Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 80
82
Nokkuð af landi félagsins liggur fyrir ofan hverina, sem
eru neðst í fjallshlíð og verður það ekki hitað upp, nema ef
vera kynni lítilsháttar með gufuræsum.
Þetta land er því ætlað til grasræktar og verða bygging-
ar félagsins látnar standa á því. A takmörkum þess er ak-
vegur 70 faðma langur inn frá garðshliðinu og við enda hans
stendur geymsluhús félagsins fyrir útsæði, verkfæri o. fl.,
að mestu bygt úr torfi, 15 álna langt og 5 álna breitt, en
íbúðarhús fyrir verkstjóra og vinnufólk ásamt húsi fyrir plóg-
hesta, sem félagið er þegar búið að kaupa, verður bygt
svo fljótt sem kringumstæður leyfa, því mjög örðugt og
næstum ógerandi er að framkvæma mikla vinnu þar, án
þess að búið sé á staðnum, einkum þegar tekið er tillit til
þess, að kvenfólk og unglingar geta unnið mikinn hluta
þess, sem gera þarf, þegar fram í sækir.
Spursmál var hvort það mundi borga sig að hugsa um
kartöflurækt á fyrsta ári, þar sem undirbúningur var mjög
lítill, en hjá því varð þó ekki komist, því bæði þurfti að
afla félaginu útsæðis fyrir næsta ár og hluthöfum þess
kartafla til heimilis nota. Kartöflum var því sáð í 3V2 dagsl.
og lítið eitt plantað út af gulrófum.
Hirðing var töluvert umfangsmikil og hlutfallslega meiri en
verða ætti þegar fram í sækir, sem stafaði bæði af því, að mikið
illgresi sótti í hina gömlu garðbletti, og af því, að heita
vatninu var veitt um garðana í opnum ræsum, sem -þurftu
stöðugrar aðgæzlu.
Uppskeran mun hafa verið í tæpu meðallagi; 145 tunnur
alls, eða 41V2 tunna af dagsl. að meðaltali, útsæði og upp-
skera I : 9. Þar sem uppskeran var bezt af heillri dagsl.
var hún 50 tunnur, en af litlum bletti 1 tunna af 9 Q föðm-
um, útsæði og uppskera I : 16. Astæðurnar til þess að upp-
skeran var ekki meiri að meðaltali munu einkum hafa verið
þær:
1. Að seint var sett niður, því margt þurfti að gera áður.
2. Undirbúningur jarðvegsins ekki eins góður og æskilegt
hefði verið.