Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 40
Hörð andstaða í stjórn Flugleiða við skilyrði ríkisins fyrír aðstoð: Iscargo vill kaupa hæð i skrífstofubyggingunni —en ekki var léð máls á sölu á bví stigi Þrátt fyrir verulega andstöðu innan stjómar Flugleiða við skilyrði rikisins fyrir aðstöð, er hún talin svo mikil og nauðsynleg, að líklega verður að þeim gengið með litlum frávikum, nema hvað varðar hugsanlegt ósamræmi þeirra við hlutafélagalögin. Miðað við sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands, telja sumir stjórnarmenn Flugleiða mótsögn í skilyrðinu um sölu hlutabréfanna í Arnarflugi. Telja þeir að með tilteknum leyfisveitingum gæti það félag haslaði sér völl til samkeppni við Flugleiðir. Auk þess sé Flug- leiðum vandi á höndum vegna at- vinnuöryggis flugmanna sinna, sem samræming starfsaldurshstans gæti oltið á. Þá mun í stjórn Flugleiða and- staða við sölu eigna fyrirtækisins. ISCARGO leitaði hófanna um kaup á fyrstu hæð í skrifstofubyggingu Flugleiða, þar sem markaðsdeildin var til húsa, samkvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar. Að svo komnu máU var ekki léð máls á sölu. Hins vegar var ekki talið útUokað að af leigu gæti orðið. Stjórnarfundur í Flugleiðum hf. fjallar um málið á tíðum fundum í dag og næstu daga, en úrsUt í málinu eruorðin afarbrýn. -BS. Þoð er ekki að sjá að unglingavandamálin hrjái þessa frisku pilta hvers vegna œttiþað svo sem að vera? Þeir eru ungir og leika sér — sem styttu sér stundir á Hallœrisplaninu í Reykjavík um helgina. Og geislandiframtíðin blasir við þeim. DB-mynd: Ragnar Th. Hjónin í hnsttreisu DB: Honolulu er paradís á jörðu „Okkur langar ekkert heim. Það er aiveg dýrðlegt hérna. En við biðjum samt fjarska vel að heilsa öllum,” sagði Magnea Jónsdóttir þegar DB náöi símasambandi við hana í gærkvöldi í Honolulu. Eins og lesendum DB mun vera kunnugt eru hún og maður hennar, Guðmundur Jóhannsson, nú í hring- ferð um hnöttinn á vegum DB. „Þetta er paradís á jörðu,” sagði Magnea. Eftir hrifningu hennar að dæma voru Suðurhafseyjar alveg eins unaðslegar og þeim er lýst í skáld- sögunum. Fólk gengur um með blóm i hárinu og veðrið er fint. „Við fórum að skoða þorp 30 kílómetrautan við borgina, þar sem þjóðlif og siðir fyrri kynslóða var sýnt. Það var stórkostlegt, sér- staklega dansarnir, sem voru mis- munandi fyrir hvern ættflokk.” Klukkan var tiu að morgni hjá þeim hjónunum í Honolulu og allur sunnudagurinn beið framundan, hlýr og bjartur, þegar símtalið fór fram. Og það var ekki laust við að vottur af öfund laumaði sér inn í hjartað á okkur, þvt í Reykjavik var klukkan orðin átta að kvöldi, niðamyrkur og rigningarsúld og fridagurinn búinn. -IHH. Harðurárekstur á Akranesi: Bamál.árs slasað Barn á fyrsta aldursári slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri sem varð á mótum Kirkjubrautar og Stillholts á Akranesi kl. 14.23 á sunnudag. Var barnið í burðarrúmi í bílnum. Var það fiutt til Reykjavíkur eftir skoðun á Akranesi. Tvö önnur börn sem í sama bíl voru, slösuðust einnig, en ekki alvarlega. Stillholtið er aðalbraut og er stöðvunarskylda á Kirkjubraut við gatnamótin. Fólksbifreið var hins vegar ekið allhratt, að sögn lögreglu, eftir Kirkjubraut og inn á gatna- mótin. Þar lenti hún í hlið annarrar fólksbifreiðar. Kona er ók bílnum eftir Kirkjubrautinni meiddist á fæti en ekki alvarlega. Bílarnir eru mikið skemmdir. -A.St. íslenzk hjón í Þýzkalandi: Milli heims og helju eftir umferðarslys — Hjónin lífshættulega slösuð og meðvitundaitaus—synimir á bamaspítala íslenzk hjón sem búa I Bremer- haven liggja stórslösuð í sjúkrahúsi eftir bifreiðarslys sem þau lentu í ásamt sonum sínum tveimuri á föstu- daginn skammt frá heimili þeirra. Fjölskyldufaðirinn höfuðkúpubrotn- aði og slasaðist svo illa að honum er vart hugað lif. Eiginkona hans er einnig enn meðvitundarlaus og alvarlega slösuð. Synirnir tveir eru í barnasjúkrahúsi, minna meiddir, annar fótbrotinn. Ekki er að fullu ljóst hvernig slysið varð, en einhver hindrun mun hafa verið á vegi er fjölskyldan ók eftir. Er hemla átti reyndist ising á veginum og bifreiðinn skall á tré utan vegar með fyrrgreindum afieiðingum. Sem fyrr segir eru meiðsli fjöl- skylduföðurins alvarlegust. Konan skarst illa í andliti, kinnbeins- og kjálkabrotnaði auk þess sem annað lunga hennar lagðist saman að því er talið er undan bUbeltinu. Utanrikisráðuneytið hafði fengið tilkynningu um slys þetta en ekki fylgdu nánari skýringar um aðdrag- anda. -A.St. frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 10. NÓV. 1980. Tillögum Tómasar og hafnað Alþýðubandalagsmenn hafa stöðv- að framgang tillagna framsóknar- mannanna, Tómasar Árnasonar og Steingríms Hermannssonar, um að- gerðir í efnahagsmálum fyrir I. desember. Eins og DB skýrði frá á föstudag mælir Tómas Árnason ráðherra fyrir þeirri hugmynd, að 1. desember verði „frestað”, þannig að hækkun verðbóta, sem þá á að verða, komi ekki fyrr en í janúar. Steingrímur Hermannsson hefur gerzt talsmaður hugmynda um stór- aukningu niðurgreiðslna fyrir 1. desember. Yrði með lögum séð svo um, að lækkun búvöruverðs, sem af þeim leiddi, yrði til að draga úr verðbóta- hækkuninni 1. desember. Aðrir stjórnarliðar hafa nú hafnað þessum tillögum framsóknarmanna. -HH. Yfirvinnu- bann íprent- smiðjum? Kjaradeila bókagerðarmanna og Félags ísl. prentiðnaðarins fer harðnandi, en eins og kunnugt er boða bókagerðarmenn, félagsmenn í HÍP, Grafíska sveinafélaginu og Bókbindarafélaginu verkfall frá og meðnk. mánudegi, 17. nóvember. Líklegt er talið að í þessari viku verði í gildi óformlegt yfirvinnubann bókagerðarmanna til að leggja enn frekari áherzlur á kaupkröfur þeirra. Stjórnarmenn bókagerðarmanna munu hafa gengið á milli trúnaðar- manna félaganna í prentsmiðjunum fyrir helgina og rætt m.a. yfirvinnu- bann í þessari viku. Formlega er yfir- vinnubann ekki boðað af stjórnum félaganna heldur npitar fólk á hverj- um vinnustað að vinna lengur en sem nemur dagvinnu. Sáttasemjari hafði í morgun ekki boðað til fundar í deilu prentara en búizt var við að hann hafi samband við deiluaðila í dag. Hins vegar hefur sáttasemjari boðað til fundar í deilu flugfreyjufélagsins og Rafiðnaðar- sambandsins kl. 14 annars vegar og viðsemjenda þeirra hinsvegar. -ARH. LUKKUDAGAR: 9. NÓVEMBER 28681 Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool 10. NÓVEMBER 15223 Kodak Ektra 12 myndavél. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.