Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 26
28
Á einum stað sagði hann fyrir um, hvernig áburðartilraun
skyldi haga.
Eftir ósk félaga hélt hann tvo fyrirlestra; hinn 28. maí
á Bergsstöðum í Svartárdal og talaði þar um almenna
garðyrkju. Voru þar viðstaddir 60—70 manns. Hinn fyrir-
lesturinn hélt hann 18. júní í Bólstaðarhlíð. Var hann um
sama efni. Voru þar viðstaddir 30—40 tilheyrendur.
5. Sigurbur Sigurðsson skólastjóri ferðaðist um Suður-Þing-
eyjarsýslu dagana frá 30. júní til 12. júlí, um Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslur 16.—28. júlí, um Eyjafjarðarsýslu
25.—29. ágúst, um Norður-Þingeyjarsýslu og nokkurn
hluta Suður-Þingeyjarsyslu 1. —16. september.
Auk þess hefir hann komið á nokkura bæi í Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarsýslu á öðrum tímum, til þess að gefa leið-
beiningar.
I niðurlagi skýrslu hans til Ræktunarfélagsins segir svo:
»Á ferðum mínum hefi eg komið á 138 bæi alls. Hefi eg
alstaðar dvalið lengur eða skemur eftir því, hve mikið
var að starfa á hverjum bæ. Þau atriði, sem einkum hefir
verið leitað álits um eru:
Túnrækt (á 45 stöðum).
Hirðing og notkun áburðar
(-9 — )
Nýræktun, sáning hafra og grasfræs (-13 — )
Garðyrkju (-56 — )
Vatnsveitingar (- 23 — )
Trjárækt (-5 — )
Verkfæri ("4 — )
Lokræslu (- 2 — )
Girðingar ("4 — )
Sandgræðslu (-4 — )•
Svarðleit hefir verið gerð á 23 stöðum. (Þar af- fanst
svörður á 14 stöðum).
Einnig gefnar leiðbeiningar um undirbúning og ræktun
tilraunastöðva (á 5 stöðum).
Sérstakar leiðbeiningar alls 193.
Eg hefi haldið fyrirlestra á 4 stöðum.
Áhugi manna á jarðræktinni er víða að aukast. Einkum