Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 36
3«
búfjáráburður er vel birtur, nægir hann vanalega til að halda
hinu ræktaða landi í góðri rækt. Það er að segja, ef upp-
skeran er eigi seld f burtu, heldur notuð til fóðurs. Sé á-
burðurinn eigi vel hirtur, eða eigi að taka óyrkt land til
ræktunar, verður vöntun á áburði. Þar er því nauðsyn á
fyrst og fremst að hirða og hagnýta vel þann áburð, sem til
er, bæði búfjáráburð og önnur efni, sem hægt er að nota
til áburðar. Nægi þetta eigi, verður annaðtveggja, að kaupa
fóðurefni, og auka búfjáráburðinn á þann hátt, eða að kaupa
tilbúin áburðarefni. Staðhættir, jarðvegur, verð afurðanna
o. fl. hafa mikil áhrif á það, hver leiðin farin er, og skal það
eigi hér gert að umtalsefni, en nokkuð skýrt frá kostum og
göllum hins tilbúna áburðar.
Þar sem í tilbúna áburðinum er svo mikið af næringarefn-
um í samanburði við búfjáráburð þá er lítið verk að dreifa
honum yfir jarðveginn, og má gera það á þeim tíma, sem er
hentugastur, bæði vegna jarðvegs og jurtanna. Mörg af til-
búnu áburðarefnunum eru auðleyst, og geta því komið jurt-
unum fljótt að notum. Jurtirnar þarfnast mismunandi mikils
af hinum ýmsu næringarefnum, en sú þörf er eigi ætíð í
sömu hlutföllum og næringarefnin eru í búfjáráburði. Þar,
sem því búfjáráburður er notaður eingöngu til áburðar, safn-
ast fyrir forði af sumum efnum, en vöntun verður á öðrum,
sé eigi borið því meira á. — Jarðvegurinn er einnig mismun-
andi auðugur af næringarefnum. Af sumum efnum er nægur
forði, þótt margar uppskerur séu teknar, og þau efni eigi
borin á aftur. Með búfjáráburði ber maður á hin þrjú nefndu
næringarefni. Ef í jarðveginum er að eins skortur á einu eða
tveimur efnum, er þýðingarlaust að bera það efni á, sem eigi
vantar. Með tilbúnum áburði er hægt að bera á þau efni að
eins, sem skortur er á, en slept því að bera á þau efni,
sem nægð er af í jarðveginum. Þar, sem þannig stendur á,
er arðvænlegt að nota tilbúinn áburð. Hver efni vanti í jarð-
veginn má finna með áburðartilraunum, sem verður lýst síðar.
Tilbúinn áburður kemur að beztum notum sé hann notaður
jafnhliða búfjáráburði.
Eftir sænskum tilraunum er: