Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 43
45
uppleysanleg í vatni og geta komið jurtunum áð notum. Á
þann hátt er hið svonefnda súperfosfat búið til. I því er
9, 12, 18, 20 eða 45 °/0 fosforsýra. Hve mikið er af fos-
forsýru er undir því komið úr hvaða efnum súperfosfatið er
búið til. I því súperfosfati sem mest er notað, er 18 eða
20 °/0 fosforsýra.
Eiginleikar og notkun. Súperfosfatið er auðleyst og
kemur jurtunum fljótt að notum. Bezt er að bera það á
snemma á vorin meðan raki er í jörðu. Sé það borið á
plægt land eða garða, er gott að herfa landið eftir að búið
er að dreifa áburðarefnunum jafnt út yfir. Það blandast þá
moldinni. Sé það borið á graslendi er gott að gera það
á undan rigningu, því þá leysist fosforsýran strax upp og
blandast jarðveginum.
Á leir og sendinn jarðveg er gott að bera súperfosfat,
þó aldrei meir en það, sem ætla má, að jurtirnar þarfnist á
því vaxtartímabili. Sé jarðvegurinn leir og járnblandinn geta
fosforsýrusamböndin í súperfosfatinu breyst í óuppleysanleg
sambönd þurfi þau að geymast lengi í jarðveginum. Sendinn
jarðvegur getur eigi geymt næringarefnin. Á mýrajarðveg er
betra að bera eigi eins auðleystan fosforsýruáburð.
Súperfosfat er góður áburður fyrir allar jurtir. Verkanir
þess eru oftast auðsæar.
Tilraunir Ræktunarfélags Norðurlands hafa sýnt að súper-
fosfat notað með Chilisaltpétri hefir oftast gefið beztu raun.
Fyrir þær jurtir, sem eiga að bera fræ, er nauðsynlegt að
bera á súperfosfat.
Thomasfosfat er búið til úr járngjalli. I járnmálmi er nokkuð
af fosforsýru, kolum o. fl. Þessi efni eru hreinsuð úr járninu
á þann hátt, að það er brætt, látið í deiglur og þakið með
kalki. I.ofti er síðan blásið í gegnum hið brædda járn. Það
tekur fosforsýruna og kolefnið með sér. Fosforsýran lendir í
kalkinu, sem einnig blandast járni o. fl. efnum, sem
mynda gjallið. Gjallið er molað og notað til áburðar. Þess
betur sem gjaliið er molað, þess betri og auðleystari er á-
burðurinn.
í thomasfosfati er 8 — 20 °/o fosforsýra og 50 % af kalki.