Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 28
28 I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Menning Mennin Menning Menning I GIRDINGIPERU Verk eftir Manuel Scorza á íslensku Bók menntir * AÐALSTEINN ! INGÓLFSSON S. Af fúsum og frjálsum vilja skal ég: játa að ekki vissi ég hætishót um perúíska rithöfundinn Manuel Scorza fyrr en þau tíðindi bárust frá Iðunni, að forlagið hygðist gefa út eitt af helstu verkum lians, skáld- söguna Rancas — þorp á heljarþröm (Redoble por Rancas, Barcelona, 1970). Slíkar fréttir koma manni í opna skjöldu, en verða jafnframt til þess að kveikja áhuga á höfundinum og bókum hans. Eftir lestur bókar- innar og frekari upplýsingaöflun er svo hægt að fræða almenning um það, að Scorza er fæddur i Perú árið 1928 og hefur frá öndverðu verið ötull rithöfundur og skeleggur baráttumaður í þágu verkalýðs. Áhugi hans á frelsis- og jafnréttis- málum kom snemma I ljós, er t.d. hreyfiafl fyrstu bókar Scorza, Las imprecaciones (1955) en síðan hefur hann gefið út a.m.k. fjórar aðrar ljóðabækur. Það eru hins vegar skáldsögurnar sem hafa borið hróður hans víðar en þsér eru nú orðnar tiu talsins. Morð í Andesfjöllum Scorza stofnaði sömuleiðis s .mtök til verndar smábændum í Pcrú n þeir állu í vök að verjast lyrir sl.úeigna- mönnum og auðhringum. Nærri má gela hvorl Scorza liafi orðið vinsæll af stjórnvöldum fyrir vikið, enda var liann nokkur ár í útlegð og býr nú í París eins og margir aðrir suður- amerískir rithöfundar. Á ferðum sinum um Perú á vegum hagsmunasamtaka smábænda (MCP) kom hann eilt sinn í fylkið Cerra de Pasco þar sem bændur og annar almúgi höfðu verið stráfelldir fyrir tilstilli einræðisherrans Manuel Prado og hins ameriska Cerra de Paso auðhrings. Ástæðan var sú að skapurinn veruleikann enn raunveru- legri, dregur saman aðalatriði en sleppir því sem minna máli skiptir. Tvær táknmyndir valdaníðslu eru sterkastar í Rancas, — þorp á heljar- þröm, Montenegro dómari sem árum saman hefur kúgað þorpsbúa, og Girðingin, — óhugnaniegur snákur sem smátt og smátt umlykur bestu beitilönd I grenndinni, skiptir þorpum í tvennt, neyðir fólk til að taka á sig stóran krók I ferðum sínum. í stað þess að spinna lógiskan söguþráð, er Scorza meir í mun að skapa sérstakt andrúmsloft I stuttum atriðum, leiða okkur inn í myndina fremur en framhjá henni. Að rabba saman í gröfinni Stöðugt er gengið á rétt almúgans i Rancas uns menn rísa upp og leiðtogi bænda er Hector Chacón, Nátt- augað, sem á harma að hefna. En bændur með barefli hafa ekki í fullu tré við vopnað þjóðvarðlið, upp- reisnarmenn láta lifið. En þótt holdið sé dauðlegt, er andinn sterkur og í gröfum sínum ræða hinir látnu gang mála. Foringinn, Chacón, var hand- tekinn, en í formála bókarinnar segir að útkoma hennar árið 1970 hafi hrundið af stað herferð til björgunar honum og nú muni hann vera frjáls. Segjum svo að bókmenntir séu til einskis nýtar. Ingibjörg Haraldsdóttir sneri Rancas, — þorp á heljarþröm á íslensku og finnst mér ansi mikið bók- og þýðingarmál á henni, auk þess sem finna má i þýðingunni beinan misskilning. Ég veit t.d. ekki til þess að i póker sé hægt að lækka boð (bls. 110). En kannski spila þeir einhverja suðuraméríska útgáfu af póker i Perú. -Al. bændurnir sátu sem fastast á landi sem þeir höfðu ræktað frá upphafi vega, en á þessu landi höfðu hins vegar fundist verðmætir málmar. Á þessum atburðum, fjöldamorðunum í Rancas, Yanahuanca og Ambo, smáþorpum lengst uppi í Andesfjöll- um, byggir Manuel Scorza umrædda bók. Meir en vitni Það þarf ekki langar yfirlegur til aðsjá að Rancas er ekki venjuleg skáldsaga, enda segir höfundur sjálfur i inngangi: „Söguhetjurnar, glæpirnir, svikin og hetjudáðirnar bera hér því næst sín raunverulegu nöfn”, item: „Höfundurinn er vitni, fremur en skáldsöguritari”. Annars staðar er haft eftir Scorza að „bækur mínar eru ritverk siðferðilegs eðlis, fremur en bókmenntalegs” (mis libros más que literarios son éticos). Án þess að skoða Rancas frekar, mundi maður sennilega freistast til að flokka hana með heimildasögum, sem í þessu tilfelli hefði ákveðin erindi að reka, þ.e. að tala máli rétt- visi og mannúðar. En sú skilgreining stenst ekki fullkomlega þegar inn í bókina er komið. Það kemur nefni- lega I Ijós að Scorza er meir en vitni og skipar sínu efni af iþrótt skáldsins, auk þess sem sagan fer langt út fyrir allar heimildir, reyndar inn á sömu lendur og Gabriel Garcia Marquez ræktar svo vel: hugaróra, þjóðsögur, drauma, töfra. Við þetta hleypur kerfisbundið hugarfar í baklás. Veruleikinn skáldskapnum Á ekki ádeiluboðskapur að vera innan marka hæfilegs raunsæis? Þvi hafa margir a.m.k. haldið fram. En sú kenning fellur reyndar um sjálfa sig með þessari bók, því sá einkenni- legi sambræðingur staðreynda og draumóra sem í henni er verður í raun ansi mögnuð ádrepa á nýlendu- stefnu og ómennska yfirdrottnun hvar sem er — eins og Scorza ætlast sjálfsagt tiL Þannig gerir skáld- í kirkjugarði í Perú. AMERÍSK VÖRUBÍLA- 0G JEPPADEKK frá Armstrong Rubber Co. 10x61/2 kr. 108.700 11 x 15 kr. 118.100 700x15 kr. 73.400 1100x20, afturd., kr. 328.100 1000x20, framd., kr. 242.600 1400x24 kr. 535.800 Upplýsingar 92-2348 í símum 92-2495 Svarað i síma og um helgar HAL0GEN H4 Samfellur í aðalljós Hagstætt verð ARMULA 7 - SIMI 84450 Fundið frelsi? Útvarp: ITAKT VIÐ TÍMANA eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Hvers virði er frelsið? Hvað er annars frelsi? Hjónin i leikriti Svövu Jakobsdóttur á fimmtudagskvöldið gerðu með sér samkomulag um gagn- kvæmt frelsi. En með tímanum hefur samkomulagið, ef ekki frelsið sjálft, orðið þeim ofraun. Manninum verður það um megn á meðal annars af því að hann á ekki við konu sína eina að semja — heldur lika vini sína og vinnufélaga, dóttur þeirra og meira að segja líka karlmennina sem konan hans umgengst á veitingastöð- um eða leiðir með sér í herbergi vestur í bæ. í stystu máli það karla- samfélag, karlveldi sem þau byggja bæði. Og konan sjálf? Það er að skilja að hið umsamda frelsi hafi ekki veitt henni þá kosti sem hún þurfti á að halda og þráði. Samið var um kyn- ferðislegt frelsi, frelsi hennar til að sofa hjá — upp á sín eigin býti en ekki eftir neinni reglu sem karlar settu. En það; var að skilja að þetta hefði ekki verið nóg, það var eitthvað annað sem hún leitaði hjá lagsmönn- um sínum í því afdrepi sem samningurinn veitti henni, samneyti af öðru tagi ef því sem afdrepið heimilaði. Hún girntist það lif sem þeir lifðu utan þess. Og þegar hún nálgast manninn sinn í leikslokin sér hún hann um síðir sem ókunnan mann, kannski hún finni hjá honum það sem ekki var annarsstaðar að hafa? Þessir málavextir voru í leiknum ÓLAFUR JÓNSSON raktir út frá málstað konunnar. En þar var ekkert sagt því til fyrirstöðu að reynsla Hrafnhildar væri einnig reynsla Gunnars. Við vitum ekkert um það hvers hann leitaði eða hvað hann hreppti á sínum frikvöldum frá heimilinu og hjúskapnum. En bert er að einnig hann hefur orðið fyrir von- brigðum. Einnig hann nálgast að sinu leyti ókunna konu, nýja konu í leiks- lokin — kannski nýja von, von um eitthvað nýtt. Hvað tekur við þegar frelsið er fengið? Það var í stystu máli spurningin sem leikurinn bar upp, og Ijóst að hún varðar meira mál en kynlíf og kvenfrelsi þótt leiksagan snerist um ástir og hjúskap. Hvert er það frelsi sem þau Hrafnhildur og Gunnar leita og finna kannski um siðir hvort hjá öðru? Svo sem til hliðsjónar við Hrafn- hildi var í leiknum brugðið upp svip- myndum frelsis — með frásögn gamla þjónsins af ungri stúlku á knæpu erlendis, óttanum sem honum stóð af sakleysi hennar, og með frá- sögn Hrafnhildar sjálfrar af ungri konu í annarri hafnarborg sem rekin var til skips eins og hryssa af fjalli. Það eina sinn sá hún frjálsa konu, segir hún. Er þá frelsið beinlínis í þvi fólgið að tefla í tvisýnu og fara sér að voða, gera uppreisn og bíða ósigur? Þá er því miður lítil von til þess að þau Hrafnhildur og Gunnar finni um síðir „frelsi” hvort í fanginu á öðru hvað sem þau þá finna. „Öryggi” kannski? Að visu held ég að hlustendur megi láta sig einu gilda afdrif þeirra góðu hjóna. Það voru ekki þau sjálf sem vöktu áhuga á efninu, þótt vel og skilmerkilega væri með leikinn farið i útvarpinu, heldur vandinn sem þau eiga við að fást, siðferðisleg álitaefni sem þau eru höfð til að reifa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.