Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 24
26
Auk þess gaf hann leiðbeiningar um io áburðartilraunir
og eina tilraun með fóðurrófur.
Þar að auki leituðu menn upplýsinga um ýmislegt fleira,
ýmist viðvíkjandi Ræktunarfélaginu, eða þá ýmsum grein-
um jarðræktarinnar, svo sem notkun tilbúinna áburðarefna,
vatnsveitingum, túnyrkju o. fl. Gaf hann leiðbeiningar um
það eftir fóngum.
Við Rej'ki í Miðfirði skoðaði hann garðstæði þar við laug-
ina. Leizt honum mjög vel á það. Hvatti hann bændur til
að koma þar upp jarðeplagarði í félagi. Hann mældi jarð-
hitann þar á ýmsum stöðum og sagði fyrir um, hvernig
bezt væri að girða landið og rækta.
Nokkurir Svíndælingar hafa í hyggju að koma upp jarð-
eplagarði, og jafnvel gróðrarstöð, við Auðkúlurétt. Það er
fjárrétt, sem nýlega er lögð niður. Jarðvegur er þar því
mjög frjór. Garðstæði þetta skoðaði Ingimundur og leizt
allvel á það. Sagði hann einnig þar fyrir, hvernig verkið
skyldi unnið.
Hann telur ýmsa menn í Húnavatnssýslu hafa mikinn á-
huga á starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands. Kveður hann
áhuga á ýmsum greinum jarðræktarinnar fara vaxandi yfir-
leitt á þeim stöðvum. Meðal annars getur hann þess, að
einstöku menn þar í sýslu séu nú fyrst að sannfærast um,
að vert sé að stunda bJóma og runnarækt heima við bæ-
ina.
*
3. Jösef Björnsson kennari ferðaðist um Skagafjarðarsýslu í
júnímánuði. Niðurlag skýrslu hans hljóðar þannig:
»1 þessum ferðum hefi eg þá alls verið 16 daga og komið
á 39 bæi til leiðbeininga,
Leiðbeiningar þær, sem um var beðið fyrirfram, voru
mest part óákveðnar. Fyrirlestra hafði verið beðið um á
tveim stöðum, í Seiluhreppi og Skefilstaðahreppi. A hvor-
ugum staðnum varð þó neitt úr því. Að Víðimýri komu
engir. I Skefilstaðahreppi kom eg á allan fjölda bæjanna,
og virtist deildarstjóra þýðingarlaust að boða menn sam-
an til fundar.
Leiðbeiningar þær, er óskað var eftir, voru þessar: