Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. 17 N Er alltaf fyrir ofan meðal- talið ykkar —segir „ein eyðslusöm” „Sendi ykkur í fyrsta sinn seðil. Oft er ég búin að undra mig á því hvað fólk getur látið sér duga í mat”, segir m.a. í bréfí frá húsmóður sem kýs að kalla sig ,,ein eyðslusöm”. Hún er búsett í nágrannabæ höfuð- borgarinnar. „Við erum fjögur fullorðin í heimili og aif þeim borða tveir annars staðar í hádeginu fimm daga vik- unnar. Samt er meðaltalið um 65 þúsund kr. á mann. Að vísu eru inni í þessari tölu tíu slátur, en aftur á móti áttiégallanfisk. Ég hef oft fylgzt með útkomunni úr heimilisbókhaldinu ykkar, og hef alltaf verið ofan við meðaltal”. Þessi mynd af Grasagarðinum i Laugardal er tekin um hásumar, en þangað er gott að koma fyrir garðeigendur þvi þar má sjá hvernig nánast ailar plöntur sem hér eru ræktaðar lita út á hinum ýmsu vaxtarstigum. DB-mynd Hörður. Stórínnkaup á kjöti og afmælis- veizla hleypa kostnaðinum upp „Ég má til með að senda ykkur nokkrar línur með upplýsingaseðlin- um,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður þriggja manna fjölskyldu sem búsett er í höfuðstað Norðurlands, Akur- eyri. ,,Ég ætla að vona að ég sé ekki langt yfir meðallaginu, en september var frekar dýr hjá mér. Þar kemur m.a. til kjöt fyrir 32 þús. kr. og ein afmælisveizla sem hleypir kostnaðin- um töluvert upp.” áheit og tómstundavinna upp á 36.600 kr. Þar að auki gaf bóndinn mér mokkajakka, svo peningarnir eru ekki lengi að fara. Ég hef verið anzi löt við að senda seðlana í sumar enda var það eitt- hvað svo óreglulegt hjá mér bók- haldið. Nú er þetta allt komið á rétt- an kjöl svo ég get farið að vera dugleg að senda ykkur seðla aftur. Ég vil svo bara þakka ykkur allt gott efni og vona að þið hafið það Haustverkin í blómabeðunum Þegar líður á sumarið fara snemm- blómstrandi jurtir að visna og þegar haustar eru beðin full af visnuðum stönglum. Það er engin ástæða til að hreinsa úr beðunum visnaða stöngla og blöð. Margir stönglar eru einmitt skemmtilegir og til prýði, ekki sízt þegar þeir skreytast hrími eða snjó. Hitt er svo aftur annað mál að svona stöngla má klippa af og þurrka og hafa í vasa um vetur í stað lifandi blóma sem eru dýr. Svo má hirða fræið af mörgum jurtum, en þá þarf að skera eða klippa stönglana einmitt þegar fræhúsin eru orðin brún og byrja að opnast, en þó áður en fræin fara að dreifast með vindum og veðri. Bezt er að stinga slíkum fræstöngl- um í nægilega stóra pappírspoka (ekki plastpoka vegna hættu á myglu) einni tegund í hvern poka og merkja hann með tegundarheiti. Látið síðan stönglana þorna á hlýjum stað í viku til hálfan mánuð. Hristið síðan fræið vandlega úr og geymið það i smápok- um eða smáglösum. Merkið ílátin vel og geymið á köldum stað þangað til fræinu verður sáð í garðinn á nýjan leik. Annars er bezt að láta sem mest af stönglum og laufi halda sér. Það skýlir rótum, brumi og sígrænum blöðum fyrir vetrar- og vornæðing- um. Fyrst þegar grænu blöðin fara að teygja sig upp i birtuna er tímabært að klippa ofan af jurtunum áður en blöð og blómstönglar verða of hávaxin. Samt ætti að láta afklipp- urnar liggja í beðunum fyrst um sinn, því alltaf getur komið frostnótt. Þegar líður á sumarið sést bezt hvað er orðið of þétt, en ekki er víst að fólk muni þetta þegar vorið er komið, áður en jurtirnar fara að vaxa. Þess vegna er haustið góður tími til að skipta og færa til fjölærar jurtir, einkum snemmblómstrandi tegundir. Jurtir sem ennþá eru i blóma má merkja, svo öruggt sé að þær gleym- ist ekki. Tré og runna er þó betra að láta bíða til vors. -Hermann Lundholm/abj. GARÐSHORN Fjarlægið illgresið fyrir veturinn Fjölskyldan var með rúml. 63 þús. kr. á mann í mat og hreinlætisvörur en liðurinn „annað” var upp á rúm- lega850 þús. kr. ,,í liðnum „annað” eru t.d. tveir víxlar á rúmlega 100 þús. kr. hvor, sjónvarpsafnotagjald 41.200 kr„ hitaveita fyrir tvo mánuði 52 þús., rafmagn 21 þús., afborganir af dekkjum, bensínkostnaður, gjafir, gott. P.S. Ég ætla aðeins að láta þess getið, að mig langaði óskaplega til að koma í afmælið til ykkar á heimilissýning- unni. En þar sem við erum nýbúin að kaupa nýjan bíl, þá leyfði fjárhagur- inn þaðekki. Hver veit nema ég geti komið þegar þið haldið upp á tíu ára afmælið.. Ég gæti þá haldið upp á mitt í leiðinni”. SKYRTERTA Hægt er að nota skyr í matar- gerð, t.d. bakstur. Hér er uppskrift að skyrtertu: Botninn 1 bolli haframjöl 1/2 bolli hveiti 1/2 bolli púðursykur 1/2 Isk. natrón 1/2 tsk. lyftiduft 100 g smjörliki Fylling 2egg 140 g sykur 85 g smjör 500 g skyr úr dós safi úrl/2sitrónu í 1/2 dl rjómi 8 blöð matarlím. öllum þurrefnunum sem í botn- inn eiga að fara er blandað saman i skál, smjörlikið mulið saman viö. Deigið látið í smurt mót og þrýst upp með börmunum. Bakað neðst i ofni i 15—20 min. við 180—200°C hita. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn i 5—10 mín. Vatninu hellt af Uppskrift dagsins því «g matarlímiö brætt í vatnsbaði eða með því að hella á það 1/2 dl af sjóðandi vatni. Hrærið saman skyri, sykri og eggjum, þeytið rjómann og kælið matarlímið með sítrónusafanum og hellið þvi ylvoigu út í skyrið. Blandið þeyttum rjómanum saman við að lokum. Fyllingin er nú látinn á kaldan botninn og látin stifna i isskáp. Þessi kaka þolir mjög vel frost. Hvað er hægt að gera í garðinum eftir að komið er haust og allt er að visna og leggjast í dvala? Þar er margt og sumt nauðsynlegt, m.a. til að flýta fyrir vorverkunum. Illgresi Margir hugsa sem svo: Allt í lagi að láta illgresið vera. Það drepst hvort sem er í vetur, en það er mesti mis- skilningur. Margar tegundir eru fullar af fræi sem dreifist og spírar svo næsta vor. Þetta á við um haugarfa, hjartaarfa, kressgras, i Teg. 4321114-14 Stseröir 36-41 Verfl kr. 39.560 Mjúkt skinn, loðfóðraðir, bólstraflur kantur. Ath. Höfum einnig fengið nýja sendingu frá Berkemann - Barnaskó frá JIP o.fi. o.fl. Domus Medica Egilsgötu 3 Sími 18519 lambaklukku og gullbrá, svo eitthvað sé nefnt. Rótarillgresi eða fjölært illgresi heldur áfram að vaxa þar til frostið kemur svo það er betra að hafa gætur á því og fjarlægja áður en ræturnar verða of miklar. Hér með telst húsa- puntur, skriðsóley og elfting, sem eru með skriðular rætur, auk njóla og túnfífils, sem hafa stólparót. Einæra illgresið er tiltölulega auðvelt að losna við. Við gerum ráð fyrir að garðurinn hafi verið hirtur yfir sumartímann, svo að eingöngu ætti að vera um stakar plöntur að ræða, sem auðvelt ætti að vera að reyta úr beðinu. Annað mál er með rótarillgresið. Það þarf að losa um ræturnar með gaffli eða skóflu þannig að öll rótin náist upp. Annars er hætt við að hún skjóti nýjum sprotum. Þessar upplýsingar eru kannski nokkuð seint á ferðinni, en vegna þess hve veðrið hefur verið milt um stór svæði landsins þykir okkur rétt að láta þær birtast nú. -Hermann Lundholm/abj. Tog. Stærflir 38-41 Verð kr. 38.980 Mjúkt skinn og skinnfóOraflir. Baron Tag. 4321110-14 Stserflir 38—41 Verð kr. 39.560 Mjúkt skinn og skinnfóflraðir. *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.