Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Side 38
40
einu, því sá jarðvegur bindur lítið næringarefnin, svo hætt
er við að þau tapist ef meira er borið á, en jurtirnar taka
á því vaxtartímabili. Eigi er heldur gott að nota tilbúin á-
burðarefni eingöngu á sendinn jarðveg eða mörg ár í senn,
því af þvf leiðir að jarðvegurinn verður æ fátækari og fátæk-
ari af moldarefnum, sem smátt og smátt breytast í kolsýru
og vatn. Þegar sendinn jarðtfegur verður fátækur af moldar-
efnum, heldur hann litlu í sér af næringarefnum og vatni
og verður því miður hæfur fyrir jurtagróður. Ur þessu er
hægt að bæta með því að bera á búfjáráburð, mold eða
rækta jurtir t. d. lúpínur, sem mikið gras er af, og sem
plægt er niður í jarðveginn og látið rotna þar og mynda
mold. Auk þess safna lúpínurnar köfnunarefni úr loftinu.
Á moldarjarðvegi kemur tilbúinn áburður að beztum notum,
þar sem engin þörf er á moldmyndandi efnum. Hann heldur
vel í sér næringarefnunum. svo engin hætta er á að þau
tapist. Moldarjarðvegur er einnig auðugur af köfnunarefni
(sem er dýrasta næringarefnið) svo að eins þarf þar að hugsa
um kalí og fosforsýruáburð, og stundum kalk, sé moldar-
myndunin komin skamt áleiðis.
Tilbúnum áburðarefnum er vanalega skift niður í flokka
eftir því hver efni þau innihalda og er þá skiftingin þannig:
I. Köfnunarefnisáburður.
II. Köfnunarefnisáburður og fosfórsýruáburður.
III. Fosfórsýruáburður
IV. Kalíáburður.
I. Köfnunarefnisáburður.
Brennisteinssúrl ammoníak. Það er salt, sem búið er til
við ljósloftsverksmiðjur. Ljósloftið er unnið úr kolum. I
þeim er nokkuð af köfnunarefnissamböndum. Ljósloftið er
látið fara í gegnum vatnsúða; köfnunarefnissamböndin bland-
ast við vatnið, sé svo látin saman við það brennisteinssýra
myndast brennisteinssúrt ammoníak. I því er 20 °/o köfnunar-
efni. Efni sem heitir rhodonammonium, er stundum í áburð-
arefninu. Það er skaðlegt fyrir jurtirnar.