Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 67
6q
aðir og nái að eins lítið eitt upp yfir jarðyfirborðið. Holu
þarf þá að gera í steininn eigi grynnri en 4 — 5 þml, en í
þá holu er stólpinn festur með því að renna bráðnum brenni-
steini dálítið blönduðum sandi í hana í kringum stólpann. Til
þessa má og hafa blý, en það er dýrara og engu betra. Tré-
stólpa þarf að skorða með því að fella stóra steina í krihgum
þá í holuna. Til þeirra hliða stólpanum, sem liggja í stefnu
girðingarinnar, er bezt að steinarnir séu einlægir og svo
langir, að þeir nái I fet út fyrir raðir stólpans. Að hinum
hliðum stólpans skal og fylla viðlíka miklu af grjóti. Síðan
skal fylla smá holur með möl og þjappa vel saman, svo ekk-
ert geti haggast *.
Þessi umbúningur nægir þó ekki á hornstólpum og stólp-
1. mynd.
um við hlið. Þá stólpa verður auk þessa að styrkja með
stuðningsslám og gildum vírstrengjum eða járnteinum, svo
að þeir geti ekkert gefið eftir fyrir átaki vírstrengjanna, því
undir því er endingin mikið komin, að vírinn ekki slakni
fyrir þessa sök.
í ameríkönsku búnaðarblaði, sem gefið er út í New-York
og Chicago og heitir: American weekly agriculturist, eru
ritgerðir, 5. og 12. desbr. 1903, nr. 23 og 24, um það,
hvernig nokkrum nafngreindum bændum á ýmsum stöðum í
Bandaríkjunum hafi reynst bezt að búa um hornstólpa og
hliðstólpa. Með þessu fylgja myndir af þvi, hvernig umbún-
* Sé jarðvegurinn þéttur t. d. möl, þá mætti grafa holurnar svo
þröngar, sem hægt er, og troða möl kringum stólpann, en það
þarf að gerast vel fast.