Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. 5 --Nýja íínati frá —-^CROWN JAPAN Bókhaldsóreiða hjá Lífeyrissjóði Vestfjarða: Framkvæmda- stjórínnferfrá Framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vestfjarða hefur verið sagt upp störf- um og samkvæmt heimildum DB teng- ist uppsögn hans óreglu og óreiðu á bókhaldi sjóðsins, sem orðið hefur vart við endurskoðun reikninga sem nú fer fram. „Það fer fram endurskoðun á sjóðnum og hún er meira verk en við ætluðum,” sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða í samtali við blaðamann DB. Pétur sem á sæti í stjóm sjóðsins, neitaði því að það að framkvæmdastjórinn hefur nú látið af störfum tengdist þeirri endur- skoðun sem nú fer fram á sjóðnum. Ástæðurnar sagði hann ekki vera fjölmiðlamat. Hann sagði að það yrði að koma í Ijós þegar endurskoðun lýkur hvort um bókhaldsóreiðu væri að ræða. Það er Endurskoðun h/f sem annast endur- skoðunina. Pétur Sigurðsson sagði að um mánaðamótin yrði haldinn fulltrúa fundur og þar yrðu reikningar sjóðsins lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda. -GAJ. Aðeins 1350 tunnur á land á Eskifirði Mikils misskilnings gætir í baksíðu- frétt í DB fimmtudaginn 6. nóvember þar sem sagt er að tunnuskip hafi komið til Eskifjarðar með 5—6000 tunnur og má af henni skilja að allur farmurinn hafi komið þar á land. Hið rétta er að aðeins var skipað upp 1350 tunnum á Eskifirði, eða 450 tunnum handa hverri söltunarstöð. Loðnuskipin streyma inn til Eski- fjarðar og fá kassa hjá Aðalsteini Jóns- syni framkvæmdastjóra til að geta ísað síld sem veidd er í Reyðarfirði. Síld sem Júpíter fékk i Eskifirði á miðviku- daginn var allt demantssíld — í bezta gæðaflokki. Júpíter reif nótina og færði sig til Reyðarfjarðar. Hann kom til Eskifjarðar í gær með gott síldarkast sem hann hafði í nót utan á skipinu. Var hún ísuð í kassa og er nú á leiðinni til Danmerkur. Hrólfur Gunnarsson skipstjóri er ekki að tvínóna við hlutina, enda Strandamaður — ættaður frá Hólma- vík. - Regína, Eskifirði. „Hvernig þessir herra- menn umgangast sannleikann” — f réttir staðfestar um flutning í Luxemborg „Fyrir tveimur vikiifn bárust mér fréttir af því að minnka ætti húsnæði Flugleiða í Luxemborg,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson við DB. „Þetta þóttu mér undarlegar fréttir á sama tíma og sagt var að halda ætti Atlantshafs- fluginu áfram. Ég bað því Birgi Guðjónsson hjá samgönguráðuneytinu að kanna hvort þetta væri rétt. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða taldi þetta fjarstæðu. Ég reifaði þetta í þingræðu og síðan spurði Dagblaðið forráðamenn Flug- leiða að því hvort það stæði til að drága saman á Findelflugvelli í Luxemborg. Því var neitað. Dagblaðið hafði siðan samband við Pál Andrésson í Luxem- borg, sem að sögn blaðsins staðfesti að byrjað væri að pakka niður. Þá fyrst kemur það m að það var rétt sem haldið var fr i. Það má draga lærdóm af því hver g þessir herramenn um- gangast sar ileikann,” sagði Ólafur. í fréttat .kynningu Flugleiða segir að nú sé venð að flytja hluta starfsem- innar úr aðalbyggingu Findelflugvallar í eigið húsnæði annars staðar á vellinum. Þá segir og að rými vöruaf- greiðslu félagsins á Kennedyflugvelli hafi verið leigt til fyrirtækisins Serveair, sem tekur að sér afgreiðslu á frakt fyrir Flugleiðir. -JH. Aukin laxveiði Færeyinga í sjó veldur áhyggjum: „Getum pakkað saman í fiskiræktarmálum” „Menn eru mjög uggandi út af þróuninni og vilja hafa áhrif á að stöðva hana eða snúa henni við,” sagði Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri er blaðamaður DB innti hann álits á stóraukinni laxveiði Færeyinga i sjó. Eins og greint hefur verið frá í Dagblaðinu hófust laxveiðar Færeyinga í sjó 1. nóvember og er veiðikvóti þeirra nú 1400 lestir eða helmingi meiri en í fyrra. Hafa áhugamenn um laxarækt hér á landi lýst miklum áhyggjum vegna þessa og látið í ljós þá skoðun að verið sé að eyðileggja milljarða atvinnuveg á íslandi. Á þingi Landssambands stangveiðifélaga, sem haldið var um síðustu helgi, var samþykkt tillaga þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja þegar í stað viðræður við Fær- eyinga um að þeir hætti þessum veiðum. „Við teljum þetta mjög alvarlegt mál og ég tel að við getum pakkað saman í fiskiræktarmálum ef þetta ástand varir,” sagði Árni Björn Guðjónsson laxaræktarmaður í samtali við blaðamann DB. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagði að útlit væri fyrir að hluti af okkar laxastofni færi á þessar slóðir. Hins vegar væru ekki beinar sannanir fyrir því i hve miklum mæli það væri. „Ég geri ráð fyrir að það verði fleiri lönd sem vilja taka upp viðræður við Færeyinga um þetta,” sagði Þór og vísaði til rannsókna sem sýna að þessar véiðar snerta ekki sízt Skota og Norðmenn. Hann benti á að nú væri verið að byggja upp eldisstöðvar á Norður- landi, t.d. á Húsavík og Hólum i Hjaltadal þar sem menn hefðu áhuga á hafbeit. „Það er ekki ósennilegt að Norðurlandslaxinn fari á þessar slóðir. Það er því fyllsta ástæða til að fylgjast vel með þessum veiðum og reyna að hafa áhrif á þær,” sagði Þór Guðjónsson og bætti því við að þetta mál yrði væntanlega tekið upp á alþjóðavettvangi á næstunni. -GAJ. Kr. 72.560 VERSLIO í SÉRVERSLUN MEO LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.