Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. FÓLK ÁSGEIR TÓMASSON œtlar frænda síns, Asgríms Jónssonar, og hlaut að þökkum rembingskoss frá frú Bjarnveigu. Að lokum bauð frú Bjarnveig til kaffidrykkju. „Enginn pinnagreiði hér,” sagði hún, „heldur gott íslenskt kaffi og rjómapönnu- kökur”. Víst var ósköp notalegt að sitja í þessu vinalega umhverfi, innan um eigur Ásgríms og málverk, og spjalla um safnið og framtíðina. Einhverjum þótti ótrúlegt að frú Bjarnveig mundi setjast i helgan stein. „Hvaða steinn ætli haldi frú Bjarnveigu?” sagði Birgir Thorlacius að bragði, enda er honum manna best kunnugt um hennar miklu umsvif, ekki aðeins í þágu Ásgríms- safns, heldur, íslenskrar myndlistar yfirleitt. Nægir þar aðeins að nefna það safn listaverka sem hún gaf Árnesingum og er að finna á Selfossi. Frú Bjarnveig hélt nú kannski að hún mundi finna sér eitthvað að dunda við, — kannski skrásetningu endur- minninga sinna um Ásgrím, en hún hefur haldið mjög nákvæmar dag- bækur frá fyrstu tíð. Og er við kvöddum varð okkur enn Ijósara að Ásgrimssafn á hug hennar allan, hún bað okkur fyrir alla muni að minna á afmælissýningu safnsins, en hún var opnuð í gær (sunnudag), verður opin milli kl. 14 og 18 og stendur næstu vikur. -AI. Frú Bjamveig kveður Ásgrímssajk en ekki að sitja auðum höndum Ný hljómsveit, Metal, er komin fram á sjónarsviðið: ÆTLAR AÐ SÉR HÆFA SIG1 COUNTRY- TÓNLIST — hefur góðar vonir um að leika í Englandi nœsta sumar Hljómsveitin Metal kveðst verða tilbúin til spilamennsku i þessum mánuði. Frá vinstri eru Jón Yngvi Björnsson, Runólfur Birgir Leifsson, Helgi Sigurðsson og Alfreð Viggó Sigurjónsson. DB-mynd Gunnar Öm. Fyrir stuttu kom það fram i viðtali við Björgu Þorsteinsdóttur mynd- listarmann hér i DB, að frú Bjarnveig Bjarnadóttir sem verið hefur for- stöðumaður Ásgrímssasfns frá upp- hafi mundi láta af því starfi innan skamms og Björg sjálf taka við. Þessi forstöðumannaskipti fóru einmitt fram á 20 ára afmæli Ásgrímssafns þann 5. nóv. sl. og bauð frú Bjarn- veig til þeirrar látlausu athafnar blaðamönnum, stjórn Ásgrímssafns og fulltrúa ríkisins, Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra. Eftir að frú Bjarnveig hafði lýst aðdraganda þess að hún tók að sér að stýra Ásgrimssafni fyrir tveim ára- tugum og starfi safnsins þessi ár, bauð hún eftirmann sinn, Björgu Þorsteinsdóttur, velkominn til starfa. „Ég mun ganga út úr þessu húsi meö gleði og þakklæti í huga, því að nú mun ráða hér ríkjum úrvalsfólk,” sagði hún að lokum. Birgir Thorlacius hyllti frú Bjarnveigu fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Frú Bjarnveíg Bjarnadóttir fyrsti forstöðumaður Ásgrimssafns og eftirmaóur hennar, BJtirg Þor- steinsdóttir myndlistarmaður. „Eigum við að taka að okkur að spila á árshátíð í Hafnarfirði? Það verður frítt að borða og drekka — en engir peningar.” Þríraddað nei kveður við, og þó. „Ef þú drekkur fyrir okkur hina og borgar okkur svo sem svarar magninu, þá kemur þetta til greina!” Blaðamaður DB er staddur í æfingahúsnæði glænýrrar hljóm- sveitar, er nefnir sig Metal. Aðeins er um hálfur annar mánuður liðinn siðan hún var stofnuð, svo að starf- seminerekki komin í gang að neinu gagni ennþá. ,, Við erum búnir að leika á einum dansleik,” sagði Jón Yngvi Björns- son bassaleikari og söngvari Metals. Auk hans eru I hljómsveitinni Helgi Sigurðsson trommuleikari, Alfreð Viggó Sigurjónsson sem leikur á pianó og Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari. „Við leikum allar tegundir af tón- list,” sagði Jón Yngvi. „í framtíð- inni ætlum við þó aðallega að halla okkur að countrytónlist. Mynda okkur nokkurs konar sérstöðu með því að leika eitthvað annað en flestir aðrir eru að fást við.” Félagarnir í Metal kváðust að öllu forfallalausu verða tilbúnir á hljóm- sveitamarkaðinn í þessum mánuði. Þeir áttu þó ekki von á að mikið yrði að gera hjá þeim fram að áramótum. Upp úr þeim hefst vertíð árshátíða, þorrablóta og fleiri slikra skemmt- ana. „Annars er það næsta á dag- skránni hjá okkur að æfa upp sér- stakt prógramm fyrir jólatrés- skemmtanirnar,” sögðu þeir félagar í Metal. „Við höfum nokkra vana jólasveina á okkar snærum, það er að segja okkur sjálfa. Við höfum víst allir komið fram sem jólasveinar á svona skemmtunum.” Jón Yngvi Björnsson hefur til skamms tíma dvalizt í Englandi. Þar Ætlaði til Þýzkalands og lœra blómaskreytingar en fékk Þjóðver/a í staðinn til sín „Ég hafði ákveðið að fara til Þýzkalands og læra blómaskreydngar. Þjóðverjar eru mjög framarlega á því sviði og námið tekur tvö ár. Það sner- ist hins vegar þannig við að ég fékk bréf frá tveimur nýútskrifuðum nem- endum, Jutta Zernikov og Albert Hofer, þar sem þau báðu mig að út- vega sér vinnu. Þá fékk ég þá snjöllu hugmynd að kaupa blómabúð, ráða þau í vinnu til mín og láta þau kenna mér,” sagði Sigríður Ingólfsdóttir, 25 ára. Hún keypti fyrir stuttu blómabúðina Borgarblómið við Grensásveg. „Þau komu síðan hingað til lands og eru búin að gera kraftaverk á búð- inni. Þau skreyttu til dæmis gluggann hérna og stéttina fyrir utan,” sagði Sigríður. Vegfarendur um Grensás- veg eiga eflaust eftir að sjá frumlegar skreytingar fyrir utan dyr verzlunar- innar. Sigritiur Ingólfsdóttir innan hún býtiur upp á. um hluta af þeim biómaskreytingum sem DB-mynd Sig. Þorri. „Ég útskrifaðist úr Garðyrkju- skóla ríkisins 1976 og hef alltaf verið með annan fótinn i biómabúðum síðan. Mig langaði til að gera eitt- hvað liflegt, eitthvað sem er ekki alls staðar. Þess vegna fór ég inn á þá braut að leggja mesta áherzlu á potta- plöntuskreytingar og . þurrkaðar skreytingar. Blómaskreytingar eru líka mjög í tízku núna.” Þeir sem ferðast ntikið innanlands ættu að kannast við Sigríði því að undanfarin fimm sumur hefur hún unnið við gæzlustörf í Landmanna- laugum. Hún'hefur ákveðið að hafa sýningu á aðventukrönsum og jóla- skreytingum 23. nóvember í verzlun sinni og er þegar farin að undirbúa hana. „Ég ætla ekkert að selja á sýn- ingunni aðeins að gefa viðskiptavin- um kost á að sjá hvað hægt er að gera. Nú svo ef einhver vill þá getur hann auðvitað pantað,” sagði Sigríð- ur Ingólfsdóttir. -ELA komst hann í kynni við þekktan brezkan plötsnúð, Chris Mack, sem gaf góðar vonir um að hann gæti út- vegað Metal vinnu ytra næsta sumar. „Við ætlum því að æfa upp dálítið af okkar eigin efni til að hafa á boðstól- um ef af utanferðinni verður,” sögðu þeir. „Við erum þegar komnir með tvö frumsamin lög á dagskrána og ætlum að bæta þeim við hægt og sígandi.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.