Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 97
99
stundum dýrum dómum frá útlöndum, og einnig má nota berin
í súpur og grauta í staðinn fyrir rúsínur og sveskjur. Vín má
einnig búa til úr berjunum.
5. 5.
2. Skrautjurtir
ætti einnig að rækta við hvern bæ, það glæðir fegurðartil-
finninguna og getur orðið til þess að menn fari að lesa í
hinni miklu bók náttúrunnar. Minst fyrirhöfn er að rækta
fjölærar blómjurtir, því þegar einu sinni er búið að gróður-
setja þær í garðinum, vaxa þær upp af sömu rótinni ár
eftir ár og bera stöngla, blöð og blóm, Betra er að bera
lítið eitt af áburði kringum þær á haustin. Þær ná þá meiri
þroska. Til nokkurra af þessum jurtum má sá fræi, en af
flestum þeirra er bezt að fá plöntur, sem má gróðursetja
á líkan hátt og runna, sem lýst er í Ársskýrslu Ræktunarfé5'
lagsins 1903, bls. 31 — 38. Nokkrar íslenzkar jurtir verða
mjög þroskamiklar og fallegar, séu þær ræktaðar í görð-
um, þar til má nefna: fjalldalafífil, mjaðurt, bldgresi, sigur-
skúf o. fl. Ef rækta á þessar jurtir, þarf eigi annað en taka
jurtirnar upp með rótum, þar sem þær vaxa, og gróðursetja
þær í garðinum. Af útlendum jurtum, sem þrífast hér vel,
ætla eg að eins að benda á.
Leiðabrúsk (Reinfan), sem verður alt að þremur fetum á
hæð, með hrokknum dökkgrænum blöðum og gulum blómum.
Hann þrífst í flestum jarðvegi, sem eigi er of þur, og þar sem
hann nýtur vel sólar. Jurtunum má fjölga með því að skifta
rótunum í sundur, þó á þann hátt, að með hverjum hluta fylgi
nokkrir knappar, og vex þá upp af hverjum hluta ný planta.
Venusvagn er einnig þroskamikil jurt, sem verður alt að
þremur fetum á hæð. Blómin eru blá, vex hún bezt í frjóv-
um jarðvegi, sem er hæfilega rakur. Venusvagn má æxla á
sama hátt og leiðabrúsk. Af báðum þessum jurtum er bezt að
fá plöntur til gróðursetningar. Ræktunarfélag Norðurlands
getur útvegað þær.
5. 5.
7*