Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 21
2<y DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. 21 litframköllun SAMDÆGURS Fyrsta framköllunarvélin í nýrri litmyndavinnustofu okkar: Hope 138 E-6, hefur nú verið sett í gang. Ektachrome E-6 litfilmur, lagöar inn fyrir kl. 09.30 að morgni, afgreiöast samdægurs. Mikið kapp hefur veriö lagt á vönduö vélakaup og trausta uppsetningu. Framleiöslan veröur öll samkvæmt ströngustu kröfum efna- og vélaframleiöenda um gæöaeftirlit, m.a. meö daglegum „densitometer"- prufum. Seinna í mánuöinum munum viö bjóöa fjölbreytta þjónustu í litstækkunum allt aö 2 fermetrum. Okkur þætti vænt um, ef þú vildir treysta okkur fyrir dýrmætum filmum þínum. Öll móttaka og afhending fer fram í verslun vorri, sem veitir allar nánari upplýsingar. Verslið hjá fagmanninum f LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F LAUGAVEG1178 REYKJAVlK Iþróttir Teiturfórekki til Bristol City — eins og fyrírhugað var um helgina „Nei, það varð ekkert úr að ég færi til Bristol um helgina eins og ég ætlaði mér þvi það voru svo slæmar samgöngur hérna á milli. Ég vildi komast helm á laugardagskvöld, en þá var ekki flogið svo ég hætti vlð að fara,” sagði Teitur Þórðarson er við spjölluðum við hann rétt um það leyti er hann var að fara út úr húsinu hjá sér áleiðis til ísrael með meistaraliðinu öster. ,,Ég vildi ekki eiga það á hættu að missa e.t.v. af vélinni til ísrael svo ég hafði samband við Bob Houghton og sagði honum að ég kæmi ekki. Hins vegar er allt við það sama hjá mér — ég hef enn ekki tekið tilboði félagsins, en tek endanlega ákvörðun um það er ég kem heim aftur eftir hálfan mánuð,” sagði Teiturennfremur. -SSv. Staðaní úrvalsdeildinni Staðan i úrvalsdeildinni er nú þannig að loknum leikjum helgarinnar: UMFN—Ármann 108—80 Valur—KR 80—86 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Njarðvik KR ÍR Valur ÍS Ármann 0 393—320 8 1 452—401 8 2 425—425 6 3 444—446 4 3 339—349 2 5 388—500 0 Vikingur 7 6 1 0 Þróttur 6 4 0 2 KR 7 3 2 2 Valur 7 3 1 3 FH 7 3 1 3 Haukar 7 2 1 4 Fylkir 6 1 1 4 Fram 7 1 1 5 Næsti leikur er ekki fyrr en á fimmtudag og þá mætast ÍS og Njarðvik i Kennaraháskólanum kl. 20. Staðaníl.deild Víkingur-FH 22—16 Þróttur-Valur 25—24 Fram-Haukar 20—17 Fylkir-KR 24—24 Staðan er nú þannig: ) 132—108 13 132—121 8 149— 148 8 150— 124 7 137—152 7 135—142 5 113—140 3 142—155 3 Nú verður gert hlé á mótinu vegna landslelkjanna vlð Vestur-Þjóðverja eða til 19. nóvember. Þá lelka FH og Valur I Hafnarfirðl. Sigur hjá Standardog Lokeren Standard Liege og Lokeren unnu bæði sina leiki I belgisku 1. deildinni i knattspyrnu I gær og eru I 3. og 4. sæti eftir leiki helgarinnar. Standard sigraði CS Brugge 3—1 og skoraði Ralf Edslröm fyrsta mark Standard. Woordeckers bætti siðan tveimur við. Ungur nýliði skoraði eina mark Lokeren gegn FC Liege. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Anderlecht-Molenbeek 4—0 Waterschei-Courtrai 0—5 Waregem-Lierse 1—1 Gent-Winterslag 3—0 Beveren-Berchem 2—0 Antwerpen-Beringen 2—2 FC Brugge-Beerschot 4—0 Staðan er nú þannig: Anderlecht 11 9 1 1 30- -9 Beveren 11 ‘ i: i: t 21 -9 Standard 11 6 3 2 27- -15 Lokeren 11 ' i í : I 20 -9 Molenbeek 11 6 2 3 16—15 Courtrai 11 6 1 4 19- -15 Lierse 11 5 3 3 22- -16 FC Brugge 11 5 2 4 20- -16 Berchem 11 4 3 4 14- -18 Winterslag 11 5 0 6 16- -18 Waregem 11 4 2 5 16—17 Waterschel 11 4 1 6 20—25 Gent 11 3 3 5 10- -15 Antwerpen 11 3 3 5 12- -24 CS Brugge 11 3 2 5 18- -27 Beringen 11 2 3 6 15- -25 Beerschot 11 2 1 8 11- -22 FCLiege 11 1 1 9 12- -22 Garðar Jóhannsson geysist hér i átt að körfu Valsmannanna i gær. Hann var illstöðvandi f siðari hálfleiknum og hirti þá frá- köst i rikum mæli auk þess að skora mikilvæg stig. DB-mynd: S. Þrjár breytingar —landsHðshópuríim gegn V-Þjóðverjum tilkynntur í gærkvöld Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gærkvöld hvaða leikmenn það verða sem leika gegn V-ÞJóðverjum um næstu helgi hér heima. Þrir nýir menn koma inn i hópinn og voru ekki með á NM. Það eru þeir Páll Björgvinsson, Víkingi, Stefán Haildórsson, Val og Atli Hilmarsson, Fram. Það eru þvi þeir Gunnar Lúðviksson Val og Steinar Birgisson, Vikingi, sem detta út úr hópnum. Annars er liðið skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val, Kristján Sigmunds- son Víkingi. Pétur Hjálmarsson, KR. Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson Víkingi, Páll Björgvinsson, Víkingi, Pólverjar koma ekki Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi. Bjarni Guðmundsson, Steindór Gunnarsson og Stefán Halldórsson allir úr Val. Ólafur H. Jónsson, Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson allir úr Þrótti. Atli Hilmarsson og Björgvin Björgvinsson úr Fram. Alfreð Gíslason úr KR og Viggó Sigurðsson, Bayern Leverkusen. Þessar breytingar á hópnum koma í sjálfu sér ekki svo á óvart. Liðið vantaði nauðsynlega mann til að stjórna spilinu og Páll Björgvinsson á greinilega að sjá um þá hliö málanna. Atli Hilmarsson ætti einnig að gefa sókninni aukið bit en val Stefáns Halldórssonar kemur nokkuð á óvart. -SSvl. „Ég get í sjálfu sér ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að Pólverjarnir drógu sig til baka, því innst inni grunaði mig að svona kynni að fara,” sagði Júlíus Hafsteinm, formaður HSÍ, í viðtali við DB i gærkvöld. Nú er Ijóst að fyrirhugaðir landsleikir við Pólverja i janúarbyrjun munu falla niður og bera Pólverjarnir því við að þeir vilji ekki leika við íslendinga rétt fyrir B-keppnina i Frakklandi en þar eru þjóðirnar i sama ríðli. „Það var reyndar búið að ganga frá þessum leikjum fyrir nokkru og ég talaði við forráðamenn Pólverjanna á IHF-ráðstefnunni sem haldin var í Moskvu í sumar og þá var ekkert talið því til fyrirstöðu að þeir kæmu hingað. Hins vegar gekk Pólverjunum ekki eins vel á OL og þeir bjuggust við þannig að þeir drógu seglin saman að leikunum loknum,” sagði Júlíus. Danir drógu sig einnig til baka og kváðust ekki hafa efni á að koma hingað í desember. „Ég verð að segja þaö að mér finnst framkoma Dananna afar lágkúruleg. Það var búið að marg- ganga frá þessum leikjum og aðeins fjórum dögum eftir að ég hafði samband við þá skrifuðu þeir bréf og kváðust ekki geta komið. Báru þeir við peningaleysi. Þar skýtur skökku við því á fjárhagsáætlun danska sambandsins var kostnaður við för unglingalandsliðs kvenna hingað á fyrirhugað NM-mót, sem siðan féll niður. Peningana, sem áttu að fara í þá ferð, mátti hæglega nota fyrir karlalandslið þeirra. Framkoma þeirra er lúaleg,” sagði Júlíus ennfremur. -SSv. Björgunarstarfið er hafið hjá Fram - Liðið vaim sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í handknattleik í gær Björgunarstarfið er hafið að fullu hjá leikmönnum Fram i 1. deildar- keppninni i handknattleik. í gærkvöld unnu þeir sinn fyrsta leik — sigruðu Hauka 20—17 f Laugardalshöll — og hafa þar með hlotið þrjú stig úr fyrri umferð mótsins. Heldur rýr uppskera en Fylkir hefur sama stigafjölda og Haukar eru aðeins tveimur stigum á undan. Liklegt er að þessi lið verði i baráttunni um fallsætin en fleiri gætu þó blandazt i hana. Reyndar gott hjá Fram að hafa þó hlotið þrjú stig eftir Undrakafli ífyrri hálfleik færði KR-ingum sigurinn —Vesturbæingamir skoruðu þá 24 stig gegn 4 á örstuttum tíma og sigruðu síðan Valsmenn 86-80 í gær KR-ingar settu verulegt strik í meistaravonir Valsmanna i gær er þeir lögðu Hlfðarendaliðið að velli i Höll- inni f gærdag með 86 stigum gegn 80. Sigur KR var lengst af öruggur en um tima f siðari hálfleiknum var leikurinn f járnum og höfðu Valsmenn þá hetju- lega unnið upp 21 stigs forskot vestur- bæjarllðsins frá i fyrri hálfleiknum. Valsmenn náðu að jafna 65—65 er 11 minútur voru liðnar af siðari hálfleikn- um og um leið misstu þelr Bandarikja- manninn Brad Miley út af með 5 villur. Fimmta villan hans var ákaflega barnaleg. Hann öskraði á Keith Yow, sem var I skoti, og ætlaði sér að fipa hann. Þetta er stranglega bannað og Guðsteinn meiddist Svo kann að fara að Guðsteinn Ingimarsson verði ekki meðal félaga sinna á fimmtudag er þeir hlaupa inn á völlinn fyrir leikinn gegn ÍS i Kennara- háskólanum. Guðsteinn meiddist á hné á laugardag er hann var að leika sér í knattspyrnu og haltrar nú um. Ekki þarf að taka það fram að fjarvera hans myndl veíkja Njarðvikurllðlð verulega. -ssv. ofan á allt hitti Yow úr skotinu og vitinu að auki sem hann fékk i kaup- bæti. Jón Sigurðsson kom um þetta leyti aftur inn á hjá KR eftir að hafa hvílt í hálfleiknum með 4 villur á bakinu. Flestir töldu að þetta myndi riða baggamunínn en Valsmennirnir voru ekkl á þvi að gefa sig og héldu i vlð KR þar tll á lokaminútunni. Um tíma í fyrri hálfleiknum virtist sem KR-ingar þyrftu ekki að hafa miklar áhyggjur af mótspyrnu Vals- mannanna. Er staðan var 25—25 fyrir KR sögðu þeir: hingað og ekki lengra. Á stórkostlegum kafla skoruöu þeir'24 stig gegn aðeins 4 frá Val og juku mun inn í 49—28 er rúm ftmm og hálf mínúta var eftir. Bókstaflega allt gekk upp hjá KR á þessum tíma á meðan Valsmönnum mistókst jafnvel að skora i einföldustu færum. Þessi undrahittni gat að' sjálfsögðu ekki gengið til lengdar og er blásið var til hálfleiks höfðu Valsmenn náö að minnka mun- inn í 12 stig, 44—56. Jón Sigurösson hóf ekki síðari hálf- leikinn meö KR-liðinu og Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og náöu loks að jafna metin, 65—65. Aldrei komust þeir yfir en oft munaði ekki miklu að þeir næðu forystunni. Taugar leikmanna beggja liða voru farnar að gefa sig svo um munaði og ekki bætti úr skák að nokkrir voru komnir í villuvandræði og brugðust ókvæða við er dæmt var á þá. Keith Yow hélt manna bezt haus í KR-liðinu undir lokin og fjögur stig hans í röð á ákaflega mikilvægu augna- bliki voru dýrmæt. Vonir Valsmanna brugöust endanlega er Ríkharður Hrafnkelsson, sem annars hafði lengst af hitt manna bezt í Valsliðinu, hitti aðeins úr einu vítaskoti af þremur er honum voru úthlutuð er staðan var 84—79 fyrir KR og 45 sek. eftir. KR- ingar léku yfirvegað lokakaflann og settu siðan punktinn yftr i-ið er Garðar skoraði laglega körfu rétt áður en flautan gall. Sanngjarn og sætur sigur, 86—80, var í höfn. KR-liðið lék fyrri hálfleikinn í gær eins og liðið getur bezt. Vörnin var þétt fyrir og góð hreyfing á henni, menn blokkeruðu oft skemmtilega og hittnin var eins og í lygasögu um tíma. í síðari hálfleiknum róaðist leikurinn mjög eins og skorið sýnir (36—30 fyrir Val í s.h.). Keith Yow var beztur KR-inganna og lék afar yfirvegað. Jón Sig. var að vanda driffjöðurin í spilinu og Bjarni Jóh. fór á kostum framan afjeiknum. Hirti fráköstin grimmt og skoraöi lag- lega. Ágúst barðist geysilega vel í vörn- inni allan timann og skoraði margar mikilvægar körfur — átti góðan leik. Garðar fór hægt af stað en óx ásmegin jafnt og þétt og var grimmari en nokkru sinni undir lokin. Hjá Valsmönnum voru það þeir Rík- harður, Kristján og Torfi sem voru sterkastii ,ásamt Miley. Hittni Ríkharðs í byrjun leiksins hreint frábær. Torfi var afar sterkur í fráköstunum og Kristján hitti vel að vanda. Það kom þess vegna mjög á óvart er hann var hvíldur lengi í síðari hálfleiknum. Miley er i greinilegri sókn en fór illa að ráði slnu varöandi 5. villuna. Aðrir leikmenn komu lítt við sögu. Stigin. KR: Keith Yow 33, Jón Sigurðsson 17, Ágúst Lindal 13, Garðar Jóhannsson 11, Bjarni Jóhannesson 6, Geir Þorsteinsson 4, Gunnar Jóakimsson 2. Valur: Ríkharð\ ur Hrafnkelsson 22, Kristján Ágústs- son 17, Torfi Magnússon 16, Brad Miley 14, Jóhannes Magnússon 6, Þórir Magnússon 3, Jón Steingrimsson 2. Dómarar voru þeir Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir ekki nógu vel. Mistök þeirra voru of tíð án þess þó að bitna meiraáöðruliðinu. -SSv. afl hafa tapað I fimm fyrstu leikjum mótsins. Siðan stig gegn Val I sjöttu umferðinni og nú loks sigur. En satt bezt að segja var leikur Fram ekki nógu góður I gær en nægði þó þvi Haukar voru afar slakir — leikur þeirra var ekki til útflutnings. Eftir að Fram hafði skorað tvö fyrstu mörkin í gær tókst Haukum að jafna í 2—2. Fram komst aftur yfir 4— 2 aðeins til að láta Hauka jafna aftur 4—4. Síðan var jafnt upp í 6—6. Þá sigu leikmenn Fram aftur framúr. Theódór Guðfmnsson og Atli Hilmars- son skoruðu falleg mörk. Haukar gáfust ekki upp og tókst að jafna í 9— 9. Síðan jafnt 10—10. Fram komst í 12—10 en Hörður Harðarson skoraði ellefta mark Hauka á siðustu sekúndu hálfleiksins, 12—11 í hálfleik fyrir Fram. í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum upp í 15—15, en úr því fór leikur Hauka að riðlast. Mest vegna þreytu Viðars Símonarssonar, sem var ekki sjálfum sér líkur lokakafla leiksins. Misnotaði meira að segja víti. Fram komst yfir og þegar sjö mínútur voru r Nýliðarnir lögðu íslandsmeistarana —og Þróttur malaði ÍS í blakinu Nýliðarnir í 1. deild blaksins, Framarar, unnu sinn fyrsta Ieik í deildinni í gær. Þá lögðu þeir núver- andi íslandsmeistara, Laugdæli, aö velli og höfðu litið fyrir þvi. Framarar unnu þrjár hrinur og töpuðu engri. Laugdælir hófu leikinn og komust í 4—0 en eftir það var allur vindur úr þeim og Fram vann fyrstu hrinu, 15— 9. Aðra hrinuna vann Fram 15—10 og þáþriðju 15—8. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn, fyrst og fremst vegna þess hve Laug- dælir voru lélegir. Framarar sýndu þó marga góða takta, sérstaklega var sam- spil uppspilara og smassara gott, komu út úr því m.a. mjög skemmtileg miðjusmöss frá Finnboga Gunnlaugs- syní'. Það háir bæði Fram og UMFL nokkuð f hve litlum íþróttahúsum liðin æfa. Er tekið eftir því hve veikar uppgjafir liðanna eru en leikmenn þeirra fá aldrei tækifæri til að æfa langar uppgjafir. Liðin geta heldur Atli Hilmarsson kemur aftur inn í landsliðshópinn eftir nokkurt hlé. Kaupmenn Innkaupa- stjórar! Mikið úrval í gjafavörum, leikföngum, snyrtivörum, jólatrés- skrauti og loftskrauti Pétur Petursson heildverzlun, Suðurgötu 14 Símar21020 og 25101 eftir var orðinn þriggja marka munur, 19—16. Þeim mun tókst Fram að halda til loka, 20—17. Undir lokin meiddist Hannes Leifsson — hlaut slæman skurð á vör og var fluttur á slysa- varðstofuna. í heild leikur sem fljótt gleymist þó um fyrsta sigurleik Fram hafi verið að ræða. Mörk Fram skoruðu: Axel Axelsson 6/5, Atli 4, Theódór 3, Björgvin Björg- vinsson 3 en var afar óheppinn með nokkur skot 1 leiknum, Erlendur Davíðsson 2, Jóhann Kristinsson 1 og Hannes 1. Mörk Hauka skoruðu Hörður Harðarson 4, Viðar 4/3, Júlíus Pálsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Árni Hermannsson 2, Sigurgeir Marteinsson, Árni Sverrisson, og Karl Ingasoneitt hver. Dómarar Árni Tómasson og Jón Hermannsson. Fram fékk sex viti. Nýtti fimm en Gunnar Einarsson varöi frá Atla. Haukar fengu fimm víti. Nýttu þrjú. Sigurður Þórarinsson varði frá Herði — Viðar skaut yfír. Erlendi var vikið tvívegis af velli hjá Fram — Júliusi og Sigurgeir hjá Haukum. -hsim. ekki æft móttöku á löngum föstum uppgjöfum. Á undan leik Fram og UMFL léku „blakrisarnir” ÍS og Þróttur. Reyndar er hæpið að kalla stúdentana „blak- risa” eftir frammistöðu þeirra gegn Þrótti þvi þeir voru algjörlega skotnir í kaf. Þróttarar höfðu algera yfirburði og þeir þurftu aðeins 37 mínútur til að klára leikinn. Hrinuúrslit urðu 15—1, 15—4 og 15—10. í kvennablakinu voru tveir leikir um helgina. Á Akureyri léku ÍMA og Víkingur. Áttu Víkingsstúlkurnar einn sinn bezta leik fra upphafi og unnu auöveldlega 3—0. Ingibjörg Helga- dóttir átti þar stóran hlut en hún sýndi stjörnuleik. í Reykjavfk varð hörkuleikur á milli kvennaliða ÍS og Þróttar. ÍS- stúlkumar rétt mörðu sigur 3—2, 15— 4,9—15, 11—15, 15—12og 15—9. f Eyjum léku 12. deild karla ÍBV og Samhyggö úr Gaulverjabæjarhreppi og unnu Eyjamenn örugglega 3—0..KMU. íþróttir Aðeins eitt stig ÍR á Akureyri — TapaðifyrirKAen gerði jafntefli við Þór KA slgraði ÍR 21—19 (7—7) I 2. deild íslandsmótsins i handknattleik á Akureyri á laugardag. Þýðingarmikill sigur KA í leik liða, sem likleg eru til að verða meðal þeirra, sem berjast munu um efstu sætin i deildinni. KA byrjaöi betur. Komst í 2—0 og 4—1 en ÍR jafnaði i 4—4. Komst síðan yfir I 7—5 en KA jafnaði fyrir hlé. f byrjun síðari hálfleiks voru KA-menn mun ákveðnari. Komust nokkuð fljótt i 12—8 og þá greinilegt að hverju stefndi. Þegar sex mín. voru til leiks- loka var staðan 20—15 fyrir KA. ÍR minnkaði aðeins muninn í lokin. Flest mörk KA skoraði Erlendur Hermanns- son, fyrrum landsliðsmaður úr Víking, eða sex. Þorleifur 4, Erlingur 4, Gunnar 3, Guðmundur 2, Magnús Guðmundsson 1 og Friðjón Jónsson 1. Mörk ÍR, Brynjólfur 5, Bjarni Bessa- son 5, Sigurður Svavarsson 5. Guðm. Þórðarson 2 og Ársæll Kjartansson 2. A föstudagskvöld léku Þór og f R á Akureyri. Jafntefli varð 20—20 og það var einkum markvarzla Ragnars Þor- valdssonar, sem bjargaði öðru stiginu fyrir Þór. Hann varði 19 skot í leikn- um, m.a. tvö vitaköst. Leikurinn var lengstum í jafnvægi — ÍR komst þó yfir 12—9 og 14—11 en Þór jafnaði í 14—14. Eftir það mátti sjá allar jafn- teflistölur upp í 20—20. Sigtryggur Guðlaugsson jafnaði fyrir Þór úr víta- kasti, þegar 15. sek. voru til leiks- loka. Mörk Þórs skoruðu Sigurður Sig- urðsson 10, Sigtryggur 3, Árni, Rúnar og Davíð eitt hver. Mörk ÍR skoruðu Guðmundur Þórðarson 6, Sigurður Svavarsson 4, Guðjón Marteinsson 3, Ásgeir Elíasson 3, Bjarni Bessason, Ársæll, Björn og Bjarni Hákonarson eitt hver. GSV. Afeðaáhjá Traustaídag „Trausti hefur ekki skrifað undir samning hjá Hertha Berlln en möguleiki er á að til þess komi í dag — Willy Reinke var væntanlegur til Berlinar I morgun og þá má búast við þvi að hreyfing komi á málið á annan hvorn veginn,” sagði Haraldur Tómas- son, faöir Trausta Haraldssonar, landsliðsbakvarðarins kunna í Fram, þegar DB ræddi við hann. Trausti hélt til Þýzkalands i síðustu viku og hefur verið hjá Hertha Berlín undanfarna daga. Hann hefur æft tvivegis með liði félagsins og gengið vel. Einkum á æfingu á föstudag, þegar hann var reyndur sem framvörður. f morgun var hann einnig á æfingu hjá félaginu. Þjálfarinn vill kynna sér alla kosti hans sem knattspyrnumanns sem bezt. Á laugardag horfði Trausti á leik Hertha BBC og Wattenscheid I Berlín. Þar vann Hertha stórsigur 8—0 í 2. deildinni vestur-þýzku, norður. Liðið keypti á laugardag japanska landsliðs- manninn Okudera, sem hefur leikið með Köln undanfarin ár. Snjall leik- maður en hann var óánægður með hlut sinn hjá Köln og vildi skipta um félag. „Ef ekki verður af samningi hjá Hertha og Trausta fer Trausti aftur til Dortmund með Reinke umboðsmanni. Eftir þvi sem ég hef heyrt eru 3—4 önnur 110 sem koma til greina hvað Trausta snertir. Hann er með opinn farseðil, sem glldir til 5. desember,” sagði HaraldurTómasson ennfremur. -hsim. Valurvann Valur sigraðl Þór 20—16 I 1. deild kvenna á íslandsmótinu I. handknatt- letk á Akureyri á laugardag eftlr að Þór hafðl haft fjögur mörk yflr I hálfleik, 12—8. t siðari hálflelknum tóku Vals- stúlkumar það tll bragðs að taka tvær Þórsstúlkur, Magneu Friðriksd., og Freýdisl HaUdórsdóttur, úr umferð og við það riðlaðist aiíur leikur Þórs. Þær skoruðu aðelns fjögur mörk I siðari hálflelk en Valurtólf. Mörk Þórs skoruðu Þórunn Sigurðardóttlr 5, Dýrflnna Torfadóttir 4, Freydfs 3, Valdis, Sigriður, BorghUdur og Magnea eitt hver. Mörk Vals skoruðu Harpa Guðmundsdóttir 8, Erna Lúðviksdóttir 5/2, Sigrún 3, Ágústa 2 og Elfn 2. -GSV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.