Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. 10 I Erlent Erlent Erlent Erlent Öryggismálarádstefna íMadrid: FER HUN UT UM ÞUFUR ÁDUR EN HÚN HEFST? - ekkert samkomulag næst um dagskrá fundarins þrátt fyrir sáttasemjarastörf svissneska f ulltrúans Viöræður fulltrúa hinna þrjátíu og fimm þjóða sem mæta á öryggisráð- stefnuna í Madrid í dag, rétt áður en formleg fundahöld éiga að hefjast, gætu hugsanlega komið 1 veg fyrir upplausn, en allar horfur eru nú á að fundurinn veröi settur á morgun án þess að búið verði aö setja honum neina dagskrá. Gæti það orðið til þess að fundurinn færi út um þúfur meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ljóst er þó að slíkt mundi væntan- lega geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir allar tilraunir til að koma á bættri sambúð austurs og vesturs. Eftir rúmlega tveggja mánaða umræður um dagskrána virtust vesturveldin og austantjaldslöndin jafnfjarri því að ná samkomulagi um dagskrá eins og í september siðast- liðnum þegar umræður um hana hófust. Síðasta tilraunin var sú að fulltrúi Svisslendinga tók að sér að reyna að miðla málum, en i gær- kvöldi tilkynnti hann að enginn grundvöllur væri fyrir slíku. Helzt voru bundnar vonir við óvænta skipun Leonid llvichov aðstoðarutanríkisráðherra sem for- manns sovézku sendinefndarinnar. Töldu sumir líkur til þess að hann kæmi með ný fyrirmæli frá Moskvu um hvernig haga skyldi tillögum um dagskrá fundarins. llvichov er einkum þekktur fyrir að hafa haft forustu 1 viðræðum Sovétríkjanna við Kína siðastliðin tíu ár, en þær hafa engan árangur borið. Ekkert benti þó til þess í gærkvöldi að nýrra tillagna væri að vænta frá Sovétríkj- unum og fylgiríkjum þeirra. Vestræn ríki hafa krafizt þess að dagskráin i Madrid yrði með sama sniði og í Belgrad en austantjalds- ríkin vilja koma nýju kerfi á þar sem hvert ríki á ráðstefnunni hefði afmarkaðri ræðutíma. '* * i ■ :í » í: s S ■*>*■ i ■ • ' ‘. >. s » » ’ ( ■. t t * t * S'f * I . \ ' 4 mmm mm-*: mií < »* * *t\\%* *i Reagan ífríábú- garöinum Nýkjörinn forseti Bandarikjanna, Ronald Reagan, hélt i gær til búgarðs sins fyrir utan Santa Barbara i Kali- forniu. Að sögn talsmanns Reagans mun hann dvelja þar i vikutima og hvilast við útreiðar, skógarhögg og blaðalestur. Reagan og eiginkona hans Nancy ferðuðust með þyrlu og tók ferðin 45 minútur frá Los Angeles þar sem þau höfðu áður tekið þátt i guðsþjónustu i hinni mjög svo nýtizkulegu Bel-air kirkju. „Höfuðviðfangsefni okkar nú er að undirbúa stjórnarskiptin og mynda vel starfhæfa rikisstjórn,” sagði Reagan er hann ræddi við fréttamenn fyrir utan kirkjuna. Prestur Bel-air kirkjunnar, séra Donn Monnaw, mælti til Reagan- hjónanna áður en guðsþjónustan hófst á þessa leið: „Guð blessi ykkur bæði. Við munum biðja fyrir ykkur.” Ronald Reagan heldur til Washing- ton um næstu helgi til að undirbúa stjórnarskiptin að þvi er talsmaður hans tjáði fréttamönnum. Myndin er af Reagan og Nancy eiginkonu hans þar sem þau koma á kjörstað i heimariki sinu Kaliforniu þar sem Reagan vann mikinn sigur á andstæðingi sínum, Carter forseta. Reagan ritar nafn sitt i kosninga- bókina á meðan Nancy áritar nýút- komna bók sina Nancy. VÖRUMARKADUR------------------------- / BreiðfirOingabúð Höfum mjög gott úrval af ungbarnafatnaði í gjafa- settum, barnabuxum, leikföngum og margt f leira. Komið og gerið góð kaup. Opið daglega frá 1—6. Föstudaga til 10 og laugardaga 10—12. Zimbawe: Átökmilli manna Mugabes og Nkomo Einn maður var drepinn og 34 særð- ust í átökum sem urðu um helgina í Bulawayo, næststærstu borg Zimba- bwe. Átökin urðu milli stuðningsmanna Roberts Mugabes forsætisráðherra í Zanu-flokknum og stuðningsmanna innanríkisráðherrans Joshua Nkomo. Bretland: Healey eða Foot formenn Verkamanna- flokksins Nýr leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins verður valinn í dag. Valið stendur á milli þeirra er urðu efstir við fyrri atkvæðagreiðslu í flokknum, Denis Healey og Michael Foot. Healey er í hægri armi flokksins en Foot á vinstri vængnum. Búizt er við að mjög mjótt verði á mununum milli þeirra er atkvæði verða talin. Ævintýra- legur f lótti Green- peaceskips „Þessi flótti hafði verið undirbúinn lengi þar sem við ætluðum okkur ekki að vera í haldi lengur en nauðsyn krefði,” sagði Peter Wilkinson, tals- maður Greenpeace samtakanna, um hinn ævintýralega flótta skips Green- peacesamtakanna, Rainbow Warrior, úr höfn á Spáni þar sem skipið var í haldi. Hann færðist undan því að svara, hvert för skipsins væri heitið. „Við stefnum fyrst og fremst að því að koma skipinu út úr 200 mílna landhelgi Spánar. Ég býst við að skipsins sé nú leitað mjög ákaft og því væri heimskulegt af mér að gefa upp stað- setningu þess,” sagði Wilkinson. Síðustu fregnir herma, að eftirför spænska flotans sé nú hætt þar sem Rainbow Warrior sé nú komið út úr spænsku landhelginni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.