Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 15
17
tilrauna, sem þá var byrjað á, hefir á þessu ári verið
byrjað á að reyna:
1. Að bera mismunandi mikið á.
2. Að komast að raun um, hve lengi ýms áburðar-
efni geti geymst í jarðveginum og komið jurtunum að
notum.
Ræktunarfélagið hefir látið félaga sína fá tilbúin áburðar-
efni til tilrauna með sömu kjörum og s. 1. ár. Það liafa
verið gerðar áburðartilraunir:
í Húnavatnssýslu á 14 stöðum
- Skagafjarðarsýslu - 8 —
- Eyjafjarðarsýslu - 10 —
- Þingeyjarsýslu - 8 —
Samtals 40 stöðum
Árangurinn af áburðartilraununum hefir í aðalatriðunum
verið í samræmi við árangurinn í fyrra. Þær ályktanir,
sem þá voru dregnar út af tilraununum (bls. 33) hafa
þessa árs tilraunir styrkt. Þó skal þess getið, að hin til-
búnu áburðarefni hafa víðast hvar eigi aukið sþrettuna
jafnmikið og hið fyrra ár. Þetta getur átt rót sína að
rekja til þess, að sumarið (eða fyrri hluti þess) var mjög
þurviðrasamt, og þess vegna hefir eigi verið nægur raki,
til að Ieysa áburðarefnin sundur, svo að þau gætu komið
jurtunum að notum á þessu ári. En vænta má að þau
geri þeim mun meira gagn næsta ár. Á öðrum stað er
gerð grein fyrir notkun hinna tilbúnu áburðarefna. Þar
er að nokkru leyti stuðst við árangur þann, sem tilraun-
irnar hafa leitt í ljós, og er því slept að prenta skýrslur
um þær.
B. Gróðrcirtilraunir.
1. Tilraunir með grasfræ.
Vorið 1904 var byrjað á tilraunum með grasfræsáningu
í aðaltilraunastöðinni og á Húsavík (sbr. árssk. bls. 37 —
38 07 56).
Af þeim tegundum, sem sáð var vorið 1904 hafa þess-
ar lifað:
2