sem kemur í stað hvallýsis i snyrti- vörum. Jojoba-olía er unnin úr baun eyði- merkurrunna sem vex í Suðvestur Ameríku. Indíánar hafa um aldaraðir notað hana sem hárnæringu og til húðlækninga. Sagt er að hún sé efnafræðilega hreinni en flest önnur efni unnin úr náttúrunni og þarf aðeins sára'iitla meðferð fyrir notkun. ,,Við urðum að skíra verzlunina Body Shop þar sem hún er rekin í samvinnu við brezku verzlanakeðjuna Body Shop, sem nú rekur verzlanir víða um Bretland. Auk þess er Body Shop í sex öðrum löndum,” sagði Þórunn er við spurðumst fyrir um nafniðá fyrir-tækinu. Sú nýjung er i verzlun þessari að viðskiptavinir geta komiðaftur þegar ílát þeirra eru tóm og keypt áfyllingu. „Þetta er gert í tvennum tilgangi,” sagði Þórunn. „Annars vegar til að spara viðskiptavininum fé, þar sem algengt er að umbúðir um snyrtivörur kosti þriðjung af kaupverðinu og hins vegar til að draga úr mengun af Þær Sigurbjörg Einarsdóttir og Þórunn Skaftadóttir i hinni nýju verzlun að Laugavegi 66. DB-mynd Einar Ólason. plastumbúðum, sem ekki eyðast í náttúrunni.” Þær stöllur hafa merkt innihald og meðferð allra snyrtivara við hlið þeirra, þannig að viðskiptavinir geti íhugað hvað hentar þeim og hvað ekki. Þær bjóða upp á margar tegundir af hárþvottaefni, baðolíu, hreinsikremi, ilmolíu, blómavatni, kremi, varasalya og fleiru. Auk þess eru þær með gjafavöru. -ELA. • Vinsamlega scndið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjolskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- I tæki. 1 Nafn áskrifanda I----------------------------------------------------------- J Heimili___________________________________________________ i Sími I------ Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í októbermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m VffitY BÚSÁHÖLO & GJAFAVÖRUR # GLÆSIBÆ SÍMI86440 UMJ GLIT HÖFÐABAKKA9 SÍMI85411 JM- GLIT BANNA Æni REYKINGAR í MATVÖRUVERZLUNUM Nokkrar ábendingar um hvað betur má fara hjá okkur E.A.F. skrifar: Hinn 24. október kom ég heim úr frii erlendis frá og eins og eðlilegt er ætlaði ég á næstu dögum að kaupa ntér malvörur. Eftir fráveruna var ég meira vakandi fyrir ástandinu og fann ýmislegt sem betur mætti fara. Vindlingareykingar í matvöruverzlunum Laugardaginn 1. nóvember kom ég í matvöruverzlun og sá þar ungan niann með vindling í munni. í fyrstu hélt ég að þarna væri um að ræða manneskju sem, eins og smábarn, varð að hafa eitthvað í munninum. Þar sem maðurinn var kominn yfir þann aldur sem notar snuð var hann með vindling. Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu þar sem álegg og kjötvörur voru fann ég fyrir reyk. Ég spurði eigandann hvort leyfilegt væri að reykja i mat- vöruverzlunum, en ég fékk ekkert svar. Kaupandinn hélt áfram að reykja og verzlunin lyktaði illa. Eftir helgina spurði ég að því hjá Heilbrigðiseftir- litinu hvort leyfilegt væri að reykja í matvöruverzlunum. Svarið var á þá leið að engin regla væri til sem bann- aði reykingar í matvöruverzlunum þegar um viðskiptavini væri að ræða. Hvort einhverjar reglur eru til um sóðalega framkomu kaupanda veit ég ekki — en greinilega væri slíkt æski- legt. Engar magn- upplýsingar Fyrir stuttu var ákveðið að leggja sérstakt gjald á innflutt sælgæti og kex tii þess að aðstoða innlendan iðnað. Þar er rétt að farið. • I umræðunum var oft talað um að fólk keypti erlent kex vegna umnbúðanna. Ég tel að það sé ekki rétt. Fólk kaupir ekki erlent kex einungis vegna umbúðanna. Hins vegar er eitt atriði Raddðr neytenda %> UJNkJ GLIT Handunninn matarsett tesett kafflsett sem innlenda framleiðslu vantar: á umbúðum islenzka kexins eru ekki ntagnupplýsingar. Á erlendum kexumbúðum er magns jafnan getið, t.d. aðuml50g sé að ræða eða 12 stk., o.s.frv. Magnupplýsingarnar eru alltaf réttar — líklega gert ráð fyrir einhverri rýrnun. Yfirleitt eru ekki slíkar nauðsynlegar upplýsingar á íslenzku kexi. Afhverju? Fyrir hvað greiðum við? Ég kom í verzlun þar sem ég er vön að verzla og sá þar nýtt rósinkál í net- pokum. Verðið var hátt, um 985 kr. á poka. Ég vildi því athuga hve mikið væri í pokanum og hvort ekki væri ódýrara að kaupa frosið kál. Pokinn var merktur erlendis — 500 g. Greini- legt var að þetta magn var ekki i pokanum. Ég bað verzlunarstúlku að vigta kálið fyrir mig, en allt sem hún sagði var: „Þetta eru ekki 500 grömm”. Benti ég á að hér væri um rangfærslu að ræða. Verzlunarstjórinn var ekki viðlát- inn en starfsfólkið fullyrti að verzlun- in bæri enga ábyrgð á magninu og kílóverðið var óþekkt. Hér er um vitleysu að ræða. Sam kvæmt upplýsingum frá Verðlags- stofnun, er kaupmaðurinn ábyrgut fyrir að magnið, sem merkt er á umbúðirnar, sé rétt. Óskiljanlegt er að starfsfólkið skuli ekki hafa tekið eftir að pokinn var hálftómur. Kaupendur verða því að athuga bæði verð og magn. Opplýsingaseðilí til samanDurðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.