Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 98
IOO
3. Lúpínur.
Svo nefnast stórvaxnar plöntur eða hálfrunnar af ertu-
blómaættinni. Þær verða um 3 fet eða meira á hæð. Blöðin
eru samsett, hjóllaga. Af lúpínum eru til margar tegundir
og ýmsar þeirra eru ræktaðar. Sumar eru ræktaðar sem
skrautplöntur, en mesta þýðingu hafa þær þó til áburðar
og fóðurs.
Lúpínur þrífast bezt í sandjörð. Gjöra þær og mest gagn
á þeirri jörð til að auðga hana af jurtanærandi efnum, þegar
þær eru ræktaðar til áburðar.
Sem áburð er með þær farið á þann hátt, að þegar þær
eru fullvaxnar og komið er fram á haust, þá eru þær plægð-
ar saman við moldina. A magurri sandjörð má þá á næsta
ári rækta jarðepli með góðum árangri, þó það hefði ekki
getað tekist ella. Þetta stafar af því, að bakteríur lifa á
rótum lúpínanna, sem taka köfnunarefnið úr loftinu og auðga
þannig jarðveginn af þessu mikilsverða efni.
Til þess að lúpínur vaxi vel þurfa þær þessi vaxtarskilyrði:
1. Þurra jörð og heita.
2. Kalíáburð (bezt kainit) og fosfórsýru (superfosfat).
3. Að bakteríur þær, er áður eru nefndar séu í jarðvegin-
um, eða fræunum.
Bláar lúpínur (Lupinus angustifolius) og gular lúpínur (L.
luteus) eru einkum ræktaðar og verða þær bláu nokkru
stórvaxnari.
í gróðrarstöðinni á Akureyri hefir báðum þessum tegund-
um verið sáð, og hafa þær þróast vel, en verið hafðar til
áburðar.
Séu lúpínur ræktaðar til fóðurs, sem vel má gjöra, því af
þeim fæst mikil uppskera og þær eru vel nærandi, þó má
ekki gefa þær nema fremur lítið í blendingi við annað fóður,
þvf annars geta þær valdið veiki (lupinose) einkum á sauðfé.
Veikin orsakast af beiskjuefnum, í þeim (lupinotoxin), en
áhrifin eru sögð minni, ef þær eru þvegnar í vatni, einkum
sódavatni.
/• / B.