Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 98

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 98
IOO 3. Lúpínur. Svo nefnast stórvaxnar plöntur eða hálfrunnar af ertu- blómaættinni. Þær verða um 3 fet eða meira á hæð. Blöðin eru samsett, hjóllaga. Af lúpínum eru til margar tegundir og ýmsar þeirra eru ræktaðar. Sumar eru ræktaðar sem skrautplöntur, en mesta þýðingu hafa þær þó til áburðar og fóðurs. Lúpínur þrífast bezt í sandjörð. Gjöra þær og mest gagn á þeirri jörð til að auðga hana af jurtanærandi efnum, þegar þær eru ræktaðar til áburðar. Sem áburð er með þær farið á þann hátt, að þegar þær eru fullvaxnar og komið er fram á haust, þá eru þær plægð- ar saman við moldina. A magurri sandjörð má þá á næsta ári rækta jarðepli með góðum árangri, þó það hefði ekki getað tekist ella. Þetta stafar af því, að bakteríur lifa á rótum lúpínanna, sem taka köfnunarefnið úr loftinu og auðga þannig jarðveginn af þessu mikilsverða efni. Til þess að lúpínur vaxi vel þurfa þær þessi vaxtarskilyrði: 1. Þurra jörð og heita. 2. Kalíáburð (bezt kainit) og fosfórsýru (superfosfat). 3. Að bakteríur þær, er áður eru nefndar séu í jarðvegin- um, eða fræunum. Bláar lúpínur (Lupinus angustifolius) og gular lúpínur (L. luteus) eru einkum ræktaðar og verða þær bláu nokkru stórvaxnari. í gróðrarstöðinni á Akureyri hefir báðum þessum tegund- um verið sáð, og hafa þær þróast vel, en verið hafðar til áburðar. Séu lúpínur ræktaðar til fóðurs, sem vel má gjöra, því af þeim fæst mikil uppskera og þær eru vel nærandi, þó má ekki gefa þær nema fremur lítið í blendingi við annað fóður, þvf annars geta þær valdið veiki (lupinose) einkum á sauðfé. Veikin orsakast af beiskjuefnum, í þeim (lupinotoxin), en áhrifin eru sögð minni, ef þær eru þvegnar í vatni, einkum sódavatni. /• / B.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.