Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 75
77
Aðrar tegundir haía að vísu vaxið vel fyrsta árið, en ekki
getað haldist við.
Hér skulu nefndar nokkrar af þeim tegundum, sem sam-
kvæmt þriggja ára reynslu virðast líklegastar til ræktunar.
Vallarfoxgras (Timothe, Phleum pratense).
Liðagras (Alopecurus pratensis).
Hásveifgras (Poa trivialis).
Strandvingull (Festuca littorea).
Vallarsveifgras (Poa pratensis).
Hávingull (Festuca pratensis).
Þessar tegundir hafa haldist bezt við.
Geta má þess, að rauðsmári hefir lifað tvö sumur, en síð-
an dáið út. Hvitsmári hefir lifað yfir öll árin, en engum
verulegum þroska hefir hann náð til þessa.
»Frœblöndun þessara beztu grasategunda virðist vaxa enn
belur en þœr beztu hver út af fyrir sig. Blettur 700 □ álnir
að stærð, þar sem sáð var vorið 1902, gaf síðastliðið sumar
[1904] 442 pd. af þurru heyi, það samsvarar 5115 pd. af
dagsláttu eða sem næst 25 hestum.«
II. Tilraunir með bygg og hafra.
Byggi og höfrum hefir verið sáð sumurin 1901—1904.
Grasið hefir náð allmiklum vexti. Hefir það verið slegið og
þurkað og reynist bezta fóður. Sumarið 1903 fengust 3049
pd. byggheys og 3260 pd. hafraheys af dagsláttu. Uppskera
hafraheys var betri sumarið 1901; hún samsvaraði þá 4923
pd. af dagsláttu.
Korn fæst ekki fullþroskað við ræktun á bersvæði; en
nokkur afbrigði af byggi hafa sérstaklega verið ræktuð í
þeim tilgangi að fá þroskað korn af þeim. Það hefir líka
hepnast; af sumum afbrigðunum hefir fengist korn til út-
sæðis.
III. Tilraunir með jarðepli
hafa verið gerðar öll árin. Fyrstu árin voru reynd um 20
afbrigði, en síðari árin um 70.