Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. 7 Börn giftra og foreldra í sambúð fá 10% af dagheimilisrými: „Öll börn eiga að hafa sama rétt á dagheimilisplássi” —segir Gerður Steinþórsdóttir Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í félagsmálaráði. DB-mynd: Bjarnleifur „Við viljum stefna að því að börn á dagheimilum séu blönduð, þ.e.a.s. að þau séu bæði börn einstæðra foreldra og giftra og i sambúð,” sagði Gerður Steinþórsdóttir fulltrúi Framsóknar- flokksins í félagsmálaráði aðspurð um breytingartillöguna sem samþykkt var á fundi ráðsins nýverið um að börn giftra og í sambúð á aldrinum 3—6 ára fái inngöngu á dagheimili. „Við vorum að hugsa um að af- marka aldurinn við tveggja ára. Niður- staðan varð hins vegar sú að taka ekki yngri börn en 3ja ára og gera dvölina sem stytzta. Auk þess er meiri ásókn fyrir yngri börn,” sagði Gerður. Giftir foreldrar og foreldrar í sambúð eiga að greiða tvöfalt gjald á dagheimilin og Gerður var spurð hvers vegna. „Nefndin sem fjallaði um þetta mál kom með þá tillögu að gjaldskráin yrði sveigjanleg eftir efnahag foreldra. Þar sem þetta verða aðeins 10% þótti það of flókið kerfi og þótti rétt að mis- munur yrði gerður með tvenns konar gjaldskrá. Það hefur verið mikil niðurgreiðsla fyrir einstæða foreldra og námsmenn eða 70%, bæði á dagheimilum og á einkaheimilum. Núnaeru 150börnein- stæðra foreldra á einkaheimilum og ekki nema 82 þeirra á biðlista fyrir dag- heimili.” — En er hægt að bæta þessum 10% við ádagheimilin? „Þetta er nokkurs konar kvótakerfi. Kvótinn er sá að börn einstæðra for- eldra eru 60%, námsmanna við Há- skólann 18%, annarra námsmanna 10%, giftra og í sambúð verður 10%, börn fóstra og barna frá erfiðum heim- ilum 4%. Það verður að vera einhver ákveðin viðmiðun sem farið verður eftir. Þetta er spor í þá átt að öll börn eigi rétt á að vera á dagheimilum,” sagði Gerður. -ELA Bessí Jóhannsdótfir, fulltrúi Sjálf stæðisf lokksins í f élagsmálaráði: Aðeins sýndar- mennska að opna dagheimilin „Ástæðan fyrir því að við sjálf- stæðismenn sátum hjá er mjög einföld. Þetta er allt saman einungis sýndar- mennska, vegna þess að það hefur ekki verið hægt að anna þörfum svokallaðra forgangshópa, þ.e.a.s. einstæðra for- eldra og námsmanna. Við höfum haft þá stefnu að miða að því að fullnægja þörfunum áður en biðlistarnir verði opnaðir,” sagði Bessí Jóhannsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félags- málaráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá í atkvæðagreiðslu um breytingartillögu dagvistunarheimila. „Þetta verður aðeins til að auka enn meira á biðlistana. Börn giftra verða 10% við þessa breytingu. Staðreyndin er sú að þetta er aðeins til að auka erfiðleikana hjá starfsfólki því sem vinnur við innritun á dagheimilin. Það má búast við mikilli ásókn. Ég tel persónulega að allir sem vilja eigi að geta hafj börn sín á dagheimil- um. En á meðan við búum við þau skil- yrði sem eru núna þá er þetta alveg út í bláinn. Það eru núna börn giftra á dag- heimilum. Börn fóstra hafa fengið inni, en það er aðeins 2% svo það er lítill hópur. Það þyrfti að stefna að því að einstaklingar geti valið og hafnað.” -ELA Bessi Jóhannsdótdr, fuDtrúi Sjálfstæðte- flokksins i félagsmálaráði. DB-mynd: EinarÓlason. „Allt fyrir gluggann” eru orð að sönnu. Nú bjóðum við einnig ýmsar gerðir af gardínuköppum úr furu, Ijósri og dökkri eik, hnotu, svo og plastkappa með viðarlíkingu. Alls konar gardínubrautir, einfaldar, tvöfaldar og þrefaldar ásamt nauðsynlegum fylgihlutum. Afgreiðslufrestur er u.þ.b. ein vika. Við mælum og setjum upp brautir. j . _______:i ■ -g-y-ga 1 ■ 1 -.• ' 1 • . Hikið ekki við að hringja og leita frekari upplýsinga, sem starfslið okkar veitir með glöðu geði. Við sendum í póstkröfu um land allt. „Allt fyrir gluggann í Álnabæ.” Siðumúla 22 - Tjarnargotu 17, Sími 31870 Keflavik Sími 2061

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.